Skipta söfn máli? Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 28. mars 2023 07:01 Undanfarna mánuði hefur verið mikil umræða um safnamál á Íslandi og víða finnur safnafólk fyrir ákveðnu stefnuleysi. Mörgum í þeim hópi finnst að dálítið vanti upp á sóknarhug og yfirsýn og að ráðafólk sjái ekki nógu vel þann samfélagslega ávinning, tækifæri og möguleika sem í safnastarfinu felst. Ekki sé nægur skilningur á mikilvægi og gildi safna fyrir samfélagið. Bara á þessu ári höfum við fengið ýmsar fréttir af söfnum sem hafa staðið frammi fyrir því að missa húsnæði sitt og óvissa verið uppi um framtíð þeirra. Eins hafa fréttir greint frá söfnum sem hafa ekki nægilegt fjármagn til að sinna hlutverkum sínum og skyldum og svo virðist sem Borgarskjalasafn verði lagt niður nánast fyrirvaralaust. Þetta eru erfiðar fréttir, enda er hlutverk safna mikilvægt og víðtækt. Í safnaflórunni á Íslandi má finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin, en miðlunin er sýnilegi hluti starfsins. Fyrir mér er enginn vafi á því að söfn skipta gífurlega miklu máli. Söfn geyma söguna Söfn safna, skrá og varðveita muni og list, ljósmyndir, sögur og minningar. Þau geyma mikilvægar upplýsingar fyrir framtíðina og fræða okkur um fortíðina. Á söfnum er að finna fallega hversdagslega muni sem veita okkur innsýn inn í líf fólks hér á landi á öldum áður, þar má finna atvinnusöguna, ótrúlegt handverk, stórfengleg listaverk og fjölbreytileika dýra- og plönturíkisins svo dæmi séu nefnd. Á söfnum má líka finna samhengi og sögur af fólki og safngripum, allskonar fróðleik um mannlegu hliðina, hvernig hlutirnir voru notaðir, hvað veitti listafólki innblástur og hvernig plöntur voru nýttar. Allt eru þetta upplýsingar sem hjálpa okkur að skilja samfélagið fyrr á tímum. En söfn fjalla alls ekki bara um fortíðina. Þau segja einnig frá samtíma sínum, þau safna því sem er mikilvægt í dag og varðveita fyrir komandi kynslóðir. Þau eru líka kort að framtíðinni, því það er nauðsynlegt þekkja fortíðina til að skilja hvernig við komumst á þann stað sem við erum á núna og hvernig og hvert við ættum að halda næst. Söfn eiga í samtali Söfn eru mörg hver mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Þau eiga í virku samtali við samfélagið í sínu nærumhverfi, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum, taka á móti skólahópum sem heimsækja þau, útbúa fræðsluefni, aðstoða fræðafólk og eiga í virku samstarfi við félög af ýmsu tagi. Söfn hafa mikla möguleika á að fjalla um mikilvæg mál og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Þau geta dregið fram ný sjónarhorn, beint sjónum að hópum sem áður voru ósýnlegir. Söfn geta líka fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga. Söfn fjalla um margvísleg málefni í samtímanum, svo sem umhverfismál, fólksflutninga og jafnrétti svo dæmi séu nefnd. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Söfn eru aðdráttarafl Samkvæmt rannsókn Ferðamálastofu eru söfn þriðja vinsælasta afþreying ferðafólks sem heimsækir Ísland, á eftir náttúrulaugum og spa-ferðum. Það er því ljóst að söfn eru mikilvægt aðdráttarafl þegar Ísland er heimsótt. Söfn hafa líka aðdráttarafl fyrir Íslendinga og heimafólk á hverju svæði, fólk sem heimsækir þau til að gera sér glaðan dag, skoða sýningar, taka þátt í viðburðum, hitta annað fólk, fræðast og skemmta sér. Skipta þau máli? Spurningunni sem er varpað hér fram í upphafi: Skipta söfn máli? er auðsvarað finnst mér og þau dæmi sem eru nefnd hér fyrir ofan eru aðeins hluti af svarinu hvers vegna söfn skipta máli. Þrátt fyrir þetta er ljóst, samkvæmt nýrri könnun FÍSOS (Félags íslenskra safna og safnmanna), að mörg söfn á Íslandi hafa ekki nægilegt fjármagn til að vaxa og dafna eða sinna skyldum sínum, hvað þá allri þeirri uppbyggingu og starfsemi sem starfsfólki þeirra dreymir um að sinna. Þá ríkir líka misskilningur hjá fólki um að hlutverk safna sé fyrst og fremst að auka sértekjur sínar og að árangur af starfsemi þeirra sé hægt að mæla í heimsóknartölum og tekjum af rekstri. Söfn sem hafa hlotið viðurkenningu safnaráðs á Íslandi eru ekki hagnaðardrifnar stofnanir, um það er meira að segja kveðið á um í lögum. Hlutverk þeirra er miklu stærra og flóknara og gildi þeirra svo miklu meira. Það er afskaplega bagalegt að sjá, heyra og skynja hversu margt forsvarsfólk safna upplifir skilningsleysi ráðafólks, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum víða um land. Þetta er eitthvað sem þarf að laga. Söfnin skipta nefnilega máli, ótrúlega miklu máli. Höfundur er verkefnisstjóri FÍSOS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur verið mikil umræða um safnamál á Íslandi og víða finnur safnafólk fyrir ákveðnu stefnuleysi. Mörgum í þeim hópi finnst að dálítið vanti upp á sóknarhug og yfirsýn og að ráðafólk sjái ekki nógu vel þann samfélagslega ávinning, tækifæri og möguleika sem í safnastarfinu felst. Ekki sé nægur skilningur á mikilvægi og gildi safna fyrir samfélagið. Bara á þessu ári höfum við fengið ýmsar fréttir af söfnum sem hafa staðið frammi fyrir því að missa húsnæði sitt og óvissa verið uppi um framtíð þeirra. Eins hafa fréttir greint frá söfnum sem hafa ekki nægilegt fjármagn til að sinna hlutverkum sínum og skyldum og svo virðist sem Borgarskjalasafn verði lagt niður nánast fyrirvaralaust. Þetta eru erfiðar fréttir, enda er hlutverk safna mikilvægt og víðtækt. Í safnaflórunni á Íslandi má finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin, en miðlunin er sýnilegi hluti starfsins. Fyrir mér er enginn vafi á því að söfn skipta gífurlega miklu máli. Söfn geyma söguna Söfn safna, skrá og varðveita muni og list, ljósmyndir, sögur og minningar. Þau geyma mikilvægar upplýsingar fyrir framtíðina og fræða okkur um fortíðina. Á söfnum er að finna fallega hversdagslega muni sem veita okkur innsýn inn í líf fólks hér á landi á öldum áður, þar má finna atvinnusöguna, ótrúlegt handverk, stórfengleg listaverk og fjölbreytileika dýra- og plönturíkisins svo dæmi séu nefnd. Á söfnum má líka finna samhengi og sögur af fólki og safngripum, allskonar fróðleik um mannlegu hliðina, hvernig hlutirnir voru notaðir, hvað veitti listafólki innblástur og hvernig plöntur voru nýttar. Allt eru þetta upplýsingar sem hjálpa okkur að skilja samfélagið fyrr á tímum. En söfn fjalla alls ekki bara um fortíðina. Þau segja einnig frá samtíma sínum, þau safna því sem er mikilvægt í dag og varðveita fyrir komandi kynslóðir. Þau eru líka kort að framtíðinni, því það er nauðsynlegt þekkja fortíðina til að skilja hvernig við komumst á þann stað sem við erum á núna og hvernig og hvert við ættum að halda næst. Söfn eiga í samtali Söfn eru mörg hver mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Þau eiga í virku samtali við samfélagið í sínu nærumhverfi, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum, taka á móti skólahópum sem heimsækja þau, útbúa fræðsluefni, aðstoða fræðafólk og eiga í virku samstarfi við félög af ýmsu tagi. Söfn hafa mikla möguleika á að fjalla um mikilvæg mál og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Þau geta dregið fram ný sjónarhorn, beint sjónum að hópum sem áður voru ósýnlegir. Söfn geta líka fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga. Söfn fjalla um margvísleg málefni í samtímanum, svo sem umhverfismál, fólksflutninga og jafnrétti svo dæmi séu nefnd. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Söfn eru aðdráttarafl Samkvæmt rannsókn Ferðamálastofu eru söfn þriðja vinsælasta afþreying ferðafólks sem heimsækir Ísland, á eftir náttúrulaugum og spa-ferðum. Það er því ljóst að söfn eru mikilvægt aðdráttarafl þegar Ísland er heimsótt. Söfn hafa líka aðdráttarafl fyrir Íslendinga og heimafólk á hverju svæði, fólk sem heimsækir þau til að gera sér glaðan dag, skoða sýningar, taka þátt í viðburðum, hitta annað fólk, fræðast og skemmta sér. Skipta þau máli? Spurningunni sem er varpað hér fram í upphafi: Skipta söfn máli? er auðsvarað finnst mér og þau dæmi sem eru nefnd hér fyrir ofan eru aðeins hluti af svarinu hvers vegna söfn skipta máli. Þrátt fyrir þetta er ljóst, samkvæmt nýrri könnun FÍSOS (Félags íslenskra safna og safnmanna), að mörg söfn á Íslandi hafa ekki nægilegt fjármagn til að vaxa og dafna eða sinna skyldum sínum, hvað þá allri þeirri uppbyggingu og starfsemi sem starfsfólki þeirra dreymir um að sinna. Þá ríkir líka misskilningur hjá fólki um að hlutverk safna sé fyrst og fremst að auka sértekjur sínar og að árangur af starfsemi þeirra sé hægt að mæla í heimsóknartölum og tekjum af rekstri. Söfn sem hafa hlotið viðurkenningu safnaráðs á Íslandi eru ekki hagnaðardrifnar stofnanir, um það er meira að segja kveðið á um í lögum. Hlutverk þeirra er miklu stærra og flóknara og gildi þeirra svo miklu meira. Það er afskaplega bagalegt að sjá, heyra og skynja hversu margt forsvarsfólk safna upplifir skilningsleysi ráðafólks, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum víða um land. Þetta er eitthvað sem þarf að laga. Söfnin skipta nefnilega máli, ótrúlega miklu máli. Höfundur er verkefnisstjóri FÍSOS.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar