Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 19:07 Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. Kristján var í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði það sem hann sagði frá því að hann væri að glíma við kulnun í starfi. Í kjölfarið sagði hann frá því að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta, en Kristján er leikmaður franska liðsins PAUC. Björgvin Páll var þessi umræddi leikmaður Vals sem sendi skilaboðin. Fyrr í dag greindi Vísir svo frá því að Kristján hafi birt skilaboðin sem hann fékk send frá liðsfélaga sínum í íslenska landsliðinu. Þar segir Björgvin meðal annars að viðtalið sem Kristján fór í hafi verið til skammar og að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun sé vanvirðing við alla þá sem hafi lent í slíku. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál“ Björgvin birti svo sjálfur færslu á Facebook-síðu sinni í kjölfar birtingar Kristjáns og segir að liðsfélagi sinn hjá landsliðinu hafi aðeins birt hluta þess sem þeirra fór á milli. Hann segir að persónulegir hlutir sem þessir, sem hann hafi talið að væru á milli liðsfélaga, ættu ekki að vera leystir í fjölmiðlum og að hann voni að nú séu fjölmiðlar landsins búnir að setja punkt aftan við málið. „Fyrst að Kristján Örn fór þá leið að birta einungis hluta af okkar spjalli á Facebook síðu sinni þá kemur hér það sem uppá vantaði...“ ritar Björgvin á Facebook. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál. Svona persónulegir hlutir, sem ég taldi að væri milli liðsfélaga, eru fyrir mér ekki leystir í fjölmiðlum,“ segir Björgvin og birtir svo nokkur skjáskot þar sem hann sýnir samskipti sín við Kristján. Viðurkennir að hafa orðað hlutina of harkalega Björgvin birtir myndir af samskiptum þeirra félaga með færslunni máli sínu til stuðnings og þar má sjá hvatningarorð frá landsliðsmarkverðinum til Kristjáns eftir að Kristján greindi frá andlegum veikindum sínum. Björgvin sýnir þó einnig skilaboð þar sem hann biðst afsökunar á skilaboðunum sem hann sendi sem fjallað var um hér á Vísi fyrr í dag. „Ástæðan fyrir því að ég hef alltaf bara rætt beint við þig er til þess að reyna að hjálpa þér. Þú kannski áttar þig ekki á því akkurat núna. Í skilaboðunum sem ég sendi þér var ég of harðorður í þinn garð og þá sérstaklega þar sem ég nota orðið „bíó“. Það var lélegt hjá mér og ég biðst afsökunar á því,“ segir Björgvin í skilaboðum til Kristjáns. „Andleg málefni eru mér mjög náin enda móðir mín og systir reynt fjöldan allan af sjálfsvígum og þess vegna triggeraði þetta mig aðeins og þá sérstaklega þegar forseti félagsins fór að bulla eitthvað eftir leik. Sjálfur er ég á mjög misjöfnum stað andlega og veit ekki hversu mikið þú veist um mína sögu.“ Handbolti Olís-deild karla Valur Franski boltinn Tengdar fréttir Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Kristján var í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði það sem hann sagði frá því að hann væri að glíma við kulnun í starfi. Í kjölfarið sagði hann frá því að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta, en Kristján er leikmaður franska liðsins PAUC. Björgvin Páll var þessi umræddi leikmaður Vals sem sendi skilaboðin. Fyrr í dag greindi Vísir svo frá því að Kristján hafi birt skilaboðin sem hann fékk send frá liðsfélaga sínum í íslenska landsliðinu. Þar segir Björgvin meðal annars að viðtalið sem Kristján fór í hafi verið til skammar og að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun sé vanvirðing við alla þá sem hafi lent í slíku. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál“ Björgvin birti svo sjálfur færslu á Facebook-síðu sinni í kjölfar birtingar Kristjáns og segir að liðsfélagi sinn hjá landsliðinu hafi aðeins birt hluta þess sem þeirra fór á milli. Hann segir að persónulegir hlutir sem þessir, sem hann hafi talið að væru á milli liðsfélaga, ættu ekki að vera leystir í fjölmiðlum og að hann voni að nú séu fjölmiðlar landsins búnir að setja punkt aftan við málið. „Fyrst að Kristján Örn fór þá leið að birta einungis hluta af okkar spjalli á Facebook síðu sinni þá kemur hér það sem uppá vantaði...“ ritar Björgvin á Facebook. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál. Svona persónulegir hlutir, sem ég taldi að væri milli liðsfélaga, eru fyrir mér ekki leystir í fjölmiðlum,“ segir Björgvin og birtir svo nokkur skjáskot þar sem hann sýnir samskipti sín við Kristján. Viðurkennir að hafa orðað hlutina of harkalega Björgvin birtir myndir af samskiptum þeirra félaga með færslunni máli sínu til stuðnings og þar má sjá hvatningarorð frá landsliðsmarkverðinum til Kristjáns eftir að Kristján greindi frá andlegum veikindum sínum. Björgvin sýnir þó einnig skilaboð þar sem hann biðst afsökunar á skilaboðunum sem hann sendi sem fjallað var um hér á Vísi fyrr í dag. „Ástæðan fyrir því að ég hef alltaf bara rætt beint við þig er til þess að reyna að hjálpa þér. Þú kannski áttar þig ekki á því akkurat núna. Í skilaboðunum sem ég sendi þér var ég of harðorður í þinn garð og þá sérstaklega þar sem ég nota orðið „bíó“. Það var lélegt hjá mér og ég biðst afsökunar á því,“ segir Björgvin í skilaboðum til Kristjáns. „Andleg málefni eru mér mjög náin enda móðir mín og systir reynt fjöldan allan af sjálfsvígum og þess vegna triggeraði þetta mig aðeins og þá sérstaklega þegar forseti félagsins fór að bulla eitthvað eftir leik. Sjálfur er ég á mjög misjöfnum stað andlega og veit ekki hversu mikið þú veist um mína sögu.“
Handbolti Olís-deild karla Valur Franski boltinn Tengdar fréttir Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26
Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00
Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00