Skoðun

Líf­laus fjöl­breyti­leiki

Bergvin Oddsson skrifar

Nú í dymbilvikunni fór fram stjórnarkjör Heimdalls, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ég óska nýkjörnum formanni Júlíusi Viggó Ólafssyni sem sigraði með naumindum til hamingju með kjörið.

Það merkilegasta er við þetta stjórnarkjör er að í 17 manna stjórn Heimdallar eru aðeins 4 einstaklingar sem eru ekki laga-, viðskipta-, hagfræði- eða markaðsfræðinemar. Það gerir innan við fjórðung stjórnar. Sérstakt er svo að líta til fjölda laganema í stjórninni en þeir eru 6 talsins eða rúmlega þriðjungur stjórnarmanna. Ég hefði tekið tillit til niðurstaðna kosninganna og fulltrúa Heimdallar ef það hefðu aðeins um 100 manns kosið þ.e.a.s ef lítill hópur hefði tekið þátt í kosningunni. Hið sorglega er að alls greiddu 967 félagar atkvæði sem segir allt um þverskurð ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík hið minnsta þótt það kæmi mér ekki á óvart að slíkt væri einnig uppi á sama teningnum annars staðar á landinu í röðum ungra Sjálfstæðismanna.

Ef við setjum þetta í samhengi við fjölda greiddra atkvæða í mörgum sveitarfélögum á landinu væri 967 atkvæði og um 75% kjörsókn að ræða með um 1300 kjósendum á kjörskrá sem er hátt í helmingur fjöldi allra sveitarfélaga á Íslandi með þennan fjölda á kjörskrá eða minna. Þá væri sem sagt niðurstaðan sú ef allir væri í ungum Sjálfstæðismönnum þriðjungur sveitarstjórnarfulltrúa væru laganemar og helmingur væri í laga-, hagfræði- eða viðskiptafræðinámi. Fjórðungur kjörinna fulltrúa væri með aðra menntun og rúsínan í pylsuendanum væri sú að aðeins einn fulltrúi af 17 væri ómenntuð kona eða tæplega 6%. Ég get ekki annað en vorkennt Heimdalli og öðrum sjálfstæðismönnum ef þetta er þverskurður flokksins þá er framtíð Sjálfstæðisflokksins ekki björt og líflaus fjölbreytileiki fram undan hjá flokknum.

Höfundur er stjórnmálafræðingur.




Skoðun

Sjá meira


×