Sanna viðurkennir ósigur Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 20:59 Sanna Marin hefur lotið í lægra haldi fyrir Petteri Orpo. KIMMO BRANDT/EPA-EFE Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Líklegt er að Sambandsflokkurinn, sem er á hægri væng stjórnmálanna hljóti 48 þingmenn af tvö hundruð. „Við hlutum bestu kosninguna og við munum ganga til viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ hefur Verdens Gang eftir Orpo. Fyrirséð er að ríkisstjórnarmyndun verði nokkuð flókin. Finnska þingið hefur sjaldan verið jafn brotakennt og tíu flokkar með sæti á þingi. Því mun sá flokkur sem ber sigur úr býtum í kvöld þurfa að reiða sig á samstarf við nokkra flokka líkt og síðasta ríkisstjórn. Hana mynduðu fimm flokkar: Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstriflokkurinn, sænski fólksflokkurinn og loks Jafnaðarmannaflokkurinn. Næststærsti flokkurinn á þingi verður að öllum líkindum þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn með 46 þingmenn og sá þriðji Jafnaðarmannaflokkur Marin með 43 þingmenn. Forsætisráðherrann hefur játað ósigur og óskað Orpo til hamingju með sigurinn. „Lýðræðið hefur talað og finnska þjóðin hefur greitt atkvæði,“ sagði Marin í ræðu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. „Við höfum aukið bæði stuðning og fjölda þingsæta. Það er verulega góður árangur. Fögnuður lýðræðisins er alltaf góður hlutur, við höfum ástæðu til þess að vera ánægð með þessa niðurstöðu,“ sagði hún. Hefðin í Finnlandi er sú að stærsti flokkurinn leiði stjórnarmyndunarviðræður og fari með embætti forsætisráðherra. Venjulega eru ríkisstjórnir í Finnlandi myndaðar þvert yfir hinn pólitíska skala en stjórnmálarýnendur ytra hafa spáð því að nú gæti blokkapólitík tekið yfir í Finnlandi. Valið er því Petteris Orpo, hvort hann gangi í samstarf með Finnaflokknum lengst til hægri eða fari yfir miðjuna og semji við Sönnu Marin og Jafnaðarmenn hennar. Hún hefur útilokað samstarf með Finnaflokknum. Finnland Tengdar fréttir Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Líklegt er að Sambandsflokkurinn, sem er á hægri væng stjórnmálanna hljóti 48 þingmenn af tvö hundruð. „Við hlutum bestu kosninguna og við munum ganga til viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ hefur Verdens Gang eftir Orpo. Fyrirséð er að ríkisstjórnarmyndun verði nokkuð flókin. Finnska þingið hefur sjaldan verið jafn brotakennt og tíu flokkar með sæti á þingi. Því mun sá flokkur sem ber sigur úr býtum í kvöld þurfa að reiða sig á samstarf við nokkra flokka líkt og síðasta ríkisstjórn. Hana mynduðu fimm flokkar: Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstriflokkurinn, sænski fólksflokkurinn og loks Jafnaðarmannaflokkurinn. Næststærsti flokkurinn á þingi verður að öllum líkindum þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn með 46 þingmenn og sá þriðji Jafnaðarmannaflokkur Marin með 43 þingmenn. Forsætisráðherrann hefur játað ósigur og óskað Orpo til hamingju með sigurinn. „Lýðræðið hefur talað og finnska þjóðin hefur greitt atkvæði,“ sagði Marin í ræðu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. „Við höfum aukið bæði stuðning og fjölda þingsæta. Það er verulega góður árangur. Fögnuður lýðræðisins er alltaf góður hlutur, við höfum ástæðu til þess að vera ánægð með þessa niðurstöðu,“ sagði hún. Hefðin í Finnlandi er sú að stærsti flokkurinn leiði stjórnarmyndunarviðræður og fari með embætti forsætisráðherra. Venjulega eru ríkisstjórnir í Finnlandi myndaðar þvert yfir hinn pólitíska skala en stjórnmálarýnendur ytra hafa spáð því að nú gæti blokkapólitík tekið yfir í Finnlandi. Valið er því Petteris Orpo, hvort hann gangi í samstarf með Finnaflokknum lengst til hægri eða fari yfir miðjuna og semji við Sönnu Marin og Jafnaðarmenn hennar. Hún hefur útilokað samstarf með Finnaflokknum.
Finnland Tengdar fréttir Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18