Þriðja dauða kýrin fannst á Suðurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. apríl 2023 13:40 Dauða beljan fannst í fjörunni austan við Markarfljót í gær. Aðsent Dauð kýr fannst á strönd við árósa Markarfljóts í gær. Þetta er þriðja dauða kýrin sem finnst á Suðurlandi síðustu tvo daga. Héraðsdýralæknir segir ljóst að þetta verklag sé ekki samkvæmt reglunum og það sé því miður of algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist. Rannveig Lára Sigurbjörnsdóttir var á göngu með fjölskyldu sinni austan við Markarfljót þegar hún rambaði á dauða kú í fjörunni. Rannveig vissi ekki alveg hvert hún átti að snúa sér svo hún hringdi í skrifstofu lögreglunnar á Suðurlandi en fékk ekkert svar og hafði því samband við fréttastofu Vísis. Önnur ómerkta kúin sem fannst á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum á miðvikudögum.Vigfús Þessi kýrfundur er sérstaklega óvenjulegur fyrir þær sakir að daginn áður fundust tvö hræ af kúm á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum. Báðar staðsetningar eru því innan marka Rangárþings eystra. Þar var búið að taka úr eyrnamerkingar kúnna svo ekki var hægt að rekja hver eiganda þeirra var. Kýrin sem fannst í gær er því nokkuð vestar en hinar tvær og er sömuleiðis ólík þeim að því leyti að hún er enn með eyrnamerkingarnar. Það ætti því að vera hægt að finna út hvaða bóndi á kúna. Allt of algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist Fréttastofa hafði samband við Jarle Reiersen, héraðsdýralækni í Suðausturumdæmi. Jarle var staddur erlendis í fríi og hafði því ekki fengið þessi mál inn á sitt borð. Hann sagði þó að það væri ljóst að þetta væri mál sem þyrfti að skoða enda ekki eðlilegt að dauðar kýr finnist með þessum hætti, hvað þá svona margar og án eyrnamerkingar. Hin ómerkta kúin sem fannst á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum á miðvikudag.Vigfús Einnig er ljóst að þetta er verklag sem sé ekki samkvæmt reglunum af því „það þarf að farga hræi á viðurkenndum stöðum,“ sagði Jarle. „Ef maður finnur mörg sjálfdauð dýr dettur manni strax í hug smitsjúkdómar. En mér finnst það alveg útilokað að það sé eitthvað svoleiðis á þessum árstíma. Það eru ekki margir nautgripir sem eru útigangandi núna, þó eitthvað um ungviði,“ bætti hann við. Líklegra væri um að ræða dýr sem hafi drepist eða verið skotið heima í fjósi og síðan verið skilið eftir. Það sé kostnaðarsamt að farga dýrum og það sé alltof algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist. Dýr Dýraheilbrigði Rangárþing eystra Tengdar fréttir Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Rannveig Lára Sigurbjörnsdóttir var á göngu með fjölskyldu sinni austan við Markarfljót þegar hún rambaði á dauða kú í fjörunni. Rannveig vissi ekki alveg hvert hún átti að snúa sér svo hún hringdi í skrifstofu lögreglunnar á Suðurlandi en fékk ekkert svar og hafði því samband við fréttastofu Vísis. Önnur ómerkta kúin sem fannst á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum á miðvikudögum.Vigfús Þessi kýrfundur er sérstaklega óvenjulegur fyrir þær sakir að daginn áður fundust tvö hræ af kúm á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum. Báðar staðsetningar eru því innan marka Rangárþings eystra. Þar var búið að taka úr eyrnamerkingar kúnna svo ekki var hægt að rekja hver eiganda þeirra var. Kýrin sem fannst í gær er því nokkuð vestar en hinar tvær og er sömuleiðis ólík þeim að því leyti að hún er enn með eyrnamerkingarnar. Það ætti því að vera hægt að finna út hvaða bóndi á kúna. Allt of algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist Fréttastofa hafði samband við Jarle Reiersen, héraðsdýralækni í Suðausturumdæmi. Jarle var staddur erlendis í fríi og hafði því ekki fengið þessi mál inn á sitt borð. Hann sagði þó að það væri ljóst að þetta væri mál sem þyrfti að skoða enda ekki eðlilegt að dauðar kýr finnist með þessum hætti, hvað þá svona margar og án eyrnamerkingar. Hin ómerkta kúin sem fannst á Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum á miðvikudag.Vigfús Einnig er ljóst að þetta er verklag sem sé ekki samkvæmt reglunum af því „það þarf að farga hræi á viðurkenndum stöðum,“ sagði Jarle. „Ef maður finnur mörg sjálfdauð dýr dettur manni strax í hug smitsjúkdómar. En mér finnst það alveg útilokað að það sé eitthvað svoleiðis á þessum árstíma. Það eru ekki margir nautgripir sem eru útigangandi núna, þó eitthvað um ungviði,“ bætti hann við. Líklegra væri um að ræða dýr sem hafi drepist eða verið skotið heima í fjósi og síðan verið skilið eftir. Það sé kostnaðarsamt að farga dýrum og það sé alltof algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist.
Dýr Dýraheilbrigði Rangárþing eystra Tengdar fréttir Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04