Barcelona hafi rætt við Messi um endurkomu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 23:30 Það var tilfinningaþrungin stund þegar Messi tilkynnti um brottför sína frá Barcelona. Adria Puig/Anadolu Agency via Getty Images Rafael Yuste, varaforseti spænska stórveldisins Barcelona, segir að félagið hafi verið í sambandi við Lionel Messi um mögulega endurkomu leikmannsins til félagsins. Messi er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar og í augum stuðningsmanna Barcelona er Argentínumaðurinn í guðatölu. Hann hóf ferilinn hjá félaginu og er langmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi með 672 mörk í 778 leikjum fyrir félagið. Þessi 35 ára gamli leikmaður yfirgaf Barcelona árið 2021 vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hann hafði þá tekið á sig launalækkun, en félagið þurfti þó að ná að losa leikmenn undan samningi til að halda Messi innan raða félagsins. Hann gekk í raðir Paris Saint-Germain sumarið 2021 og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Sá samningur rennur út í sumar, en einhverjir telja þó að Messi vilji vera áfram í herbúðum franska liðsins. "I would love for him to return. We're in contact."Barcelona vice president Rafael Yuste says the club are “in contact” with Lionel Messi’s camp over a potential return. #FCB pic.twitter.com/OMjSEwqip2— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 31, 2023 „Leo og fjölskylda hans vita hversu mikils hann er metinn innan félagsins,“ sagði Yuste í vikunni. „Ég hef tekið þátt í samningaviðræðum sem hafa því miður ekki skilað ákveðnum árangri. Það hefur alltaf pirrað mig að Leo hafi ekki getað haldið áfram hjá félaginu.“ „Messi veit hversu mikils hann er metinn hérna. Ég myndi elska það að fá hann aftur. Við höfum að sjálfsögðu haft samband,“ bætti Yuste við. Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Messi er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar og í augum stuðningsmanna Barcelona er Argentínumaðurinn í guðatölu. Hann hóf ferilinn hjá félaginu og er langmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi með 672 mörk í 778 leikjum fyrir félagið. Þessi 35 ára gamli leikmaður yfirgaf Barcelona árið 2021 vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hann hafði þá tekið á sig launalækkun, en félagið þurfti þó að ná að losa leikmenn undan samningi til að halda Messi innan raða félagsins. Hann gekk í raðir Paris Saint-Germain sumarið 2021 og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Sá samningur rennur út í sumar, en einhverjir telja þó að Messi vilji vera áfram í herbúðum franska liðsins. "I would love for him to return. We're in contact."Barcelona vice president Rafael Yuste says the club are “in contact” with Lionel Messi’s camp over a potential return. #FCB pic.twitter.com/OMjSEwqip2— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 31, 2023 „Leo og fjölskylda hans vita hversu mikils hann er metinn innan félagsins,“ sagði Yuste í vikunni. „Ég hef tekið þátt í samningaviðræðum sem hafa því miður ekki skilað ákveðnum árangri. Það hefur alltaf pirrað mig að Leo hafi ekki getað haldið áfram hjá félaginu.“ „Messi veit hversu mikils hann er metinn hérna. Ég myndi elska það að fá hann aftur. Við höfum að sjálfsögðu haft samband,“ bætti Yuste við.
Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira