Ísland þarf fjögurra marka sigur í dag og gæti endað í vító Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 10:31 Steinunn Björnsdóttir og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu þurfa að eiga sinn allra besta leik í dag til að eiga möguleika á að komast á HM. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Til þess að Ísland verði með á HM kvenna í handbolta í jólamánuðinum þurfa stelpurnar okkar að vinna að minnsta kosti fjögurra marka sigur gegn Ungverjalandi á útivelli í dag. Leikurinn gæti endað í vítakeppni. Leikurinn hefst frekar snemma að íslenskum tíma eða klukkan 16:15 og er spilað í Erd Arena í Búdapest. Höllin tekur um 2.200 áhorfendur og þar á meðal verða nokkrir Íslendingar úr Sérsveitinni, stuðningssveit handboltalandsliðanna. Íslenski hópurinn er sá sami og spilaði gegn Ungverjum á Ásvöllum á laugardaginn þar sem Ungverjar unnu 25-21 sigur. Útlitið gæti verið enn dekkra því Ungverjar komust mest átta mörkum yfir í leiknum en Íslandi tókst að laga stöðuna og búa sér til von fyrir seinni leikinn í dag. Fari svo að Ísland vinni akkúrat fjögurra marka sigur, sama hversu mörg mörk verða skoruð, verður ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni. Engin regla er nefnilega um að útivallarmörk hafi meira vægi en mörk á heimavelli. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari gæti því til öryggis verið búinn að skrá niður fimm nöfn á blað yfir sínar helstu vítaskyttur, en ljóst er að mikið þrekvirki þarf til að Ísland landi sigri í dag. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350) Á meðan að karlalandslið Íslands hefur nánast verið í áskrift að sæti í lokakeppni HM þá hefur kvennalandsliðinu aðeins einu sinni tekist að komast á mótið. Það var árið 2011 í Brasilíu þar sem liðið vann meðal annars frækna sigra gegn Þýskalandi og Svartfjallalandi en féll svo úr leik í 16-liða úrslitum eftir tap gegn Rússum. Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 16:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Leikurinn hefst frekar snemma að íslenskum tíma eða klukkan 16:15 og er spilað í Erd Arena í Búdapest. Höllin tekur um 2.200 áhorfendur og þar á meðal verða nokkrir Íslendingar úr Sérsveitinni, stuðningssveit handboltalandsliðanna. Íslenski hópurinn er sá sami og spilaði gegn Ungverjum á Ásvöllum á laugardaginn þar sem Ungverjar unnu 25-21 sigur. Útlitið gæti verið enn dekkra því Ungverjar komust mest átta mörkum yfir í leiknum en Íslandi tókst að laga stöðuna og búa sér til von fyrir seinni leikinn í dag. Fari svo að Ísland vinni akkúrat fjögurra marka sigur, sama hversu mörg mörk verða skoruð, verður ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni. Engin regla er nefnilega um að útivallarmörk hafi meira vægi en mörk á heimavelli. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari gæti því til öryggis verið búinn að skrá niður fimm nöfn á blað yfir sínar helstu vítaskyttur, en ljóst er að mikið þrekvirki þarf til að Ísland landi sigri í dag. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350) Á meðan að karlalandslið Íslands hefur nánast verið í áskrift að sæti í lokakeppni HM þá hefur kvennalandsliðinu aðeins einu sinni tekist að komast á mótið. Það var árið 2011 í Brasilíu þar sem liðið vann meðal annars frækna sigra gegn Þýskalandi og Svartfjallalandi en féll svo úr leik í 16-liða úrslitum eftir tap gegn Rússum. Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 16:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350)
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti