Þriðja dauða kýrin fannst á Suðurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. apríl 2023 13:40 Dauða beljan fannst í fjörunni austan við Markarfljót í gær. Aðsent Dauð kýr fannst á strönd við árósa Markarfljóts í gær. Þetta er þriðja dauða kýrin sem finnst á Suðurlandi síðustu tvo daga. Héraðsdýralæknir segir ljóst að þetta verklag sé ekki samkvæmt reglunum og það sé því miður of algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist. Rannveig Lára Sigurbjörnsdóttir var á göngu með fjölskyldu sinni austan við Markarfljót þegar hún rambaði á dauða kú í fjörunni. Rannveig vissi ekki alveg hvert hún átti að snúa sér svo hún hringdi í skrifstofu lögreglunnar á Suðurlandi en fékk ekkert svar og hafði því samband við fréttastofu Vísis. Önnur ómerkta kúin sem fannst á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum á miðvikudögum.Vigfús Þessi kýrfundur er sérstaklega óvenjulegur fyrir þær sakir að daginn áður fundust tvö hræ af kúm á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum. Báðar staðsetningar eru því innan marka Rangárþings eystra. Þar var búið að taka úr eyrnamerkingar kúnna svo ekki var hægt að rekja hver eiganda þeirra var. Kýrin sem fannst í gær er því nokkuð vestar en hinar tvær og er sömuleiðis ólík þeim að því leyti að hún er enn með eyrnamerkingarnar. Það ætti því að vera hægt að finna út hvaða bóndi á kúna. Allt of algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist Fréttastofa hafði samband við Jarle Reiersen, héraðsdýralækni í Suðausturumdæmi. Jarle var staddur erlendis í fríi og hafði því ekki fengið þessi mál inn á sitt borð. Hann sagði þó að það væri ljóst að þetta væri mál sem þyrfti að skoða enda ekki eðlilegt að dauðar kýr finnist með þessum hætti, hvað þá svona margar og án eyrnamerkingar. Hin ómerkta kúin sem fannst á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum á miðvikudag.Vigfús Einnig er ljóst að þetta er verklag sem sé ekki samkvæmt reglunum af því „það þarf að farga hræi á viðurkenndum stöðum,“ sagði Jarle. „Ef maður finnur mörg sjálfdauð dýr dettur manni strax í hug smitsjúkdómar. En mér finnst það alveg útilokað að það sé eitthvað svoleiðis á þessum árstíma. Það eru ekki margir nautgripir sem eru útigangandi núna, þó eitthvað um ungviði,“ bætti hann við. Líklegra væri um að ræða dýr sem hafi drepist eða verið skotið heima í fjósi og síðan verið skilið eftir. Það sé kostnaðarsamt að farga dýrum og það sé alltof algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist. Dýr Dýraheilbrigði Rangárþing eystra Tengdar fréttir Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Rannveig Lára Sigurbjörnsdóttir var á göngu með fjölskyldu sinni austan við Markarfljót þegar hún rambaði á dauða kú í fjörunni. Rannveig vissi ekki alveg hvert hún átti að snúa sér svo hún hringdi í skrifstofu lögreglunnar á Suðurlandi en fékk ekkert svar og hafði því samband við fréttastofu Vísis. Önnur ómerkta kúin sem fannst á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum á miðvikudögum.Vigfús Þessi kýrfundur er sérstaklega óvenjulegur fyrir þær sakir að daginn áður fundust tvö hræ af kúm á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum. Báðar staðsetningar eru því innan marka Rangárþings eystra. Þar var búið að taka úr eyrnamerkingar kúnna svo ekki var hægt að rekja hver eiganda þeirra var. Kýrin sem fannst í gær er því nokkuð vestar en hinar tvær og er sömuleiðis ólík þeim að því leyti að hún er enn með eyrnamerkingarnar. Það ætti því að vera hægt að finna út hvaða bóndi á kúna. Allt of algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist Fréttastofa hafði samband við Jarle Reiersen, héraðsdýralækni í Suðausturumdæmi. Jarle var staddur erlendis í fríi og hafði því ekki fengið þessi mál inn á sitt borð. Hann sagði þó að það væri ljóst að þetta væri mál sem þyrfti að skoða enda ekki eðlilegt að dauðar kýr finnist með þessum hætti, hvað þá svona margar og án eyrnamerkingar. Hin ómerkta kúin sem fannst á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum á miðvikudag.Vigfús Einnig er ljóst að þetta er verklag sem sé ekki samkvæmt reglunum af því „það þarf að farga hræi á viðurkenndum stöðum,“ sagði Jarle. „Ef maður finnur mörg sjálfdauð dýr dettur manni strax í hug smitsjúkdómar. En mér finnst það alveg útilokað að það sé eitthvað svoleiðis á þessum árstíma. Það eru ekki margir nautgripir sem eru útigangandi núna, þó eitthvað um ungviði,“ bætti hann við. Líklegra væri um að ræða dýr sem hafi drepist eða verið skotið heima í fjósi og síðan verið skilið eftir. Það sé kostnaðarsamt að farga dýrum og það sé alltof algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist.
Dýr Dýraheilbrigði Rangárþing eystra Tengdar fréttir Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04