„Verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt” Máni Snær Þorláksson skrifar 3. apríl 2023 16:05 Helgi Áss Grétarsson segir pólitíska rétthugsun hafa náð tökum á umhverfinu í íslenskum háskólum. Arnar Halldórsson Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill meina að pólitísk rétthugsun hafi náð tökum á umhverfinu í háskólum landsins. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í máli hans í Podcasti Sölva Tryggvasonar en Helgi er nýjasti gestur hlaðvarpsins. Hann er á því að það sé skrýtin þróun að eiga sér stað í háskólasamfélaginu. „Ákveðinn hópur hefur náð að ákveða hvað má tala um og hvað ekki,“ segir hann. „Oft er komið í veg fyrir að það sé verið að ræða efnisatriði mála og draga þannig úr sköpun. Það má ræða mjög neikvætt um suma málaflokka og sumt fólk, en ef það væri í hina áttina yrði fólk bara grillað á teini. Prinsippið í akademísku umhverfi á að vera frjáls tjáning og frjálst flæði hugmynda. Ég var í stuttu máli farinn að upplifa það að þetta væri alls ekki lengur þannig þegar ég starfaði í háskólunum,“ segir Helgi meðal annars í hlaðvarpinu. Vill standa með eigin sannfæringu Helgi segir að það sé hans reynsla af háskólasamfélaginu sé sú að ef hann gaf eftir sinn karakter þá hafi hann verið að brjóta sjálfan sig niður. Það gangi ekki til lengdar: „Ég varð fyrir reynslu sem kenndi mér að ég vil aldrei aftur láta annað fólk segja mér fyrir hvað ég á að standa eða þegja ef ég veit að það er mikilvægt að tjá sig. Með lífsreynslunni hef ég lært að maður verður stundum að þora að vera hugrakkur og standa með eigin sannfæringu, þó að það kosti að einhverjir verði brjálaðir og segi eitthvað neikvætt um mann.“ Þá segir hann að ef fólk er tilbúið að gefa eftir af sínum karakter til að gera lífið þægilegra þá molni hægt og sígandi undan skapgerðinni. „Maður verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt!” Hugnast ekki að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi Helgi hefur skrifað pistla í gegnum tíðina sem hafa reynst umdeildir. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Einnig hugnast honum ekki sú þróun að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi. „Þegar fólk fer of langt í hóphugsun eru öfgarnar oft stutt undan. Þá vill fólk oft fara mjög langt í dyggðarskreytingum til þess að fá viðurkenningu frá hópnum sem það telur sig tilheyra og hikstar ekki við að kasta öllum eðlilegum viðmiðum í siðuðum samskiptum.“ Þá fullyrðir hann að „öfgasamtök og mestu öfgar mannkynssögunnar“ hafi orðið til í andrúmslofti sem þessu. „Við getum ekki bara hent þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um ef tíðarandinn er þannig að fólk vill fá tímabundnar vinsældir. Hver og einn verður að velja fyrir sig hvaða orrustum er rétt að taka þátt í, en það er mikilvægt að fólk þegi ekki bara og láti háværan hóp stýra allri umræðu.” Óvinsælar ákvarðanir Sem fyrr segir er Helgi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segist vilja standa fyrir það í stjórnmálum að þora að vera hugrakkur. Það felist jafnvel í því að taka óvinsælar ákvarðanir. Það sé mikilvægt að stjórnmálafólk gefi ekki afslátt af sannfæringu sinni. „Til dæmis gengur ekki að reka hið opinbera endalaust á lánum og á óábyrgan hátt. Það þýðir að stjórnmálamenn þurfa stundum að þora að taka óvinsælar ákvarðanir ef þeir vita að það er betra til lengri tíma litið. Ég vil í störfum mínum í stjórnmálum sýna það að fólk geti treyst því að ég standi með sannfæringu minni.” Háskólar Podcast með Sölva Tryggva Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í máli hans í Podcasti Sölva Tryggvasonar en Helgi er nýjasti gestur hlaðvarpsins. Hann er á því að það sé skrýtin þróun að eiga sér stað í háskólasamfélaginu. „Ákveðinn hópur hefur náð að ákveða hvað má tala um og hvað ekki,“ segir hann. „Oft er komið í veg fyrir að það sé verið að ræða efnisatriði mála og draga þannig úr sköpun. Það má ræða mjög neikvætt um suma málaflokka og sumt fólk, en ef það væri í hina áttina yrði fólk bara grillað á teini. Prinsippið í akademísku umhverfi á að vera frjáls tjáning og frjálst flæði hugmynda. Ég var í stuttu máli farinn að upplifa það að þetta væri alls ekki lengur þannig þegar ég starfaði í háskólunum,“ segir Helgi meðal annars í hlaðvarpinu. Vill standa með eigin sannfæringu Helgi segir að það sé hans reynsla af háskólasamfélaginu sé sú að ef hann gaf eftir sinn karakter þá hafi hann verið að brjóta sjálfan sig niður. Það gangi ekki til lengdar: „Ég varð fyrir reynslu sem kenndi mér að ég vil aldrei aftur láta annað fólk segja mér fyrir hvað ég á að standa eða þegja ef ég veit að það er mikilvægt að tjá sig. Með lífsreynslunni hef ég lært að maður verður stundum að þora að vera hugrakkur og standa með eigin sannfæringu, þó að það kosti að einhverjir verði brjálaðir og segi eitthvað neikvætt um mann.“ Þá segir hann að ef fólk er tilbúið að gefa eftir af sínum karakter til að gera lífið þægilegra þá molni hægt og sígandi undan skapgerðinni. „Maður verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt!” Hugnast ekki að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi Helgi hefur skrifað pistla í gegnum tíðina sem hafa reynst umdeildir. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Einnig hugnast honum ekki sú þróun að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi. „Þegar fólk fer of langt í hóphugsun eru öfgarnar oft stutt undan. Þá vill fólk oft fara mjög langt í dyggðarskreytingum til þess að fá viðurkenningu frá hópnum sem það telur sig tilheyra og hikstar ekki við að kasta öllum eðlilegum viðmiðum í siðuðum samskiptum.“ Þá fullyrðir hann að „öfgasamtök og mestu öfgar mannkynssögunnar“ hafi orðið til í andrúmslofti sem þessu. „Við getum ekki bara hent þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um ef tíðarandinn er þannig að fólk vill fá tímabundnar vinsældir. Hver og einn verður að velja fyrir sig hvaða orrustum er rétt að taka þátt í, en það er mikilvægt að fólk þegi ekki bara og láti háværan hóp stýra allri umræðu.” Óvinsælar ákvarðanir Sem fyrr segir er Helgi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segist vilja standa fyrir það í stjórnmálum að þora að vera hugrakkur. Það felist jafnvel í því að taka óvinsælar ákvarðanir. Það sé mikilvægt að stjórnmálafólk gefi ekki afslátt af sannfæringu sinni. „Til dæmis gengur ekki að reka hið opinbera endalaust á lánum og á óábyrgan hátt. Það þýðir að stjórnmálamenn þurfa stundum að þora að taka óvinsælar ákvarðanir ef þeir vita að það er betra til lengri tíma litið. Ég vil í störfum mínum í stjórnmálum sýna það að fólk geti treyst því að ég standi með sannfæringu minni.”
Háskólar Podcast með Sölva Tryggva Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira