Breytingar Landsbankans taka gildi strax í dag. Í tilkynningu frá bankanum segir að vaxtabreytingarnar taki mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
Lántakar finna væntanlega fyrir breytingum á útlánavöxtum en eins og fyrr segir standa breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum í níu prósentum. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,25 prósentustig og kjörvextir á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum hækka um eitt prósentustig.
Breytingarnar eru eftirfarandi:
Innlánavextir
- Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 1,0 prósentustig.
-
Viðskiptavinir fá 7,00% vexti þegar þeir spara í appinu.
-
Vextir á óverðtryggðum Fasteignagrunni verða 7,65%.
-
Vextir á Kjörbók hækka um 1,00 prósentustig.
-
Vextir almennra veltureikninga fyrirtækja hækka um 0,75 prósentustig.
-
Vextir á verðtryggðum sparireikningum hækka um 0,25 prósentustig.
Útlánavextir
- Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 1,00 prósentustig og verða 9,00%.
- Breytilegir vextir verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,25 prósentustig.
- Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða hækka um 0,50 prósentustig og fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
- Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
- Kjörvextir á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum hækka um 1,00 prósentustig.
- Verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,25 prósentustig.
Arion banki breytti vöxtum einnig í vikunni. Óverðtryggðir fastir þriggja ára íbúðavextir haldast í 9,2 prósentum en óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um eitt prósentustig og verða 9,34 prósent. Yfirdráttavextir og vextir greiðsludreifinga hækka um eitt prósentustig.