Ríkið hreki leigjendur úr íbúðum á Suðurnesjum með yfirboðum Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2023 14:10 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum vera orðið ógnvænlegt og óbærilegt vegna aukins fjölda hælisleitenda. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum vera orðið ógnvænlegt og óbærilegt vegna aukins fjölda hælisleitenda, hræðslu og ógnandi umhverfis. Fjöldinn hafi þau áhrif að leigjendur á almennum markaði á Suðurnesjum hrekist úr íbúðum sínum þar sem Vinnumálastofnun yfirbjóði leiguna til að hægt sé að tryggja þeim húsnæði. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp málið undir liðnum Störfum þingsins á Alþingi. Þingmaðurinn sagði aukinn fjölda hælisleitenda kalla á mikinn íbúðakost. „Nú er svo komið að leigusalar á Suðurnesjum eru hættir að endurnýja leigusamninga, eins og þennan hérna, við íbúa sem hafa verið á leigumarkaði í yfir fimmtán ár, eins og þessi einstaklingur sem á þennan samning,“ sagði Ásmundur og flaggaði plaggi í pontu. „Hann fær ekki framlengingu á leigusamningnum sínum vegna þess að ríkið er búið að yfirborga leiguna. Það er búið að yfirbjóða leiguna á þrjátíu samningum á Ásbrú. Þar sem þrjátíu fjölskyldum er sagt upp leigunni til að koma fyrir útlendingum. Þessum einstaklingi er boðið helmingi minna húsnæði á 140 þúsund krónum á mánuði þar sem er aðgangur að salerni og sameiginlegu eldhúsi. Erlendir byggingaverktakar sem vinna á höfuðborgarsvæðinu, í Suðurnesbæ og Reykjanesbæ, þeim hefur verið sagt upp blokkinni sem þeir búa í vegna þess að Vinnumálastofnun er búin að yfirbjóða leiguna. Hér í þessum stól er reglulega talað um að það eigi að koma á leiguþaki í hér þessu landi. Mér hefur stundum dottið í hug að jafnvel styðja þá tillögu. En þegar ríkið er farið að ganga fram með þessum hætti þá nær það ekki nokkurri átt. Það er þannig suður frá, að ef það losnar íbúð þá eru tugir fjölskyldna sem eru að reyna að fá íbúðir sem hefur þau áhrif að það er alveg sama hvað kompur eru í boði, að leiguverðið fer upp úr öllu valdi. Það ræður enginn orðið við að leigja hús á Suðurnesjum. Og það er ríkið sem gengur þar á undan. Virðulegur forseti, er ekki mál að linni í því máli,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni. Alþingi Hælisleitendur Reykjanesbær Suðurnesjabær Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þetta sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp málið undir liðnum Störfum þingsins á Alþingi. Þingmaðurinn sagði aukinn fjölda hælisleitenda kalla á mikinn íbúðakost. „Nú er svo komið að leigusalar á Suðurnesjum eru hættir að endurnýja leigusamninga, eins og þennan hérna, við íbúa sem hafa verið á leigumarkaði í yfir fimmtán ár, eins og þessi einstaklingur sem á þennan samning,“ sagði Ásmundur og flaggaði plaggi í pontu. „Hann fær ekki framlengingu á leigusamningnum sínum vegna þess að ríkið er búið að yfirborga leiguna. Það er búið að yfirbjóða leiguna á þrjátíu samningum á Ásbrú. Þar sem þrjátíu fjölskyldum er sagt upp leigunni til að koma fyrir útlendingum. Þessum einstaklingi er boðið helmingi minna húsnæði á 140 þúsund krónum á mánuði þar sem er aðgangur að salerni og sameiginlegu eldhúsi. Erlendir byggingaverktakar sem vinna á höfuðborgarsvæðinu, í Suðurnesbæ og Reykjanesbæ, þeim hefur verið sagt upp blokkinni sem þeir búa í vegna þess að Vinnumálastofnun er búin að yfirbjóða leiguna. Hér í þessum stól er reglulega talað um að það eigi að koma á leiguþaki í hér þessu landi. Mér hefur stundum dottið í hug að jafnvel styðja þá tillögu. En þegar ríkið er farið að ganga fram með þessum hætti þá nær það ekki nokkurri átt. Það er þannig suður frá, að ef það losnar íbúð þá eru tugir fjölskyldna sem eru að reyna að fá íbúðir sem hefur þau áhrif að það er alveg sama hvað kompur eru í boði, að leiguverðið fer upp úr öllu valdi. Það ræður enginn orðið við að leigja hús á Suðurnesjum. Og það er ríkið sem gengur þar á undan. Virðulegur forseti, er ekki mál að linni í því máli,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni.
Alþingi Hælisleitendur Reykjanesbær Suðurnesjabær Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira