Enski boltinn

Eigendur og yfirmenn í ensku deildinni geta nú fengið rauða spjaldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Manchester United mótmæla eigendum sínum sem er enn Glazers fjölskyldan.
Stuðningsmenn Manchester United mótmæla eigendum sínum sem er enn Glazers fjölskyldan. Getty/Martin Ricket

Enska úrvalsdeildin ætlar að taka mjög hart á öllum brotum á mannréttindum í framtíðinni og þar þurfa hæstráðendur hjá félögum að passa sig.

Erlendum eigendum hefur fjölgað í ensku úrvalsdeildinni undanfarin ár og sumir þeirra koma frá svæðum þar sem mannréttindabrot eru við lýði.

Það gæti þýtt brottvísun úr ensku úrvalsdeildinni sannist slík mannréttindabrot á eigendur eða yfirmenn.

Deildin tilkynnti í gær um nýja reglu sem hjálpar deildinni við að losna við fólk sem gerist sek um mannréttindabrot.

Það mun fara fram reglulegt eftirlit sem á að passa upp á það að eigendur og yfirmenn fari eftir öllum settum reglum. Mannréttindabrot teljast þau brot sem eru brot á Mannréttindasáttmálanum frá 2020.

Sáttmálinn skyldar aðildarríkin til að tryggja öllum einstaklingum á þeirra yfirráðasvæði þau réttindi og frelsi sem eru skilgreind í sáttmálanum og viðaukum við hann, svo sem rétt til lífs og frelsis, til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, friðhelgi einkalífs, og tjáningar-, trú- og félagafrelsi svo dæmi séu tekin.

Samningurinn leggur einnig bann við pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×