Ég heiti 180654 5269 Viðar Eggertsson skrifar 31. mars 2023 16:31 Aldursfordómar byggja á neikvæðum viðhorfum og gildum, sambærilegum og kynþáttafordómar og kynjafordómar, verða til vegna húðlitar og kynferðis. Jafnvel eldra fólk getur haft fordóma gagnvart því að eldast. Það er meðal annars tilkomið vegna þeirrar sjálfsmyndar sem þeir hafa og þess viðhorfs sem þeir telja að aðrir hafa – oft réttilega. Kröfur samfélagsins eru að allir eigi að vera ungir, frískir og falegir. Sérstaklega á þetta við um konur, sem oftar verða fyrir fordómum vegna aldurs en eldri karlmenn. Vegna aldursfordóma eru starfsumsóknir þar sem reynsla, þekking og vitsmunir hinna eldri eru ekki metnir - vegna aldurs. Þetta viðhorf er í sókn! Samkv. tölum vinnumálastofnunar í dag eru 1.485 manns, eldri en fimmtugt sem eru á atvinnuleysisskrá, þar af eru 526 sem hafa verið það núna í ár eða lengur. Það eru mýmörg dæmi að starfsumsóknir fólks sem er orðið fimmtugt, eða eldra, eru hunsaðar um leið og kennitalan ein birtist á fyrstu síðu umsóknar um starf. Það er ekki einu sinni litið á starfsferilskrána - bara kennitöluna. Bara kennitöluna. Kennitalan er einfaldlega „ekki rétt“. Eigum við að tala um íslensku kennitöluna? Það er varla hægt að sanna tilveru sína við afgreiðslu í opinberum stofnunum nema að segja stundarhátt hver kennitala þín er – hvað þú ert gamall. Nafn þitt skiptir engu. Það eru til margar aðferðir við að búa til kennitölur. Sú aðferð sem hefur verið notuð á Íslandi byggir á fæðingardegi og fæðingarári viðkomandi. Það er bara ekkert náttúrulögmál að kennitölukerfið sé byggt upp einsog íslenska kennitöluaðferðin, sem hefur beinlínis stuðlað og elft aldurfordóma, sérstaklega á vinnumarkaði. Er ekki kominn tími til að við horfumst í augu við það? Er ekki kominn tími til að við búum til kennitölukerfi sem styður ekki við aldursfordóma? Það liggur mikill auður í eldra starfsfólki. Látum ekki 10 talna röð verða til þess að hæfu og reynslumiklu fólki sé sópað burt af vinnumarkaði! Vinnum gegn aldursfordómum. Endurskoðum kennitölukerfið! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Samfylkingin Eldri borgarar Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Aldursfordómar byggja á neikvæðum viðhorfum og gildum, sambærilegum og kynþáttafordómar og kynjafordómar, verða til vegna húðlitar og kynferðis. Jafnvel eldra fólk getur haft fordóma gagnvart því að eldast. Það er meðal annars tilkomið vegna þeirrar sjálfsmyndar sem þeir hafa og þess viðhorfs sem þeir telja að aðrir hafa – oft réttilega. Kröfur samfélagsins eru að allir eigi að vera ungir, frískir og falegir. Sérstaklega á þetta við um konur, sem oftar verða fyrir fordómum vegna aldurs en eldri karlmenn. Vegna aldursfordóma eru starfsumsóknir þar sem reynsla, þekking og vitsmunir hinna eldri eru ekki metnir - vegna aldurs. Þetta viðhorf er í sókn! Samkv. tölum vinnumálastofnunar í dag eru 1.485 manns, eldri en fimmtugt sem eru á atvinnuleysisskrá, þar af eru 526 sem hafa verið það núna í ár eða lengur. Það eru mýmörg dæmi að starfsumsóknir fólks sem er orðið fimmtugt, eða eldra, eru hunsaðar um leið og kennitalan ein birtist á fyrstu síðu umsóknar um starf. Það er ekki einu sinni litið á starfsferilskrána - bara kennitöluna. Bara kennitöluna. Kennitalan er einfaldlega „ekki rétt“. Eigum við að tala um íslensku kennitöluna? Það er varla hægt að sanna tilveru sína við afgreiðslu í opinberum stofnunum nema að segja stundarhátt hver kennitala þín er – hvað þú ert gamall. Nafn þitt skiptir engu. Það eru til margar aðferðir við að búa til kennitölur. Sú aðferð sem hefur verið notuð á Íslandi byggir á fæðingardegi og fæðingarári viðkomandi. Það er bara ekkert náttúrulögmál að kennitölukerfið sé byggt upp einsog íslenska kennitöluaðferðin, sem hefur beinlínis stuðlað og elft aldurfordóma, sérstaklega á vinnumarkaði. Er ekki kominn tími til að við horfumst í augu við það? Er ekki kominn tími til að við búum til kennitölukerfi sem styður ekki við aldursfordóma? Það liggur mikill auður í eldra starfsfólki. Látum ekki 10 talna röð verða til þess að hæfu og reynslumiklu fólki sé sópað burt af vinnumarkaði! Vinnum gegn aldursfordómum. Endurskoðum kennitölukerfið! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar