„Þú ert aldrei svo mikið einn að þú hafir hann ekki með þér“ Snorri Másson skrifar 6. apríl 2023 09:30 Þorbjörn Hlynur Árnason, fv. prestur og prófastur á Borg á Mýrum, var til viðtals í Íslandi í dag á miðvikudag um þýðingu páskahátíðarinnar fyrir kristna menn. Viðtalið má sjá í síðari hluta innslagsins hér að ofan. „Við höfum margt í huga og getum sagt margt um þessa hátíð, vegna þess að páskahátíðin er stærsta hátíð kristinna manna. Þetta er miklu stærri hátíð en jól og hvítasunna, þó svo að jólin eðli máls samkvæmt vegna hnattstöðu okkar séu miklu stærri og fyrirferðarmeiri hátíð í samfélaginu. Á páskadagsmorgni fögnum við upprisu Drottins Jesú Krists. Það er stutta svarið,“ segir Þorbjörn. Langa svarið felist í öllum atburðum dymbilvikunnar sem við erum nú stödd í miðri; sem byrji með pálmasunnudegi með inngöngu Krists í Jerúsalem. Síðar er hann svikinn, tekinn, dæmdur og svo krossfestur; svo rís hann upp á þriðja degi, það er páskadagur. Og Jesú lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi. „Dauðinn dó en lífið lifir, segir í einum af okkar ágætu páskasálmum. Þetta er í raun yfirlýsing um að Guð er góður og hann yfirgefur okkur ekki. Það er alltaf von og hann gefur okkur líf þótt þessu lífi ljúki. Og þú ert aldrei svo mikið einn að þú hafir ekki hann með þér,“ segir Þorbjörn Hlynur. Þorbjörn Hlynur Árnason, sem var prestur og prófastur á Borg á Mýrum í fjörutíu ár þar til hann lét af störfum síðasta haust, hefur trú á kirkjunni, þótt hann segi að ef til vill hafi hún ætíð átt undir högg að sækja. Vísir/Sigurjón Kirkjan þolir köpuryrðin Þorbjörn segir að þrátt fyrir að landsmenn séu almennt þakklátir fyrir góða þjónustu kirkjunnar, sé það því miður svo að önnur neikvæðari sjónarmið um hana reynist stundum háværari. „Það er einhvern veginn eins og þeir sem eru sífellt að gjamma og hafa eftir hver öðrum köpuryrði um kirkjuna, að á þá er meira hlustað,“ segir Þorbjörn. „En kirkjan þolir það. Kirkjan verður áfram, því Jesús Kristur er um ár og eilífð.“ „Það getur vel verið að kirkjan hafi alltaf átt undir högg að sækja, kirkjan hefur kannski alltaf verið í erfiðri stöðu. En á þessum fjörutíu árum sem ég hef þjónað hefur kirkjan breyst mjög mikið og þjónusta kirkjunnar við sína þjóð hefur margeflst. Þetta er allt önnur kirkja sem ég kveð en sú sem ég kom inn í,“ segir Þorbjörn, sem lét af störfum síðasta haust eftir fjörutíu ára starf sem prestur og síðar prófastur í Borgarfirði. Trúmál Páskar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. 25. janúar 2023 08:01 Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27. október 2022 12:38 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
„Við höfum margt í huga og getum sagt margt um þessa hátíð, vegna þess að páskahátíðin er stærsta hátíð kristinna manna. Þetta er miklu stærri hátíð en jól og hvítasunna, þó svo að jólin eðli máls samkvæmt vegna hnattstöðu okkar séu miklu stærri og fyrirferðarmeiri hátíð í samfélaginu. Á páskadagsmorgni fögnum við upprisu Drottins Jesú Krists. Það er stutta svarið,“ segir Þorbjörn. Langa svarið felist í öllum atburðum dymbilvikunnar sem við erum nú stödd í miðri; sem byrji með pálmasunnudegi með inngöngu Krists í Jerúsalem. Síðar er hann svikinn, tekinn, dæmdur og svo krossfestur; svo rís hann upp á þriðja degi, það er páskadagur. Og Jesú lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi. „Dauðinn dó en lífið lifir, segir í einum af okkar ágætu páskasálmum. Þetta er í raun yfirlýsing um að Guð er góður og hann yfirgefur okkur ekki. Það er alltaf von og hann gefur okkur líf þótt þessu lífi ljúki. Og þú ert aldrei svo mikið einn að þú hafir ekki hann með þér,“ segir Þorbjörn Hlynur. Þorbjörn Hlynur Árnason, sem var prestur og prófastur á Borg á Mýrum í fjörutíu ár þar til hann lét af störfum síðasta haust, hefur trú á kirkjunni, þótt hann segi að ef til vill hafi hún ætíð átt undir högg að sækja. Vísir/Sigurjón Kirkjan þolir köpuryrðin Þorbjörn segir að þrátt fyrir að landsmenn séu almennt þakklátir fyrir góða þjónustu kirkjunnar, sé það því miður svo að önnur neikvæðari sjónarmið um hana reynist stundum háværari. „Það er einhvern veginn eins og þeir sem eru sífellt að gjamma og hafa eftir hver öðrum köpuryrði um kirkjuna, að á þá er meira hlustað,“ segir Þorbjörn. „En kirkjan þolir það. Kirkjan verður áfram, því Jesús Kristur er um ár og eilífð.“ „Það getur vel verið að kirkjan hafi alltaf átt undir högg að sækja, kirkjan hefur kannski alltaf verið í erfiðri stöðu. En á þessum fjörutíu árum sem ég hef þjónað hefur kirkjan breyst mjög mikið og þjónusta kirkjunnar við sína þjóð hefur margeflst. Þetta er allt önnur kirkja sem ég kveð en sú sem ég kom inn í,“ segir Þorbjörn, sem lét af störfum síðasta haust eftir fjörutíu ára starf sem prestur og síðar prófastur í Borgarfirði.
Trúmál Páskar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. 25. janúar 2023 08:01 Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27. október 2022 12:38 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21
Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. 25. janúar 2023 08:01
Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27. október 2022 12:38