Málefni Hamarshallarinnar í Hveragerði – Nú verður skynsemin að ráða för Hjalti Helgason skrifar 12. apríl 2023 07:31 Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna nú er að sú að ég hef verulegar áhyggjur málefnum Hamarshallarinnar, í Hveragerði og hvaða áhrif það hefur á íþróttastarfið hér í bæ. Nú á dögunum voru opnuð tilboð í fyrsta áfanga Hamarshallarinnar, niðurstaðan var sú að öll tilboð reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Ljóst má vera að verið væri að tefla fjármálum bæjarins í verulega hættu með því að ráðast í framkvæmd af þessari stærðargráðu, á þessum óvissutímum sem nú eru uppi. Með verðbólgu í hæstu hæðum, hækkanir á aðföngum ásamt öðrum fjárfrekum framkvæmdum sem liggja fyrir í sveitarfélaginu, svo sem stækkun grunnskólans, nýr leikskóli og möguleg stækkun á fráveitumannvirki. Það er stutt á milli feigs og ófeigs í fjármálum sveitarfélaga það þekkja meðal annars nágrannar okkar í Árborg svo nærtækt dæmi sé tekið. Við aðstöðuleysi verður ekki unað og það er heldur ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á það að fara með þessi málefni ofan í pólitískar skotgrafir. Ég var formaður aðalstjórnar Hamars þegar Hamarshöllin var reist á sínum tíma. Ég held að flestir geti verið sammála um það að þar var um að ræða algjöra byltingu hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar, sennilega þá mestu síðan fyrri áfangi íþróttahúss við Skólamörk var byggður. Ákvörðun um bygginguna var umdeild á sínum tíma og var það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun þáverandi meirihluta að reisa mannvirkið. Við í aðalstjórn Hamars vorum alveg skýr með það að við tókum ekki afstöðu til þess hvers konar mannvirki skildi rísa en fögnuðum að sjálfsögðu þeim gríðarlegu umskiptum sem urðu með tilkomu Hamarshallarinnar. Í 10 ár nýttist höllin með eindæmum vel, hvort sem það var fyrir okkar yngstu borgara sem voru að taka sín fyrstu skref í íþróttum eða okkar elstu borgara sem nýttu húsið sér til heilsubótar. Núverandi meirihluti hefur verið alveg skýr með það að nýja Hamarshöll skuli reisa úr föstum efnum, þær skoðanir ber að virða, enda unnu flokkarnir sem nú mynda meirihluta afgerandi sigur í síðustu kosningum. Þær tillögur sem meirihlutinn hefur lagt fram eru áhugaverðar og gott innlegg í umræður um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Hvað er þá til ráða í þeirri stöðu sem nú er uppi? Væri hægt að hugsa sér það sem bráðabirgðalausn að setja upp nýjan dúk til að koma aðstöðunni í lag fyrir veturinn? Flest sem tengist mannvirkinu er til staðar. Lagfæra þyrfti fjölnota gólf, ljós og annan búnað og koma mætti fyrir nýjum snyrtilegum gámahúsum inni, fyrir starfsmannaðstöðu, salerni og fleira. Hafa verður í huga að dúkurinn sjálfur er ekki nema hluti af fjárfestingunni, sennilega um 20% (ekki staðfestar upplýsingar), annað er til staðar í dag. Upp í þetta gengju tryggingabætur og leitast væri til að halda öðrum kostnaði í lágmarki. Íþróttafélagið Hamar og aðrir velunnarar kæmu að því að koma dúknum upp og húsið væri klárt til notkunar fyrir næsta vetur. Samhliða væri unnið með að setja upp vindbrjóta og styrkja aðrar varnir þar sem vindálag er hvað mest á húsinu. Værum við mögulega að tala um kostnað upp á 150 m.kr að teknu tilliti til tryggingabóta ef uppsetning dúksins væri unnin í sjálfboðavinnu? Áfram yrði svo unnið með þær hugmyndir sem meirihlutinn hefur lagt fram og stefnt að því að koma þeim í framkvæmd síðar. Nú verður skynsemin að ráða för. Best væri að það næðist þverpólitísk samstaða um næstu skref, öllum þeim sem sitja í bæjarstjórn treysti ég til að stíga þessi skref. Höfundur er fyrrverandi formaður Íþróttafélagsins Hamars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hamar Hveragerði Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna nú er að sú að ég hef verulegar áhyggjur málefnum Hamarshallarinnar, í Hveragerði og hvaða áhrif það hefur á íþróttastarfið hér í bæ. Nú á dögunum voru opnuð tilboð í fyrsta áfanga Hamarshallarinnar, niðurstaðan var sú að öll tilboð reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Ljóst má vera að verið væri að tefla fjármálum bæjarins í verulega hættu með því að ráðast í framkvæmd af þessari stærðargráðu, á þessum óvissutímum sem nú eru uppi. Með verðbólgu í hæstu hæðum, hækkanir á aðföngum ásamt öðrum fjárfrekum framkvæmdum sem liggja fyrir í sveitarfélaginu, svo sem stækkun grunnskólans, nýr leikskóli og möguleg stækkun á fráveitumannvirki. Það er stutt á milli feigs og ófeigs í fjármálum sveitarfélaga það þekkja meðal annars nágrannar okkar í Árborg svo nærtækt dæmi sé tekið. Við aðstöðuleysi verður ekki unað og það er heldur ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á það að fara með þessi málefni ofan í pólitískar skotgrafir. Ég var formaður aðalstjórnar Hamars þegar Hamarshöllin var reist á sínum tíma. Ég held að flestir geti verið sammála um það að þar var um að ræða algjöra byltingu hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar, sennilega þá mestu síðan fyrri áfangi íþróttahúss við Skólamörk var byggður. Ákvörðun um bygginguna var umdeild á sínum tíma og var það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun þáverandi meirihluta að reisa mannvirkið. Við í aðalstjórn Hamars vorum alveg skýr með það að við tókum ekki afstöðu til þess hvers konar mannvirki skildi rísa en fögnuðum að sjálfsögðu þeim gríðarlegu umskiptum sem urðu með tilkomu Hamarshallarinnar. Í 10 ár nýttist höllin með eindæmum vel, hvort sem það var fyrir okkar yngstu borgara sem voru að taka sín fyrstu skref í íþróttum eða okkar elstu borgara sem nýttu húsið sér til heilsubótar. Núverandi meirihluti hefur verið alveg skýr með það að nýja Hamarshöll skuli reisa úr föstum efnum, þær skoðanir ber að virða, enda unnu flokkarnir sem nú mynda meirihluta afgerandi sigur í síðustu kosningum. Þær tillögur sem meirihlutinn hefur lagt fram eru áhugaverðar og gott innlegg í umræður um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Hvað er þá til ráða í þeirri stöðu sem nú er uppi? Væri hægt að hugsa sér það sem bráðabirgðalausn að setja upp nýjan dúk til að koma aðstöðunni í lag fyrir veturinn? Flest sem tengist mannvirkinu er til staðar. Lagfæra þyrfti fjölnota gólf, ljós og annan búnað og koma mætti fyrir nýjum snyrtilegum gámahúsum inni, fyrir starfsmannaðstöðu, salerni og fleira. Hafa verður í huga að dúkurinn sjálfur er ekki nema hluti af fjárfestingunni, sennilega um 20% (ekki staðfestar upplýsingar), annað er til staðar í dag. Upp í þetta gengju tryggingabætur og leitast væri til að halda öðrum kostnaði í lágmarki. Íþróttafélagið Hamar og aðrir velunnarar kæmu að því að koma dúknum upp og húsið væri klárt til notkunar fyrir næsta vetur. Samhliða væri unnið með að setja upp vindbrjóta og styrkja aðrar varnir þar sem vindálag er hvað mest á húsinu. Værum við mögulega að tala um kostnað upp á 150 m.kr að teknu tilliti til tryggingabóta ef uppsetning dúksins væri unnin í sjálfboðavinnu? Áfram yrði svo unnið með þær hugmyndir sem meirihlutinn hefur lagt fram og stefnt að því að koma þeim í framkvæmd síðar. Nú verður skynsemin að ráða för. Best væri að það næðist þverpólitísk samstaða um næstu skref, öllum þeim sem sitja í bæjarstjórn treysti ég til að stíga þessi skref. Höfundur er fyrrverandi formaður Íþróttafélagsins Hamars.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar