Æ fleiri karlar pissa sitjandi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. mars 2023 14:30 Margar ástæður eru fyrir því að æ fleiri karlar velja að pissa sitjandi. Það ku vera þægilegra, það er hreinlegra og svo getur það verið heilsusamlegra, sérstaklega eftir miðjan aldur. Sumir vilja meina að aukin þátttaka karla við heimilisþrif valdi því að þeir velji í auknum mæli að sitja við þvaglát. Getty Images Æ fleiri karlar hafa þvaglát sitjandi og virðist sem þeim hafi fjölgað sérstaklega í Covid-faraldrinum. Í Þýskalandi geta menn orðið fyrir því á almenningssalernum að Angela Merkel skipi pissandi körlum að setjast á klósettið. Meira hreinlæti eftir Covid Þrátt fyrir að ekki sjái enn fyrir endann á Covid-farsóttinni, og gerir kannski ekki alveg í bráð, þá benda ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu misserum til þess að farsóttin hafi haft talsverða áhrif á daglega hegðun fólks. Sérstaklega þegar kemur að hreinlæti. Handþvottur hefur aukist, handspritt er mjög víða orðið staðalbúnaður og… svo virðist sem fleiri karlar pissi sitjandi en áður. Setumönnum fjölgaði í Covid Nýleg könnun á vinsælasta spjallvef Spánar bendir til þess að rúmlega 60 prósent karla þar í landi kasti núorðið af sér vatni sitjandi. Niðurstöður könnunar sem gerð var í Japan í miðjum heimsfaraldrinum, benda í sömu átt, þar sitja rúm 70 prósent karla þegar þeir pissa, en fyrir nokkrum árum sat rétt um helmingur japanskra karla við þessa iðju. Þá virðast menn í sambúð vera meiri setumenn en einhleypir. „Sitzpinkler“ og Angela Merkel Í Þýskalandi er meira að segja til sérstakt orð yfir karla sem pissa sitjandi. Auðvitað. Sitzpinkler. Maður sem pissar sitjandi. Þar í landi er beinlínis mælst til þess að karlar sitji á salerninu í stað þess að standa og miða. Staðreyndin er nefnilega sú að karlar eru misgóðar skyttur. Sums staðar á þýskum almenningssalernum hanga uppi skilti sem minna menn á að tylla sér og þar er að finna búnað sem kallast salernisdraugurinn. Hann vaknar til lífsins þegar karlar lyfta klósettsetunni og skipar mönnum að setjast. Það er hægt að fá salernisdrauginn með nokkrum ólíkum röddum. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ein af röddunum. Menn óhlýðnast henni ekki svo glatt. Af hverju færist í vöxt að karlar sitji við þvaglát? Jú, ein ástæðan er, eins og Larry David komst að orði í þáttunum Curb Your Enthusiasm, það er þægilegra og svo er hægt að lesa á meðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ccWnfgS0Tkw">watch on YouTube</a> En fleira kemur til en þægindi. Rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum við háskólann í Leiden í Hollandi bendir til þess að í sitjandi stöðu sé þvagblöðru karla gert kleift að tæmast hraðar og betur. Og stríði karlar við vanda í blöðruhálskirtli þá er sitjandi tæmingarstaða æskilegri en standandi, eins og það er orðað. Og svo má ekki gleyma enn einum þættinum, sem er hreinlætið, en það liggur svo í augum uppi að ekki er ástæða til að fara nánar út í þá sálma. Heilsa Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Meira hreinlæti eftir Covid Þrátt fyrir að ekki sjái enn fyrir endann á Covid-farsóttinni, og gerir kannski ekki alveg í bráð, þá benda ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu misserum til þess að farsóttin hafi haft talsverða áhrif á daglega hegðun fólks. Sérstaklega þegar kemur að hreinlæti. Handþvottur hefur aukist, handspritt er mjög víða orðið staðalbúnaður og… svo virðist sem fleiri karlar pissi sitjandi en áður. Setumönnum fjölgaði í Covid Nýleg könnun á vinsælasta spjallvef Spánar bendir til þess að rúmlega 60 prósent karla þar í landi kasti núorðið af sér vatni sitjandi. Niðurstöður könnunar sem gerð var í Japan í miðjum heimsfaraldrinum, benda í sömu átt, þar sitja rúm 70 prósent karla þegar þeir pissa, en fyrir nokkrum árum sat rétt um helmingur japanskra karla við þessa iðju. Þá virðast menn í sambúð vera meiri setumenn en einhleypir. „Sitzpinkler“ og Angela Merkel Í Þýskalandi er meira að segja til sérstakt orð yfir karla sem pissa sitjandi. Auðvitað. Sitzpinkler. Maður sem pissar sitjandi. Þar í landi er beinlínis mælst til þess að karlar sitji á salerninu í stað þess að standa og miða. Staðreyndin er nefnilega sú að karlar eru misgóðar skyttur. Sums staðar á þýskum almenningssalernum hanga uppi skilti sem minna menn á að tylla sér og þar er að finna búnað sem kallast salernisdraugurinn. Hann vaknar til lífsins þegar karlar lyfta klósettsetunni og skipar mönnum að setjast. Það er hægt að fá salernisdrauginn með nokkrum ólíkum röddum. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ein af röddunum. Menn óhlýðnast henni ekki svo glatt. Af hverju færist í vöxt að karlar sitji við þvaglát? Jú, ein ástæðan er, eins og Larry David komst að orði í þáttunum Curb Your Enthusiasm, það er þægilegra og svo er hægt að lesa á meðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ccWnfgS0Tkw">watch on YouTube</a> En fleira kemur til en þægindi. Rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum við háskólann í Leiden í Hollandi bendir til þess að í sitjandi stöðu sé þvagblöðru karla gert kleift að tæmast hraðar og betur. Og stríði karlar við vanda í blöðruhálskirtli þá er sitjandi tæmingarstaða æskilegri en standandi, eins og það er orðað. Og svo má ekki gleyma enn einum þættinum, sem er hreinlætið, en það liggur svo í augum uppi að ekki er ástæða til að fara nánar út í þá sálma.
Heilsa Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira