Spilar ekki meira með Val og HM í hættu Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 15:15 Menn hafa átt í mestu vandræðum með að ná taki á Benedikt Gunnari Óskarssyni í vetur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er flott viðurkenning,“ segir Valsarinn Benedikt Gunnar Óskarsson en hann var valinn besti leikmaður deildarkeppninnar í Olís-deildinni í handbolta, af sérfræðingum Handkastsins. Hann mun hins vegar ekkert spila í úrslitakeppninni. Benedikt átti drjúgan þátt í deildarmeistaratitli Valsmanna en náði ekki síðustu leikjunum vegna meiðsla. Hann staðfesti við Handkastið að hann myndi ekki spila meira á leiktíðinni, vegna meiðsla í nára, og óvíst er að Benedikt geti spilað með íslenska landsliðinu á HM U21-liða sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi frá 20. júní til 2. júlí. „Ég er frá út tímabilið,“ svaraði Benedikt aðspurður. „Það er eiginlega hræðilegt. Ég slapp við að fara í aðgerð en þetta tekur líklega þrjá mánuði svo að ég næ engu meira,“ sagði Benedikt. Meiðslin gætu haft sín áhrif á það hvort að Benedikt fer í atvinnumennsku í sumar en hann gaf þó loðin svör um það hvort að hann yrði áfram í herbúðum Vals: „Það er bara spurning. Ég held það en það verður að koma í ljós.“ Án Benedikts eru Valsmenn ekki eins líklegir til að verja Íslandsmeistaratitilinn og með fleiri öfluga leikmenn á meiðslalistanum hefur Valur misst flugið síðustu vikur. Telur Benedikt að liðið geti bætt úr því í úrslitakeppninni? „Við verðum að gera það og ég trúi því að við getum það. Menn þurfa að ná sér í gang og þá kemur þetta,“ sagði Benedikt. Hann var ánægður með hvernig til tókst við að ná þeim markmiðum sem hann setti sér fyrir tímabilið, en Benedikt fór ekki bara á kostum í Olís-deildinni heldur einnig í baráttu við sterk lið í Evrópudeildinni: „Ég hefði viljað klára úrslitakeppnina en annars kom ég sjálfum mér eiginlega á óvart í Evrópukeppninni og hélt dampi í deildinni,“ sagði Benedikt en hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins hér að ofan. Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Benedikt átti drjúgan þátt í deildarmeistaratitli Valsmanna en náði ekki síðustu leikjunum vegna meiðsla. Hann staðfesti við Handkastið að hann myndi ekki spila meira á leiktíðinni, vegna meiðsla í nára, og óvíst er að Benedikt geti spilað með íslenska landsliðinu á HM U21-liða sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi frá 20. júní til 2. júlí. „Ég er frá út tímabilið,“ svaraði Benedikt aðspurður. „Það er eiginlega hræðilegt. Ég slapp við að fara í aðgerð en þetta tekur líklega þrjá mánuði svo að ég næ engu meira,“ sagði Benedikt. Meiðslin gætu haft sín áhrif á það hvort að Benedikt fer í atvinnumennsku í sumar en hann gaf þó loðin svör um það hvort að hann yrði áfram í herbúðum Vals: „Það er bara spurning. Ég held það en það verður að koma í ljós.“ Án Benedikts eru Valsmenn ekki eins líklegir til að verja Íslandsmeistaratitilinn og með fleiri öfluga leikmenn á meiðslalistanum hefur Valur misst flugið síðustu vikur. Telur Benedikt að liðið geti bætt úr því í úrslitakeppninni? „Við verðum að gera það og ég trúi því að við getum það. Menn þurfa að ná sér í gang og þá kemur þetta,“ sagði Benedikt. Hann var ánægður með hvernig til tókst við að ná þeim markmiðum sem hann setti sér fyrir tímabilið, en Benedikt fór ekki bara á kostum í Olís-deildinni heldur einnig í baráttu við sterk lið í Evrópudeildinni: „Ég hefði viljað klára úrslitakeppnina en annars kom ég sjálfum mér eiginlega á óvart í Evrópukeppninni og hélt dampi í deildinni,“ sagði Benedikt en hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins hér að ofan.
Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita