Kom í leitirnar eftir sex ár á vergangi Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 19:47 Þrátt fyrir að hafa verið týndur í sex ár er kötturinn gæfur og finnst gott að láta klappa sér. Facebook Köttur sem hvarf fyrir sex árum í Reykjavík birtist í innkeyrslu hjóna í Borgarnesi fyrir tveimur vikum. Þökk sé kattasamfélaginu og störfum Villikatta á Vesturlandi er búið að hafa uppi á eigandanum. Fyrir tveimur vikum birtist soltinn og grindhoraður köttur í innkeyrslu Torfa Karlssonar, bifvélavirkja í Borgarnesi. Hann og kona hans hafa síðan gefið kettinum að borða og reynt að hafa upp á eigandanum. Það tókst loksins í dag og hafði Vísir samband við Torfa til að heyra söguna af kettinum. „Þegar við komum heim eitt kvöldið tók þessi köttur á móti okkur í innkeyrslunni. Við fórum inn fyrst og hún veinaði svo ámátlega að það var enginn friður fyrir henni. Við tíndum til eitthvað drasl fyrir hana að éta og gáfum henni vatn af því hún var alveg skrælnuð og það var mikið frost,“ sagði Torfi um örlagaríka kvöldið fyrir tveimur vikum. Að sögn Torfa var kötturinn mjög illa farinn og eiginlega nær dauða en lífi. „Hún var grindhoruð, ræfilsleg og öll í hársneplum. Hún er síðhærð og loðin svo þetta fer allt í flóka.“ Daginn eftir fór Torfi að kaupa kattamat fyrir hana og reyndi síðan að að finna út úr því hver eigandinn væri. Kattasamfélagið fljótt að finna eigandann Fyrst spurði Torfi Borgnesinga á Facebook hvort einhver kannaðist við köttinn en þar var fátt um svör. Í morgun leitaði hann á náðir Facebook-hópsins Kattavaktin og birti myndir af kettinum. Kötturinn þorði loks inn til þeirra hjóna í dag eftir að hafa forðast það síðastliðnar tvær vikur.Facebook „Þá fór allt af stað, fjöldi fólks fór að reyna að finna út úr því hvernig væri hægt að senda einhvern til mín til að lesa örmerki kattarins með örmerkjaralesara.“ Villikettir á Vesturlandi gátu sent fulltrúa sinn í Borgarnesi til að lesa örmerki kattarins. Að sögn Torfa vissu þau af því að kötturinn hafi verið týndur í langan tíma og gátu síðan fundið út úr því hver réttur eigandi kattarins er. Torfi veit ekki hver eigandinn er en samkvæmt upplýsingum Villikatta býr hún í Reykjavík, er upprunalega úr Borgarnesi en hefur ekki búið þar í fjölda ára. Þá segir hann að kötturinn verði sóttur á morgun af bróður eigandans. Þorði ekki inn en þáði klapp og klór Aðspurður hvernig kötturinn hafi hegðað sér sagði Torfi að hann hafi ekki treyst þeim hjónum nægilega mikið til að koma inn til þeirra fyrr en í dag. Hins vegar sé hún gæf og leyfi fólki að klóra og klappa sér. „Það er upphituð stéttin hjá mér og ég gaf henni mat þar. Síðan fékk ég gamalt kattarbúr sem ég setti við útidyrnar og hún fór inn í nóttinni, hún var fljót að fatta það,“ segir hann. „Hún vildi alltaf koma með okkur inn en um leið og hún kom að dyragættinni þá var eins og hún þekkti sig ekki og hrökklaðist alltaf út aftur,“ bætir hann við. Þá virtist hún vera skelkuð almennt, brá í hvert skipti sem hún heyrði einhver hávær hljóð. Kettir Dýr Borgarbyggð Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Fyrir tveimur vikum birtist soltinn og grindhoraður köttur í innkeyrslu Torfa Karlssonar, bifvélavirkja í Borgarnesi. Hann og kona hans hafa síðan gefið kettinum að borða og reynt að hafa upp á eigandanum. Það tókst loksins í dag og hafði Vísir samband við Torfa til að heyra söguna af kettinum. „Þegar við komum heim eitt kvöldið tók þessi köttur á móti okkur í innkeyrslunni. Við fórum inn fyrst og hún veinaði svo ámátlega að það var enginn friður fyrir henni. Við tíndum til eitthvað drasl fyrir hana að éta og gáfum henni vatn af því hún var alveg skrælnuð og það var mikið frost,“ sagði Torfi um örlagaríka kvöldið fyrir tveimur vikum. Að sögn Torfa var kötturinn mjög illa farinn og eiginlega nær dauða en lífi. „Hún var grindhoruð, ræfilsleg og öll í hársneplum. Hún er síðhærð og loðin svo þetta fer allt í flóka.“ Daginn eftir fór Torfi að kaupa kattamat fyrir hana og reyndi síðan að að finna út úr því hver eigandinn væri. Kattasamfélagið fljótt að finna eigandann Fyrst spurði Torfi Borgnesinga á Facebook hvort einhver kannaðist við köttinn en þar var fátt um svör. Í morgun leitaði hann á náðir Facebook-hópsins Kattavaktin og birti myndir af kettinum. Kötturinn þorði loks inn til þeirra hjóna í dag eftir að hafa forðast það síðastliðnar tvær vikur.Facebook „Þá fór allt af stað, fjöldi fólks fór að reyna að finna út úr því hvernig væri hægt að senda einhvern til mín til að lesa örmerki kattarins með örmerkjaralesara.“ Villikettir á Vesturlandi gátu sent fulltrúa sinn í Borgarnesi til að lesa örmerki kattarins. Að sögn Torfa vissu þau af því að kötturinn hafi verið týndur í langan tíma og gátu síðan fundið út úr því hver réttur eigandi kattarins er. Torfi veit ekki hver eigandinn er en samkvæmt upplýsingum Villikatta býr hún í Reykjavík, er upprunalega úr Borgarnesi en hefur ekki búið þar í fjölda ára. Þá segir hann að kötturinn verði sóttur á morgun af bróður eigandans. Þorði ekki inn en þáði klapp og klór Aðspurður hvernig kötturinn hafi hegðað sér sagði Torfi að hann hafi ekki treyst þeim hjónum nægilega mikið til að koma inn til þeirra fyrr en í dag. Hins vegar sé hún gæf og leyfi fólki að klóra og klappa sér. „Það er upphituð stéttin hjá mér og ég gaf henni mat þar. Síðan fékk ég gamalt kattarbúr sem ég setti við útidyrnar og hún fór inn í nóttinni, hún var fljót að fatta það,“ segir hann. „Hún vildi alltaf koma með okkur inn en um leið og hún kom að dyragættinni þá var eins og hún þekkti sig ekki og hrökklaðist alltaf út aftur,“ bætir hann við. Þá virtist hún vera skelkuð almennt, brá í hvert skipti sem hún heyrði einhver hávær hljóð.
Kettir Dýr Borgarbyggð Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira