Guardiola segir Haaland minna sig á Ronaldo Hjörvar Ólafsson skrifar 9. apríl 2023 08:00 Erling Braut Haaland er kominn með 30 deildarmörk fyrir Manchester City. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður að því hvort að Erling Braut Haaland væri kominn á sama stall og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eftir að Haaland skoraði sitt 29. og svo 30. deildarmark í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í sigri liðsins gegn Southampton í gær. Haaland hefur nú skorað 44 mörk í öllum keppnum en hann vantar fimm mörk til þess að slá met Andy Cole og Alan Shearer yfir flest deildarmörk á einni leiktíð. Norski framherjinn hefur níu leiki til þess að skora þessi fimm mörk. „Þegar kemur að því að klára færi og skora mörk þá finnst mér hann vera í sama gæðaflokki og Cristiano Ronaldo. Að mínu mati er Lionel Messi betri alhliðar leikmaður. Messi getur spilað hvar sem er í sóknarlínunni á meðan Cristiano og Erling eru meiri maskínur. Líkamlega sterkir leikmenn sem geta klárað færin sín frábærlega," sagði Guardiola um samanburð Erling við Messi og Ronaldo. „Erling veit það vel að þessir tveir leikmenn hafa borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn síðustu tvö áratugi en ekki bara í eitt eða tvö tímabil. Messi og Ronaldo hafa fært fótboltann framar og samkeppnin milli þeirra kveikt áhuga hjá knattspyrnuáhugamönnum," sagði Spánverjinn enn fremur. „Erling er að koma inn í erfiðustu deild heims og hvernig hann hefur staðið sig á fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni er stórkostlegt. Það er hins vegar mikil vinna fram undan hjá Erling og hann getur enn bætt sig umtalsvert. Það er alveg hægt að nefna Erling í sömu andrá og Messi og Cristano en til þess að komast á sama stall og þeir eru á þarf hann að sýna þessa frammistöðu yfir lengri tíma. Messi og Cristiano hafa sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni í tvo áratugi og lítið sem ekkert meiðst á þeim tíma. Erling þarf að halda áfram að bæta sig, skila mörkum og vinna titla til að komast í sama gæðaflokk og Messi og Cristiano," sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Haaland hefur nú skorað 44 mörk í öllum keppnum en hann vantar fimm mörk til þess að slá met Andy Cole og Alan Shearer yfir flest deildarmörk á einni leiktíð. Norski framherjinn hefur níu leiki til þess að skora þessi fimm mörk. „Þegar kemur að því að klára færi og skora mörk þá finnst mér hann vera í sama gæðaflokki og Cristiano Ronaldo. Að mínu mati er Lionel Messi betri alhliðar leikmaður. Messi getur spilað hvar sem er í sóknarlínunni á meðan Cristiano og Erling eru meiri maskínur. Líkamlega sterkir leikmenn sem geta klárað færin sín frábærlega," sagði Guardiola um samanburð Erling við Messi og Ronaldo. „Erling veit það vel að þessir tveir leikmenn hafa borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn síðustu tvö áratugi en ekki bara í eitt eða tvö tímabil. Messi og Ronaldo hafa fært fótboltann framar og samkeppnin milli þeirra kveikt áhuga hjá knattspyrnuáhugamönnum," sagði Spánverjinn enn fremur. „Erling er að koma inn í erfiðustu deild heims og hvernig hann hefur staðið sig á fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni er stórkostlegt. Það er hins vegar mikil vinna fram undan hjá Erling og hann getur enn bætt sig umtalsvert. Það er alveg hægt að nefna Erling í sömu andrá og Messi og Cristano en til þess að komast á sama stall og þeir eru á þarf hann að sýna þessa frammistöðu yfir lengri tíma. Messi og Cristiano hafa sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni í tvo áratugi og lítið sem ekkert meiðst á þeim tíma. Erling þarf að halda áfram að bæta sig, skila mörkum og vinna titla til að komast í sama gæðaflokk og Messi og Cristiano," sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira