Grindavík og Þróttur áfram í bikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2023 17:35 Óskar Örn skoraði fyrir Grindavík í dag en hann gekk til liðs við félagið í vetur. Knattspyrnudeild Grindavíkur Grindavík, Þróttur, Þór, Kári, Grótta og KFA tryggðu sér öll sæti í þriðju umferð Mjólkurbikarsins eftir sigra í dag. Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu í dag. Þrír stórsigrar litu dagsins ljós en spenna var í leik Aftureldingar og Grindavíkur sem og Gróttu og Vestra. Afturelding tók á móti Grindavík í Mosfellsbænum. Grindvíkingar ætla sér stóra hluti í Lengjudeildinni í sumar og hafa styrkt sig með leikmönnum eins og Óskari Erni Haukssyni, Einari Karli Ingvarssyni og Bjarka Aðalsteinssyni. Það var einmitt Óskar Örn Hauksson sem skoraði sigurmark Grindavíkur í dag. Hann skoraði þá frábært mark á 20. mínútu og tíu mínútum síðar varði Aron Dagur Birnuson markvörður Grindavíkur víti frá Arnóri Gauta Ragnarssyni. Lokatölur 1-0 og Grindvíkingar komnir áfram en Mosfellingar úr leik. Á Seltjarnarnesi unnu heimamenn í Gróttu 1-0 sigur á Vestra. Arnþór Páll Hafsteinsson skoraði sigurmarkið strax á annari mínútu leiksins en bæði félögin leika í Lengjudeildinni í sumar. Kári gerði góða ferð á Suðurlandið í hádeginu og vann 3-1 sigur á Árborg á Selfossi. Hilmar Elís Hilmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kára og Sigurjón Logi Bergþórsson eitt en Aron Freyr Margeirsson minnkaði muninn fyrir Árborg í uppbótartíma. Í Vestmannaeyjum voru Þróttarar í heimsókn hjá KFS. Sam Hewson, Birkir Björnsson, Jörgen Pettersen og Kári Kristjánsson skoruðu mörk Þróttar í 5-0 sigri en eitt markanna var sjálfsmark Eyjamanna. Þá vann KFA 7-1 sigur á Spyrnu en liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni. Marteinn Már Sverrisson skoraði þrennu fyrir KFA og Danilo Milenkovic skoraði tvö í öruggum sigri heimamanna. Heiðar Snær Ragnarsson og William Marques bættu þar að auki við mörkum en Brynjar Árnason skoraði mark Spyrnis. Að lokum vann Þór öruggan sigur á KF í Norðurlandsslag í Boganum. Marc Sörensen var með tvö mörk og þeir Alexander Már Þorláksson, Valdimar Daði Sævarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu einnig í 6-0 sigri. Þriðja umferðin heldur áfram á laugardag þegar tólf leikir fara fram. Mjólkurbikar karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu í dag. Þrír stórsigrar litu dagsins ljós en spenna var í leik Aftureldingar og Grindavíkur sem og Gróttu og Vestra. Afturelding tók á móti Grindavík í Mosfellsbænum. Grindvíkingar ætla sér stóra hluti í Lengjudeildinni í sumar og hafa styrkt sig með leikmönnum eins og Óskari Erni Haukssyni, Einari Karli Ingvarssyni og Bjarka Aðalsteinssyni. Það var einmitt Óskar Örn Hauksson sem skoraði sigurmark Grindavíkur í dag. Hann skoraði þá frábært mark á 20. mínútu og tíu mínútum síðar varði Aron Dagur Birnuson markvörður Grindavíkur víti frá Arnóri Gauta Ragnarssyni. Lokatölur 1-0 og Grindvíkingar komnir áfram en Mosfellingar úr leik. Á Seltjarnarnesi unnu heimamenn í Gróttu 1-0 sigur á Vestra. Arnþór Páll Hafsteinsson skoraði sigurmarkið strax á annari mínútu leiksins en bæði félögin leika í Lengjudeildinni í sumar. Kári gerði góða ferð á Suðurlandið í hádeginu og vann 3-1 sigur á Árborg á Selfossi. Hilmar Elís Hilmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kára og Sigurjón Logi Bergþórsson eitt en Aron Freyr Margeirsson minnkaði muninn fyrir Árborg í uppbótartíma. Í Vestmannaeyjum voru Þróttarar í heimsókn hjá KFS. Sam Hewson, Birkir Björnsson, Jörgen Pettersen og Kári Kristjánsson skoruðu mörk Þróttar í 5-0 sigri en eitt markanna var sjálfsmark Eyjamanna. Þá vann KFA 7-1 sigur á Spyrnu en liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni. Marteinn Már Sverrisson skoraði þrennu fyrir KFA og Danilo Milenkovic skoraði tvö í öruggum sigri heimamanna. Heiðar Snær Ragnarsson og William Marques bættu þar að auki við mörkum en Brynjar Árnason skoraði mark Spyrnis. Að lokum vann Þór öruggan sigur á KF í Norðurlandsslag í Boganum. Marc Sörensen var með tvö mörk og þeir Alexander Már Þorláksson, Valdimar Daði Sævarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu einnig í 6-0 sigri. Þriðja umferðin heldur áfram á laugardag þegar tólf leikir fara fram.
Mjólkurbikar karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira