„Haltu kjafti, þú ert ömurlegur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2023 09:00 Vincius Jr. og Gavi voru orðnir ansi nánir í leiknum í gær. Vísir/Getty Vincius Jr. skoraði eitt mark fyrir Real Madrid þegar liðið vann 4-0 stórsigur á Barcelona á Nou Camp í fyrrakvöld. Hann lenti í útistöðum við Gavi í leiknum og lét Spánverjann unga heyra það svo um munaði. Real Madrid sló Barcelona út úr spænska konungsbikarnum á miðvikudagskvöldið eftir 4-0 stórsigur á Nou Camp. Karim Benzema skoraði þrennu í leiknum en Vinicius Jr. kom Real á bragðið þegar hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Vinicius Jr. lenti í útistöðum við Gavi, ungstirni Barcelona, í leiknum og fékk gult spjald í fyrri hálfleiknum. Undir lok leiksins var honum svo skipt af velli og þá sauð upp úr. „Haltu kjafti, þú ert ömurlegur,“ öskraði Vinicius að Gavi og þurftu liðsfélagar hans að halda honum til að koma í veg fyrir að hann nældi sér í annað gult spjald. Þetta var ekki það eina sem Vinicius Jr. sagði í leiknum og fór hegðun hans í taugarnar á mótherjum hans. „Vinicius þarf að einbeita sér að fótbolta. Hann er frábær leikmaður en ég varð pirraður í dag því hann sagði ýmislegt við okkar leikmenn allan leikinn,“ sagði Ronald Arajuo varnarmaður Barcelona eftir leik. Gríðarlegur fögnuður eftir ræðu Ancelotti Skiljanlega var stemmningin í klefa Real í hæstu hæðum eftir sigurinn á heimavelli erkifjendanna. Leikmenn dönsuðu í búningsklefanum með þá Eder Militao og Antonio Rudiger fremsta í flokki. Real Madrid mætir Osasuna í úrslitaleik konungsbikarsins þann 6. maí. Dressing room vibes @realmadrid pic.twitter.com/QJO0g7GOxi— 433 (@433) April 6, 2023 Það ætlaði síðan allt um koll að keyra í klefanum þegar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real, hélt sína ræðu í klefanum. Ancelotti nýtur mikillar virðingar innan leikmannahóps Real en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Brasilíu að undanförnu. „Í fyrsta lagi er ég stoltur. Í öðru lagi þá laug ég að ykkur, þetta var ekki úrslitaleikur. Þetta voru undanúrslit og við eigum einn úrslitaleik eftir. Í þriðja lagi, hlustið vel, á morgun er frí!“ sagði Ancelotti og leikmennirnir fögnuðu sem óðir væru. The biggest cheer of the night: Real Madrid s players when Ancelotti gives them the day off pic.twitter.com/zru6l1gBCH— The Spanish Football Podcast (@tsf_podcast) April 6, 2023 Spænski boltinn Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Skalli Alberts eftir frábæra fyrirgjöf Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira
Real Madrid sló Barcelona út úr spænska konungsbikarnum á miðvikudagskvöldið eftir 4-0 stórsigur á Nou Camp. Karim Benzema skoraði þrennu í leiknum en Vinicius Jr. kom Real á bragðið þegar hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Vinicius Jr. lenti í útistöðum við Gavi, ungstirni Barcelona, í leiknum og fékk gult spjald í fyrri hálfleiknum. Undir lok leiksins var honum svo skipt af velli og þá sauð upp úr. „Haltu kjafti, þú ert ömurlegur,“ öskraði Vinicius að Gavi og þurftu liðsfélagar hans að halda honum til að koma í veg fyrir að hann nældi sér í annað gult spjald. Þetta var ekki það eina sem Vinicius Jr. sagði í leiknum og fór hegðun hans í taugarnar á mótherjum hans. „Vinicius þarf að einbeita sér að fótbolta. Hann er frábær leikmaður en ég varð pirraður í dag því hann sagði ýmislegt við okkar leikmenn allan leikinn,“ sagði Ronald Arajuo varnarmaður Barcelona eftir leik. Gríðarlegur fögnuður eftir ræðu Ancelotti Skiljanlega var stemmningin í klefa Real í hæstu hæðum eftir sigurinn á heimavelli erkifjendanna. Leikmenn dönsuðu í búningsklefanum með þá Eder Militao og Antonio Rudiger fremsta í flokki. Real Madrid mætir Osasuna í úrslitaleik konungsbikarsins þann 6. maí. Dressing room vibes @realmadrid pic.twitter.com/QJO0g7GOxi— 433 (@433) April 6, 2023 Það ætlaði síðan allt um koll að keyra í klefanum þegar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real, hélt sína ræðu í klefanum. Ancelotti nýtur mikillar virðingar innan leikmannahóps Real en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Brasilíu að undanförnu. „Í fyrsta lagi er ég stoltur. Í öðru lagi þá laug ég að ykkur, þetta var ekki úrslitaleikur. Þetta voru undanúrslit og við eigum einn úrslitaleik eftir. Í þriðja lagi, hlustið vel, á morgun er frí!“ sagði Ancelotti og leikmennirnir fögnuðu sem óðir væru. The biggest cheer of the night: Real Madrid s players when Ancelotti gives them the day off pic.twitter.com/zru6l1gBCH— The Spanish Football Podcast (@tsf_podcast) April 6, 2023
Spænski boltinn Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Skalli Alberts eftir frábæra fyrirgjöf Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira