Gísli Eyjólfsson: Maður vill auðvitað alltaf skora Sverrir Mar Smárason skrifar 4. apríl 2023 22:39 Gísli Eyjólfsson glaður með bikarinn í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, var að vonum ánægður með 3-2 sigur síns liðs gegn Víkingum í kvöld eftir að hafa lyft bikarnum fyrir sigur í Meistarakeppni KSÍ. „Geggjað að vinna. Algjör bónus að fá titil, það er eitthvað sem maður er orðinn smá háður núna og vill meira af. Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður og fyrstu tíu í seinni en svo fannst mér við verða bara pínu langt frá mönnum og fórum að bomba boltanum óþarflega mikið upp. Hefðum getað haldið meira í boltann en fínt að klára þetta þrátt fyrir ekki nógu góða spilamennsku í seinni,“ sagði Gísli. Pressan gekk oft vel hjá Breiðablik í leiknum og bjuggu þeir til marga góða möguleika eftir að hafa unnið boltann, sérstaklega fyrsta klukkutímann. Það breyttist svo aðeins við þungavigtar fjórfalda skiptingu hjá Víkingum á 65. mínútu. „Það gæti alveg verið að mennirnir sem komu inn hjá þeim hafi skrúfað þetta svolítið upp hjá þeim. Mér fannst bara að við værum alltaf skrefinu eftir á og að einhver kraftur hafi farið úr okkur í þessari pressu. Við náðum ekki að klukka þá og þeir gera virkilega vel. Fínn karaktersigur að ná að halda þetta út og ná að klára leikinn þrátt fyrir að við höfum ekki verið að finna okkur í seinni hálfleik,“ sagði Gísli. Gísli skoraði gott mark í dag þegar hann kom Blikum í 1-0 á 14. mínútu leiksins. Hann hefur færst aftar á völlinn undanfarin ár en langar að skora meira á þessu tímabili. Hann kom einnig inn á innkomu Patrik Johannesen í liðið. „Maður vill auðvitað alltaf skora og það er langt síðan ég skoraði síðast. Svo er manni nánast alveg sama svo lengi sem maður vinnur leikinn. Það væri alveg skemmtilegt ef það kæmu aðeins fleiri mörk í sumar.“ „Patrik er búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og er ótrúlega góður í fótbolta. Hann tekur mikið til sín. Góður taktur í honum, hann smellur vel inn í liðið og það er þægilegt að spila með honum. Vonandi heldur þetta áfram í sumar,“ sagði Gísli um markið og Patrik. Blikar mæta grönnum sínum í HK eftir 6 daga í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Gísli býst við hörku leik. „Við ætlum bara að bjóða þá velkomna á Kópavogsvöllinn. Það verður bara virkilega skemmtilegur leikur þar sem við ætlum að taka alla þrjá punktana og byrja þetta almennilega.“ Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
„Geggjað að vinna. Algjör bónus að fá titil, það er eitthvað sem maður er orðinn smá háður núna og vill meira af. Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður og fyrstu tíu í seinni en svo fannst mér við verða bara pínu langt frá mönnum og fórum að bomba boltanum óþarflega mikið upp. Hefðum getað haldið meira í boltann en fínt að klára þetta þrátt fyrir ekki nógu góða spilamennsku í seinni,“ sagði Gísli. Pressan gekk oft vel hjá Breiðablik í leiknum og bjuggu þeir til marga góða möguleika eftir að hafa unnið boltann, sérstaklega fyrsta klukkutímann. Það breyttist svo aðeins við þungavigtar fjórfalda skiptingu hjá Víkingum á 65. mínútu. „Það gæti alveg verið að mennirnir sem komu inn hjá þeim hafi skrúfað þetta svolítið upp hjá þeim. Mér fannst bara að við værum alltaf skrefinu eftir á og að einhver kraftur hafi farið úr okkur í þessari pressu. Við náðum ekki að klukka þá og þeir gera virkilega vel. Fínn karaktersigur að ná að halda þetta út og ná að klára leikinn þrátt fyrir að við höfum ekki verið að finna okkur í seinni hálfleik,“ sagði Gísli. Gísli skoraði gott mark í dag þegar hann kom Blikum í 1-0 á 14. mínútu leiksins. Hann hefur færst aftar á völlinn undanfarin ár en langar að skora meira á þessu tímabili. Hann kom einnig inn á innkomu Patrik Johannesen í liðið. „Maður vill auðvitað alltaf skora og það er langt síðan ég skoraði síðast. Svo er manni nánast alveg sama svo lengi sem maður vinnur leikinn. Það væri alveg skemmtilegt ef það kæmu aðeins fleiri mörk í sumar.“ „Patrik er búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og er ótrúlega góður í fótbolta. Hann tekur mikið til sín. Góður taktur í honum, hann smellur vel inn í liðið og það er þægilegt að spila með honum. Vonandi heldur þetta áfram í sumar,“ sagði Gísli um markið og Patrik. Blikar mæta grönnum sínum í HK eftir 6 daga í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Gísli býst við hörku leik. „Við ætlum bara að bjóða þá velkomna á Kópavogsvöllinn. Það verður bara virkilega skemmtilegur leikur þar sem við ætlum að taka alla þrjá punktana og byrja þetta almennilega.“
Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira