Komum í kvennaathvarfið fjölgað mikið á milli ára Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 8. apríl 2023 19:50 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. vísir/steingrímur Dúi Komum í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022, þetta sýnir komandi ársskýrsla athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni. Þegar komið er í kvennaathvarfið á ótilgreindum stað á höfuðborgarsvæðinu blasa við manni skemmtilegar skreytingar. Þær konur sem dvelja þar núna eru af einum sex þjóðernum svo páskaskreytingarnar koma úr ýmsum áttum, þá er einnig skreytt í tilefni af Ramadan mánuðinum, sem múslimar halda heilagan nú um þessar mundir. Talsverð fjölgun hefur orðið á komum í athvarfið. Árið 2021 þurftu 112 konur að dvelja í lengri eða skemmri tíma þar, árið 2022 var talan komin upp í 172 konur. Dvöl kvennana getur verið með mjög mismunandi hætti. Sumar dvelja hluta úr degi en aðrar í marga mánuði, en meðaldvöl er um það bil 19. dagar. Framkvæmdastýra félagsins telur margar ástæður geta skýrt fjölgunina. „Þetta er alveg fjölgun, töluverð fjölgun. Við teljum að þetta geti verið aukin meðvitund og minni feimni við að leita sér aðstoðar. Það er líka fjölgun á að konur komi í viðtöl til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Eins sé almenningur orðinn duglegri við að hringja í athvarfið og fá ráðgjöf ef upp koma áhyggjur. „Það er fólk sem vinnur í þjónustu, kennarar, nágrannar, fjölskyldur sem hringja hingað til að fá ráðgjöf um hvernig eigi að snúa sér. Hér er opinn neyðarsími allan sólarhringinn, við hvetjum konur til að leita sér aðstoðar. Það er oft þannig að konur átti sig ekki á því að það sé í ofbeldissambandi og þá er oft gott að koma og fá að spegla það.“ Núverandi húsnæði hentar ekki öllum, aðgengi fyrir fatlaða er ábótavant til dæmis, það standi þó allt til bóta og nýtt húsnæði er í bígerð. „Við erum komin með lóð frá Reykjavíkurborg og sjáum fram á að klára söfnun og skipulagningu á þessu ári og að hefjast handa við að byggja á því næsta. Við erum virkilega spenntar fyrir því, bæði til að geta veitt aðgengi fyrir fleiri konur en einnig til að auka á þjónustuna enn frekar,“ segir Linda að lokum. Kvennaathvarfið Jafnréttismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Þegar komið er í kvennaathvarfið á ótilgreindum stað á höfuðborgarsvæðinu blasa við manni skemmtilegar skreytingar. Þær konur sem dvelja þar núna eru af einum sex þjóðernum svo páskaskreytingarnar koma úr ýmsum áttum, þá er einnig skreytt í tilefni af Ramadan mánuðinum, sem múslimar halda heilagan nú um þessar mundir. Talsverð fjölgun hefur orðið á komum í athvarfið. Árið 2021 þurftu 112 konur að dvelja í lengri eða skemmri tíma þar, árið 2022 var talan komin upp í 172 konur. Dvöl kvennana getur verið með mjög mismunandi hætti. Sumar dvelja hluta úr degi en aðrar í marga mánuði, en meðaldvöl er um það bil 19. dagar. Framkvæmdastýra félagsins telur margar ástæður geta skýrt fjölgunina. „Þetta er alveg fjölgun, töluverð fjölgun. Við teljum að þetta geti verið aukin meðvitund og minni feimni við að leita sér aðstoðar. Það er líka fjölgun á að konur komi í viðtöl til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Eins sé almenningur orðinn duglegri við að hringja í athvarfið og fá ráðgjöf ef upp koma áhyggjur. „Það er fólk sem vinnur í þjónustu, kennarar, nágrannar, fjölskyldur sem hringja hingað til að fá ráðgjöf um hvernig eigi að snúa sér. Hér er opinn neyðarsími allan sólarhringinn, við hvetjum konur til að leita sér aðstoðar. Það er oft þannig að konur átti sig ekki á því að það sé í ofbeldissambandi og þá er oft gott að koma og fá að spegla það.“ Núverandi húsnæði hentar ekki öllum, aðgengi fyrir fatlaða er ábótavant til dæmis, það standi þó allt til bóta og nýtt húsnæði er í bígerð. „Við erum komin með lóð frá Reykjavíkurborg og sjáum fram á að klára söfnun og skipulagningu á þessu ári og að hefjast handa við að byggja á því næsta. Við erum virkilega spenntar fyrir því, bæði til að geta veitt aðgengi fyrir fleiri konur en einnig til að auka á þjónustuna enn frekar,“ segir Linda að lokum.
Kvennaathvarfið Jafnréttismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira