Samgöngustarfsmenn í allsherjarverkfall vegna verðbólgunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 08:40 Gera má ráð fyrir verulegum samgöngutruflunum í Þýskalandi í dag. AP/Michael Probst Þjóðverjar búa sig undir verulegar raskanir á samgöngum í dag þegar starfsmenn almenningssamgangna leggja niður störf í 24 klukkustundir til að krefjast hærri launa vegna hækkandi verðbólgu. „Kjarabarátta án afleiðinga er bitlaus,“ sagði Frank Werneke, formaður Verdi, næststærstu verkalýðssamtaka Þýskalands, í samtali við Phoenix. Hann sagði aðgerðirnar myndu hafa áhrif á fjölda fólks en það væri betra að knýja fram samninga með aðgerðum í einn dag frekar en draga þær á langinn í margar vikur. Verkfallsaðgerðirnar ná til starfsmanna lesta, flugvalla og hafna. Verdi semur fyrir 2,5 milljónir starfsmanna hins opinbera en félagið EVG 230 þúsund starfsmenn lesta og hópferðabifreiða. Félögin gera kröfur um 10,5 til 12 prósenta launahækkanir. Viðsemjendur félaganna hafa neitað að koma til móts við kröfurnar og hafa í staðinn boðið 5 prósenta hækkun og tvær eingreiðslur up pá 1.000 og 1.500 evrur, aðra á þessu ári og hina á næsta. Deutsche Bahn hefur aflýst öllum lengri ferðum í dag og mörgum styttri. Forsvarsmenn DB segja aðgerðirnar ónauðsynlegar og hafa hvatt verkalýðsfélögin til að setjast aftur að samningaborðinu. Samtök flugvalla segja aðgerðirnar óréttlætanlegar og segja þær munu hafa áhrif á um 380 þúsund flugfarþega. Verðbólga í Þýskalandi stendur nú í 8,7 prósentum og atvinnurekendur segja launakröfur verkalýðsfélaganna olíu á verðbólgubálið. Félögin saka fyrirtækin hins vegar um að ætla félagsmönnum sínum að axla byrðarnar af hækkandi verðlagi. Þýskaland Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Sjá meira
„Kjarabarátta án afleiðinga er bitlaus,“ sagði Frank Werneke, formaður Verdi, næststærstu verkalýðssamtaka Þýskalands, í samtali við Phoenix. Hann sagði aðgerðirnar myndu hafa áhrif á fjölda fólks en það væri betra að knýja fram samninga með aðgerðum í einn dag frekar en draga þær á langinn í margar vikur. Verkfallsaðgerðirnar ná til starfsmanna lesta, flugvalla og hafna. Verdi semur fyrir 2,5 milljónir starfsmanna hins opinbera en félagið EVG 230 þúsund starfsmenn lesta og hópferðabifreiða. Félögin gera kröfur um 10,5 til 12 prósenta launahækkanir. Viðsemjendur félaganna hafa neitað að koma til móts við kröfurnar og hafa í staðinn boðið 5 prósenta hækkun og tvær eingreiðslur up pá 1.000 og 1.500 evrur, aðra á þessu ári og hina á næsta. Deutsche Bahn hefur aflýst öllum lengri ferðum í dag og mörgum styttri. Forsvarsmenn DB segja aðgerðirnar ónauðsynlegar og hafa hvatt verkalýðsfélögin til að setjast aftur að samningaborðinu. Samtök flugvalla segja aðgerðirnar óréttlætanlegar og segja þær munu hafa áhrif á um 380 þúsund flugfarþega. Verðbólga í Þýskalandi stendur nú í 8,7 prósentum og atvinnurekendur segja launakröfur verkalýðsfélaganna olíu á verðbólgubálið. Félögin saka fyrirtækin hins vegar um að ætla félagsmönnum sínum að axla byrðarnar af hækkandi verðlagi.
Þýskaland Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Sjá meira