Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2023 14:55 Þingflokksformenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra á Alþingi. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins, Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem gengnir embætti þingflokksformanns Samfylkingarinnar í fjarveru Loga Einarssonar sem staddur með utanríkismálanefnd í Washington og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata lögðu tillöguna fram rétt fyrir þingfund sem er á dagskrá klukkan þrjú. Miklar umræður voru á Alþingi í gær eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis gerði grein fyrir minnisblaði frá skrifstofu Alþingis um vægi þingskaparlaga gagnvart öðrum lögum.Þórunn sagði minnisblaðið staðfesta að enginn, hvorki dómsmálaráðherra né aðrir, væri undanþegin því að afhenda Alþingi gögn vegna lagasetningar væri þess óskað. Óskað var eftir áliti skrifstofu Alþingis vegna deilna þingmanna og allsherjar- og menntamálanefndar við dómsmálaráðherra í tengslum við afhendingu gagna frá Útlendingastofnun um umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Þórunn og fleiri þingmenn sögðu í gær að Jón Gunnarsson hefði viðurkennt opinberlega að hafa sagt Útlendingastofnun að afhenda Alþingi ekki gögnin og þar með brotið þingskaparlög samkvæmt minnisblaðinu. Upphófust mjög heitar umræður um málið undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir engar skattalagabreytingar sem bitna á launafólki verða gerðar.Stöð 2/Arnar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra varði gjörðir dómsmálaráðherra og sagði málið ekki snúast um þetta. Vegna mikillar fjölgunar umsókna hefði Útlendingastofnun einfaldlega ekki undan við að skoða þær. Í umræðunum sagði dómsmálaráðherra nauðsynlegt að skoða möguleg tengsl nefndarfólks við það fólk sem hefði verið veittur ríkisborgararéttur. „Var mögulegt að einhverjir hefðu komið að borðinu áður með atvinnu eða vinnu við að sinna þeim hælisleitendum sem voru að fá veitingu á ríkisborgararétti. Hafa mönnum borist einhver sérstakur þakklætisvottur fyrir að veita ríkisborgararétt," spurði dómsmálaráðherra í gær og uppskar frammíköll frá hneyksluðum þingmönnum. Helga Vala Helgadóttir þingmaður var ein þeirra þingmanna sem bar af sér sakir á Alþingi í gær eftir ummæli dómsmálaráðherra um meint tengsl þingmanna við umsækjendur um ríkisborgararétt.Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar undraðist að forseti léti það viðgangast að dómsmálaráðherra kæmi fram með atvinnuróg og dylgjur um þingmenn. „Endurtekur slúðrið og lygina eins langt og það nær og eins lengi og hann getur í þeirri von að kjósendur trúi því. Lægra er ekki hægt að leggjast hér á hinum háa Alþingi hæstvirtur forseti. Og forseti lætur það viðgangast að hæstvirtur dómsmálaráðherra rægi þingmenn úr ræðustól Alþingis," sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir. Eftir lok umræðunnar baðst Jón hálfpartinn afsökunar á þessum ummælum sínum á Facebook síðu sinni síðdegis í gær. Vantrauststillögur á ráðherra ber að taka fyrir eins fljótt og auðið er og má því reikna með að umræður um tillöguna fari fram á Alþingi fyrir helgi. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Finnst réttast að dómsmálaráðherra stígi til hliðar Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar. 29. mars 2023 12:10 „Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins, Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem gengnir embætti þingflokksformanns Samfylkingarinnar í fjarveru Loga Einarssonar sem staddur með utanríkismálanefnd í Washington og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata lögðu tillöguna fram rétt fyrir þingfund sem er á dagskrá klukkan þrjú. Miklar umræður voru á Alþingi í gær eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis gerði grein fyrir minnisblaði frá skrifstofu Alþingis um vægi þingskaparlaga gagnvart öðrum lögum.Þórunn sagði minnisblaðið staðfesta að enginn, hvorki dómsmálaráðherra né aðrir, væri undanþegin því að afhenda Alþingi gögn vegna lagasetningar væri þess óskað. Óskað var eftir áliti skrifstofu Alþingis vegna deilna þingmanna og allsherjar- og menntamálanefndar við dómsmálaráðherra í tengslum við afhendingu gagna frá Útlendingastofnun um umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Þórunn og fleiri þingmenn sögðu í gær að Jón Gunnarsson hefði viðurkennt opinberlega að hafa sagt Útlendingastofnun að afhenda Alþingi ekki gögnin og þar með brotið þingskaparlög samkvæmt minnisblaðinu. Upphófust mjög heitar umræður um málið undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir engar skattalagabreytingar sem bitna á launafólki verða gerðar.Stöð 2/Arnar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra varði gjörðir dómsmálaráðherra og sagði málið ekki snúast um þetta. Vegna mikillar fjölgunar umsókna hefði Útlendingastofnun einfaldlega ekki undan við að skoða þær. Í umræðunum sagði dómsmálaráðherra nauðsynlegt að skoða möguleg tengsl nefndarfólks við það fólk sem hefði verið veittur ríkisborgararéttur. „Var mögulegt að einhverjir hefðu komið að borðinu áður með atvinnu eða vinnu við að sinna þeim hælisleitendum sem voru að fá veitingu á ríkisborgararétti. Hafa mönnum borist einhver sérstakur þakklætisvottur fyrir að veita ríkisborgararétt," spurði dómsmálaráðherra í gær og uppskar frammíköll frá hneyksluðum þingmönnum. Helga Vala Helgadóttir þingmaður var ein þeirra þingmanna sem bar af sér sakir á Alþingi í gær eftir ummæli dómsmálaráðherra um meint tengsl þingmanna við umsækjendur um ríkisborgararétt.Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar undraðist að forseti léti það viðgangast að dómsmálaráðherra kæmi fram með atvinnuróg og dylgjur um þingmenn. „Endurtekur slúðrið og lygina eins langt og það nær og eins lengi og hann getur í þeirri von að kjósendur trúi því. Lægra er ekki hægt að leggjast hér á hinum háa Alþingi hæstvirtur forseti. Og forseti lætur það viðgangast að hæstvirtur dómsmálaráðherra rægi þingmenn úr ræðustól Alþingis," sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir. Eftir lok umræðunnar baðst Jón hálfpartinn afsökunar á þessum ummælum sínum á Facebook síðu sinni síðdegis í gær. Vantrauststillögur á ráðherra ber að taka fyrir eins fljótt og auðið er og má því reikna með að umræður um tillöguna fari fram á Alþingi fyrir helgi.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Finnst réttast að dómsmálaráðherra stígi til hliðar Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar. 29. mars 2023 12:10 „Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Finnst réttast að dómsmálaráðherra stígi til hliðar Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar. 29. mars 2023 12:10
„Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33
Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30