Sumarbústaður við Laugarvatn brann til kaldra kola Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. apríl 2023 18:21 Aðstæður voru krefjandi þegar slökkvilið bar að garði. Aðsend Sumarbústaður í landi Snorrastaða við Laugarvatn varð alelda í morgun og er nú gjörónýtur. Engin slys urðu á fólki að sögn slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu en aðstæður á vettvangi voru nokkuð erfiðar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi brunans. Í samtali við Vísi segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu að tilkynning um eld hafi borist frá Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Á þessu svæði er mikil skógrækt og þéttur skógur. Við sendum lið á staðinn frá Laugarvatni og Reykholti, og tankbíl frá Hveragerði og Selfossi. Bústaðurinn var alelda þegar við mættum á vettvang.“ Sumarhúsið var alelda þegar slökkilið mætti á vettvang.Aðsend Rigningin kom á réttum tíma Að sögn Péturs voru aðstæður á vettvangi afar krefjandi, en rignt hafði um nóttina. „Bústaðurinn er ofarlegar í hlíðinni, en vegirnir þar eru mjög slæmir og bera illa svona bíla. Sérstaklega þegar það er svona blautt, þá er þetta raun bara þunnt malarlag ofan á drullu og það veldur því að bílarnir sökkva niður og vegirnir bera ekki tækin sem við erum með.“ Pétur segir það hafa verið forgangsmál að bleyta gróður í kringum bústaðinn þegar það var hægt. Bústaðurinn var byggður árið 1994 og er nú gjörónýtur.Aðsend „Við höfðum mestar áhyggjur af útbreiðslunni og þurftum að einblína á að draga úr líkum á gróðureldi. Þegar það er gróðureldur þá eru miklu fleiri sumarhús í hættu. En síðan fór að rigna, þannig að við þökkum fyrir það.“ Að sögn Péturs var aðgerðum slökkviliðsins lokið um hálf fjögur leytið í dag. Ekki er hægt að segja til um upptök eldsins á þessari stundu. „Við erum með fagmenn og þetta hafðist að lokum. Það voru engin slys á fólki eða manntjón og við fögnum því að sjálfsögðu.“ Pétur bendir á að víða á sumarbústaðasvæðum geti aðstæður verið krefjandi fyrir slökkviliðsmenn. „Það er ágætt að benda fólki á að það getur verið erfitt fyrir okkur að komast á staðinn og það getur valdið því að hjálpin er lengur að berast. Það er mikilvægt að sumarbústaðaeigendur hafi það hugfast að það getur tafið fyrir okkur ef vegir eru slæmir, eða ef trjágróður er fyrir á veginum.“ Ekki er vitað um eldsupptök á þessari stundu.Aðsend Gífurlegt áfall Birgitta Thorsteinson og eiginmaður hennar, Magnús G. Benediktsson byggðu bústaðinn fyrir hartnær þremur áratugum. Í samtali við Vísi segir Birgitta að áfallið sé ólýsanlegt. „Við erum bara eyðilögð. Það er bara eins og heimurinn hafi hrunið. Það eru óteljandi minningar tengdar bústaðnum. Foreldrar mínir byggðu sumarhús í Miðdal árið 1959 og síðan byggjum við hús á okkar landi árið 1994. Það er allt farið.“ Slökkvilið Bláskógabyggð Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu að tilkynning um eld hafi borist frá Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Á þessu svæði er mikil skógrækt og þéttur skógur. Við sendum lið á staðinn frá Laugarvatni og Reykholti, og tankbíl frá Hveragerði og Selfossi. Bústaðurinn var alelda þegar við mættum á vettvang.“ Sumarhúsið var alelda þegar slökkilið mætti á vettvang.Aðsend Rigningin kom á réttum tíma Að sögn Péturs voru aðstæður á vettvangi afar krefjandi, en rignt hafði um nóttina. „Bústaðurinn er ofarlegar í hlíðinni, en vegirnir þar eru mjög slæmir og bera illa svona bíla. Sérstaklega þegar það er svona blautt, þá er þetta raun bara þunnt malarlag ofan á drullu og það veldur því að bílarnir sökkva niður og vegirnir bera ekki tækin sem við erum með.“ Pétur segir það hafa verið forgangsmál að bleyta gróður í kringum bústaðinn þegar það var hægt. Bústaðurinn var byggður árið 1994 og er nú gjörónýtur.Aðsend „Við höfðum mestar áhyggjur af útbreiðslunni og þurftum að einblína á að draga úr líkum á gróðureldi. Þegar það er gróðureldur þá eru miklu fleiri sumarhús í hættu. En síðan fór að rigna, þannig að við þökkum fyrir það.“ Að sögn Péturs var aðgerðum slökkviliðsins lokið um hálf fjögur leytið í dag. Ekki er hægt að segja til um upptök eldsins á þessari stundu. „Við erum með fagmenn og þetta hafðist að lokum. Það voru engin slys á fólki eða manntjón og við fögnum því að sjálfsögðu.“ Pétur bendir á að víða á sumarbústaðasvæðum geti aðstæður verið krefjandi fyrir slökkviliðsmenn. „Það er ágætt að benda fólki á að það getur verið erfitt fyrir okkur að komast á staðinn og það getur valdið því að hjálpin er lengur að berast. Það er mikilvægt að sumarbústaðaeigendur hafi það hugfast að það getur tafið fyrir okkur ef vegir eru slæmir, eða ef trjágróður er fyrir á veginum.“ Ekki er vitað um eldsupptök á þessari stundu.Aðsend Gífurlegt áfall Birgitta Thorsteinson og eiginmaður hennar, Magnús G. Benediktsson byggðu bústaðinn fyrir hartnær þremur áratugum. Í samtali við Vísi segir Birgitta að áfallið sé ólýsanlegt. „Við erum bara eyðilögð. Það er bara eins og heimurinn hafi hrunið. Það eru óteljandi minningar tengdar bústaðnum. Foreldrar mínir byggðu sumarhús í Miðdal árið 1959 og síðan byggjum við hús á okkar landi árið 1994. Það er allt farið.“
Slökkvilið Bláskógabyggð Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira