Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2023 15:51 Björgvin Páll Gústavsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. Björgvin skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína fyrr í dag þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Færsla Björgvins kemur í kjölfar þess að Kristján Örn birti skilaboð sem hann fékk send frá markverðinum fyrir viðureign Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta. Björgvin birti svo sjálfur skjáskot af skilaboðasendingum þeirra á milli þar sem hann sýnir öll samskiptin þeirra á milli. Í færslunni sem Björgvin birtir í dag þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni um að draga sig úr næsta landsliðsverkefni segir hann að ákvörðunin sé tekin til að auðvelda Handknattleikssambandinu það verkefni að velja á milli tveggja leikmanna. Hann segir einnig að hann sjái ekki fyrir sér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin utan fjölmiðla. „Þar sem að mál okkar Kristjáns hefur verið sent inn til EHF (af PAUC) þá vil ég loka þessu öllu saman frá mínum bæjardyrum,“ segir Björgvin. „Í fyrsta lagi þá finnst mér gjörsamlega galið að þetta mál hafi farið svona langt og hefði ég kosið að leysa þetta með símtali eða hitting, en það var ekki ósk Kristjáns.“ „Ég tel að það sé ekki góður staður að vera á þegar leikmenn ákveða að brjóta öll lögmál þess að vera liðsmaður og hvað þá landsliðsmaður og birta persónuleg skilaboð sem hugsuð eru til þess að hjálpa liðsfélaga í vanda. Það var í það minnsta tilgangur minn með þessum skilaboðum og svo geta menn haft sínar skoðanir á því öllu saman með því að skoða samskiptin sem hafa farið okkar á milli,“ segir Björgvin og bætir við að hann viðurkenni að hann hafi gengið of hart að Kristjáni í samskiptum sínum við hann. „Ég játa það fúslega að hafa verið of harðorður og hef ég reynt að biðjast afsökunar á því. Ég er þannig gerður að ég tala frekar við fólk en um fólk og set hlutina því frá mér umbúðalaust þegar ég er að tala eða skrifast á við fólk sem ég tel vini, samstarfsfélaga eða liðsfélaga, eins og í þessu máli. Þar sem að Kristján hefur ekki sýnt neinn vilja á að tækla þetta mál utan fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá setur það HSÍ og landsliðið líklega í smá vandræði þar sem að það styttist óðfluga í næsta landsliðsverkefni.“ „Til þess að auðvelda handknattleikssambandinu það verkefni þá hef ég ákveðið að gefa ekki kosta á mér í næsta landsliðsverkefni og hef ég greint landsliðsþjálfurunum frá þeirri ákvörðun minni (að því gefnu að það hefði átt að velja mig í landsliðið á annað borð). Sú ákvörðun er tekinn vegna þess að ég sé ekki fyrir mér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin og clear-a þessa hluti og finnst ósanngjarnt að setja HSÍ eða þjálfara landsliðsins í þá stöðu að þurfa að velja á milli leikmanna (að því gefnu að þeir hafi hug á því að velja Kristján í landsliðið).“ Björgvin segir einnig að hann sé tilbúinn að taka því opnum örmum að hitta Kristján og ræða málin, en það muni hins vegar ekki hagga ákvörðun hans um að draga sig úr landsliðshópnum. „Ef að svo ólíklega vill til að Kristján sé tilbúinn að ræða málin þá tek ég því samtali auðvitað opnum örmum. Það mun samt ekki hagga ákvörðun minni gagnvart næsta verkefni landsliðsins vegna þess að ég vil að öll athyglin í leikjunum okkar gegn Ísrael og Eistlandi sé á handboltanum, liðið á það skilið,“ segir Björgvin, en færsluna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07 Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira
Björgvin skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína fyrr í dag þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Færsla Björgvins kemur í kjölfar þess að Kristján Örn birti skilaboð sem hann fékk send frá markverðinum fyrir viðureign Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta. Björgvin birti svo sjálfur skjáskot af skilaboðasendingum þeirra á milli þar sem hann sýnir öll samskiptin þeirra á milli. Í færslunni sem Björgvin birtir í dag þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni um að draga sig úr næsta landsliðsverkefni segir hann að ákvörðunin sé tekin til að auðvelda Handknattleikssambandinu það verkefni að velja á milli tveggja leikmanna. Hann segir einnig að hann sjái ekki fyrir sér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin utan fjölmiðla. „Þar sem að mál okkar Kristjáns hefur verið sent inn til EHF (af PAUC) þá vil ég loka þessu öllu saman frá mínum bæjardyrum,“ segir Björgvin. „Í fyrsta lagi þá finnst mér gjörsamlega galið að þetta mál hafi farið svona langt og hefði ég kosið að leysa þetta með símtali eða hitting, en það var ekki ósk Kristjáns.“ „Ég tel að það sé ekki góður staður að vera á þegar leikmenn ákveða að brjóta öll lögmál þess að vera liðsmaður og hvað þá landsliðsmaður og birta persónuleg skilaboð sem hugsuð eru til þess að hjálpa liðsfélaga í vanda. Það var í það minnsta tilgangur minn með þessum skilaboðum og svo geta menn haft sínar skoðanir á því öllu saman með því að skoða samskiptin sem hafa farið okkar á milli,“ segir Björgvin og bætir við að hann viðurkenni að hann hafi gengið of hart að Kristjáni í samskiptum sínum við hann. „Ég játa það fúslega að hafa verið of harðorður og hef ég reynt að biðjast afsökunar á því. Ég er þannig gerður að ég tala frekar við fólk en um fólk og set hlutina því frá mér umbúðalaust þegar ég er að tala eða skrifast á við fólk sem ég tel vini, samstarfsfélaga eða liðsfélaga, eins og í þessu máli. Þar sem að Kristján hefur ekki sýnt neinn vilja á að tækla þetta mál utan fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá setur það HSÍ og landsliðið líklega í smá vandræði þar sem að það styttist óðfluga í næsta landsliðsverkefni.“ „Til þess að auðvelda handknattleikssambandinu það verkefni þá hef ég ákveðið að gefa ekki kosta á mér í næsta landsliðsverkefni og hef ég greint landsliðsþjálfurunum frá þeirri ákvörðun minni (að því gefnu að það hefði átt að velja mig í landsliðið á annað borð). Sú ákvörðun er tekinn vegna þess að ég sé ekki fyrir mér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin og clear-a þessa hluti og finnst ósanngjarnt að setja HSÍ eða þjálfara landsliðsins í þá stöðu að þurfa að velja á milli leikmanna (að því gefnu að þeir hafi hug á því að velja Kristján í landsliðið).“ Björgvin segir einnig að hann sé tilbúinn að taka því opnum örmum að hitta Kristján og ræða málin, en það muni hins vegar ekki hagga ákvörðun hans um að draga sig úr landsliðshópnum. „Ef að svo ólíklega vill til að Kristján sé tilbúinn að ræða málin þá tek ég því samtali auðvitað opnum örmum. Það mun samt ekki hagga ákvörðun minni gagnvart næsta verkefni landsliðsins vegna þess að ég vil að öll athyglin í leikjunum okkar gegn Ísrael og Eistlandi sé á handboltanum, liðið á það skilið,“ segir Björgvin, en færsluna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.
Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07 Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira
Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07
Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26
Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00