Í kjólinn fyrir jólin 2028 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. mars 2023 18:31 Orð fjármálaráðherra í gær sýna að hann tekur til sín að markaðurinn hefur misst trúna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum. Það eru auðvitað tíðindi að fjármálaráðherra skuli viðurkenna að ríkisstjórnin hafi misst tiltrú fólks á að hún geti náð verðbólgunni niður. Nýkynnt fjármálaáætlun er því miður ekki líkleg til að snúa stöðunni við. Breiðu strokurnar eftir kynningu á fjármálaáætlun eru að Sjálfstæðisflokkurinn boðar engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða eða skera niður. Útgjaldapólitíkin er að mestu hin sama og enn eru útgjöld langt umfram tekjur. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka svimandi háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa við að ná niður verðbólgu. Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Of lítið og of seint Ríkisstjórnin talar núna um að hún sé að senda skýr skilaboð og að markmiðin séu að ná niður verðbólgu. Það er í sjálfu sér gott fyrsta skref. Ríkisstjórnin skilgreinir verðbólgu sem versta óvininn en planið til að berjast gegn óvininum er á samt fyrst á dagskrá 2024-2028. Ríkisstjórnin ætlar t.d. þá að skoða breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem muni kannski skila hærri veiðileyfagjöldum árið 2025. Þetta gerir ekkert til að ná niður verðbólgu í dag. Einhverjar pælingar um veiðigjöld eftir 2 ár hjálpa ekki ungu fólki á húsnæðismarkaði núna með háa vexti á fasteignalánunum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er dálítið eins og fyrirheit um geggjað æfingaprógram sem byrjar 2024-2028. Og skilar þjóðinni í kjólinn fyrir jólin 2028. En markmið án aðgerða skila auðvitað engum árangri. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur segir fjármálaáætlunina ekki geyma neinar raunverulegar aðgerðir til að sporna gegn verðbólgu. Það sé einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur verið að tala um einhverjar mögulegar breytingar í framtíðinni. Frumjöfnuðurinn samt í toppstandi Þegar fjármálaáætlunin er lesin verður skiljanlegt hvers vegna seðlabankastjóri talaði ekkert um ríkisfjármálin á síðasta blaðamannafundi þegar hann boðaði tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Rétt eins og markaðurinn hefur hann misst trú á að fjármálaráðherra geti sinnt sínu hlutverki og stutt Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna. Heimilin og fyrirtækin geta því búist við þrettándu vaxtahækkuninni því í fjármálaáætlun eru einfaldlega ekki þær aðgerðir sem þarf til að kæla hagkerfið. Og að auki fá öll fyrirtæki á sig skattahækkun. Þrátt fyrir öll varnaðarorð heimsins valdi fjármálaráðherra að skila fjárlögum fyrir þetta ár með 120 milljarða halla. Þar var tækifæri til búa í haginn en önnur leið var hins vegar farin og verðbólga þess í stað keyrð upp enn meira. Á sama tíma talar fjármálaráðherra um góða stöðu ríkissjóðs og að frumjöfnuður sé að batna. Það er svolítið eins og að segja að afkoman á heimilinu sé góð áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem máli skiptir. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Í nokkur ár til viðbótar verður ríkið rekið á yfirdrætti. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla að koma þeim til aðstoðar sem verst eru settir sem er bæði jákvætt og mikilvægt. Afleiðingarnar fyrir millistéttina verða hins vegar að hún á áfram að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu því Sjálfstæðisflokkurinn neitar að láta segjast og heldur áfram að þenja ríkið út. Og hækkar nú líka skatta. Millistéttin tekur reikninginn Hér er fram komin áætlun sem þarf að lesa út frá því sem ekki kemur fram: Hvar eru markmiðin um að greiða niður skuldir? Hvar eru markmiðin um að lækka viðskiptahalla? Svör við þessum spurningum eru svörin sem geta hjálpað fjármálaráðherra að endurheimta trú fólks á að hann geti náð verðbólgunni niður. Þangað til þessi svör liggja fyrir mun millistéttin og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka reikninginn og búa við verðbólgu og háa vexti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Efnahagsmál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Orð fjármálaráðherra í gær sýna að hann tekur til sín að markaðurinn hefur misst trúna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum. Það eru auðvitað tíðindi að fjármálaráðherra skuli viðurkenna að ríkisstjórnin hafi misst tiltrú fólks á að hún geti náð verðbólgunni niður. Nýkynnt fjármálaáætlun er því miður ekki líkleg til að snúa stöðunni við. Breiðu strokurnar eftir kynningu á fjármálaáætlun eru að Sjálfstæðisflokkurinn boðar engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða eða skera niður. Útgjaldapólitíkin er að mestu hin sama og enn eru útgjöld langt umfram tekjur. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka svimandi háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa við að ná niður verðbólgu. Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Of lítið og of seint Ríkisstjórnin talar núna um að hún sé að senda skýr skilaboð og að markmiðin séu að ná niður verðbólgu. Það er í sjálfu sér gott fyrsta skref. Ríkisstjórnin skilgreinir verðbólgu sem versta óvininn en planið til að berjast gegn óvininum er á samt fyrst á dagskrá 2024-2028. Ríkisstjórnin ætlar t.d. þá að skoða breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem muni kannski skila hærri veiðileyfagjöldum árið 2025. Þetta gerir ekkert til að ná niður verðbólgu í dag. Einhverjar pælingar um veiðigjöld eftir 2 ár hjálpa ekki ungu fólki á húsnæðismarkaði núna með háa vexti á fasteignalánunum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er dálítið eins og fyrirheit um geggjað æfingaprógram sem byrjar 2024-2028. Og skilar þjóðinni í kjólinn fyrir jólin 2028. En markmið án aðgerða skila auðvitað engum árangri. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur segir fjármálaáætlunina ekki geyma neinar raunverulegar aðgerðir til að sporna gegn verðbólgu. Það sé einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur verið að tala um einhverjar mögulegar breytingar í framtíðinni. Frumjöfnuðurinn samt í toppstandi Þegar fjármálaáætlunin er lesin verður skiljanlegt hvers vegna seðlabankastjóri talaði ekkert um ríkisfjármálin á síðasta blaðamannafundi þegar hann boðaði tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Rétt eins og markaðurinn hefur hann misst trú á að fjármálaráðherra geti sinnt sínu hlutverki og stutt Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna. Heimilin og fyrirtækin geta því búist við þrettándu vaxtahækkuninni því í fjármálaáætlun eru einfaldlega ekki þær aðgerðir sem þarf til að kæla hagkerfið. Og að auki fá öll fyrirtæki á sig skattahækkun. Þrátt fyrir öll varnaðarorð heimsins valdi fjármálaráðherra að skila fjárlögum fyrir þetta ár með 120 milljarða halla. Þar var tækifæri til búa í haginn en önnur leið var hins vegar farin og verðbólga þess í stað keyrð upp enn meira. Á sama tíma talar fjármálaráðherra um góða stöðu ríkissjóðs og að frumjöfnuður sé að batna. Það er svolítið eins og að segja að afkoman á heimilinu sé góð áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem máli skiptir. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Í nokkur ár til viðbótar verður ríkið rekið á yfirdrætti. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla að koma þeim til aðstoðar sem verst eru settir sem er bæði jákvætt og mikilvægt. Afleiðingarnar fyrir millistéttina verða hins vegar að hún á áfram að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu því Sjálfstæðisflokkurinn neitar að láta segjast og heldur áfram að þenja ríkið út. Og hækkar nú líka skatta. Millistéttin tekur reikninginn Hér er fram komin áætlun sem þarf að lesa út frá því sem ekki kemur fram: Hvar eru markmiðin um að greiða niður skuldir? Hvar eru markmiðin um að lækka viðskiptahalla? Svör við þessum spurningum eru svörin sem geta hjálpað fjármálaráðherra að endurheimta trú fólks á að hann geti náð verðbólgunni niður. Þangað til þessi svör liggja fyrir mun millistéttin og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka reikninginn og búa við verðbólgu og háa vexti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun