„Sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. mars 2023 21:52 Mate Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir/Diego „Ég upplifi þetta eins og við séum á kosningavöku, þar sem einhverjar tölur eru að fara að detta inn.“ Sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, þegar hann mætti í viðtal eftir flottan sigur sinna manna gegn Breiðablik nú í kvöld. Lokamínútan í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur var í gangi en sigur Njarðvíkur tryggði Haukum þriðja sætið í deildinni. „Það skiptir engu máli hvort liðið við fáum. Þau eru bæði helvíti góð. Menn vilja samt spara sér bensínpeninginn og sleppa því að fara á Krókinn. “ Um leið og Máté lætur þessi orð falla klárast leikur Keflavíkur og Njarðvíkur og ljóst er að Haukar mæta Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni. Hvernig líst Máté á að fá Þór Þorlákshöfn? „Það er bara staðfest að við séum í þriðja sæti. Þeir eru mjög heitir en hins vegar töpuðu þeir fyrir okkur með tíu stigum á heimavelli. Ég er mjög spenntur að mæta heitum Þórsurum. Þeir eru með sérstakt lið. Þeir eru með Ameríkana sem gerir mjög mikið. Við erum með hörku varnarmenn þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. “ Þegar Máté er spurður um leikinn hér í kvöld er ljóst að honum er mjög létt. „Ég er bara ánægður að þetta sé búið. Þessir tveir síðustu leikir hafa í raun verið svolítið steiktir. Mér finnst mannskapurinn einhvern veginn einbeittari að því að halda sér heilum, meiðast ekki og bíða eftir úrslitakeppninni í staðinn fyrir að gera hlutina almennilega. Bæði hér og í Grindavík.“ Frammistaða Hauka í vetur kemur eftilvill mörgum á óvart, nýliðarnir lenda í þriðja sæti. Var þetta eitthvað sem þjálfarinn sá fyrir. „Við endum í þriðja sæti. Þetta er under promised og over delivered. Við sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu.“ Breki Gylfason var ekkert með Haukum í dag. Hver er staðan á honum og hópnum svona rétt fyrir úrslitakeppnina? „Staðan á hópnum er bara góð. Breki sat úti í dag svo hann verður 110 prósent í næstu viku. Aðrir eru vonandi að toppa á réttum tíma.“ Subway-deild karla Haukar Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 105-97 | Veik úrslitakeppnisvon Blika varð að engu Haukar unnu góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-97. Tapið þýðir að veik von Blika um sæti í úrslitakeppninni varð að engu. 30. mars 2023 20:48 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Það skiptir engu máli hvort liðið við fáum. Þau eru bæði helvíti góð. Menn vilja samt spara sér bensínpeninginn og sleppa því að fara á Krókinn. “ Um leið og Máté lætur þessi orð falla klárast leikur Keflavíkur og Njarðvíkur og ljóst er að Haukar mæta Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni. Hvernig líst Máté á að fá Þór Þorlákshöfn? „Það er bara staðfest að við séum í þriðja sæti. Þeir eru mjög heitir en hins vegar töpuðu þeir fyrir okkur með tíu stigum á heimavelli. Ég er mjög spenntur að mæta heitum Þórsurum. Þeir eru með sérstakt lið. Þeir eru með Ameríkana sem gerir mjög mikið. Við erum með hörku varnarmenn þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. “ Þegar Máté er spurður um leikinn hér í kvöld er ljóst að honum er mjög létt. „Ég er bara ánægður að þetta sé búið. Þessir tveir síðustu leikir hafa í raun verið svolítið steiktir. Mér finnst mannskapurinn einhvern veginn einbeittari að því að halda sér heilum, meiðast ekki og bíða eftir úrslitakeppninni í staðinn fyrir að gera hlutina almennilega. Bæði hér og í Grindavík.“ Frammistaða Hauka í vetur kemur eftilvill mörgum á óvart, nýliðarnir lenda í þriðja sæti. Var þetta eitthvað sem þjálfarinn sá fyrir. „Við endum í þriðja sæti. Þetta er under promised og over delivered. Við sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu.“ Breki Gylfason var ekkert með Haukum í dag. Hver er staðan á honum og hópnum svona rétt fyrir úrslitakeppnina? „Staðan á hópnum er bara góð. Breki sat úti í dag svo hann verður 110 prósent í næstu viku. Aðrir eru vonandi að toppa á réttum tíma.“
Subway-deild karla Haukar Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 105-97 | Veik úrslitakeppnisvon Blika varð að engu Haukar unnu góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-97. Tapið þýðir að veik von Blika um sæti í úrslitakeppninni varð að engu. 30. mars 2023 20:48 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Breiðablik 105-97 | Veik úrslitakeppnisvon Blika varð að engu Haukar unnu góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-97. Tapið þýðir að veik von Blika um sæti í úrslitakeppninni varð að engu. 30. mars 2023 20:48