Engir eftirbátar Norðmanna Sólveig Kr. Bergmann skrifar 12. apríl 2023 13:30 Fréttablaðið fjallaði nýverið um meinta orkusóun í íslenskum áliðnaði, en sú frétt virðist eingöngu unnin upp úr gögnum sem Landvernd hefur aflað. Í fréttinni var haft eftir framkvæmdastjóra Landverndar að íslensk álver væru miklir eftirbátar álvera Norsk Hydro hvað varðar raforkunotkun á hvert framleitt tonn af áli. Þetta er einfaldlega rangt. Meðalnotkun orku í álverum Norsk Hydro er 13,8 MWst/t (megawattstundir á hvert framleitt tonn af áli). Orkunotkun við framleiðslu í álveri Norðuráls á Grundartanga síðustu þrjú ár er nákvæmlega sú sama, 13,8 MWst/t. Það sem af er þessu ári er talan á Grundartanga reyndar nokkuð lægri eða 13,5 MWst/t. Í frétt Fréttablaðsins var sérstaklega bent á orkunotkun í Karmöy álverinu í Noregi, sem er 12,3 MWst/t. Álverið í Karmöy er spennandi tilraunaverkefni hjá Hydro sem naut fjárstuðnings norskra stjórnvalda sem jafngilti um 26 milljörðum íslenskra króna árið 2015. Árangurinn þar er markverður og vonandi verður hægt að nýta niðurstöður tilraunanna til að minnka orkunotkun í álverum framtíðarinnar. Það er þó enn á huldu. Norðurál greiddi tæpa 40 milljarða króna fyrir raforku á Íslandi árið 2022, en raforkukostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í okkar rekstri. Við höfum því mikinn efnahagslegan hvata til að nýta raforkuna eins vel og unnt er og höfum lagt í verulegar fjárfestingar til að svo sé. Álframleiðsla er flókið og tæknivætt ferli. Það er ekki auðvelt að ná að viðhalda slíkum árangri, heldur er það aðeins gert með verulegri vinnu og tilkostnaði. Vonandi tekst okkur að halda áfram á þeirri vegferð. Til glöggvunar er rétt að nefna það sem fylgir næst á eftir þegar ál er framleitt í kerskála. Næsta skref fer fram í steypuskálum þar sem heitt álið er sett í mót eða vélar og steypt í hleifa, málmblöndur eða sívalninga, allt eftir óskum viðskiptavina. Í því ferli er hefðbundið að nota gasbrennara til að stýra hita málmsins. Norðurál hætti því fyrir margt löngu og notar rafknúna ofna í stað gass. Það á einnig við í nýjum steypuskála sem nú er í byggingu, en þannig er dregið úr losun á CO2 um tugi þúsunda tonna á hverju ári. Það er ánægjulegt að forsvarsfólk Landverndar sýni orkunýtingu og orkuskiptum þann áhuga sem fréttin ber vitni um. Betri orkunýting mun skipta miklu máli í baráttunni við loftslagsvána og því stóra verkefni að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvænni kosti. Íslenskt ál mun leika lykilhlutverk í þeirri vegferð. Við hjá Norðuráli framleiðum ál með góðri orkunýtni og einu lægsta kolefnisspori í heimi, enda er álið okkar eftirsótt, m.a. hjá kröfuhörðustu bílaframleiðendum Evrópu. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrgri nýtingu orku og hráefna. Það er áhugaverð staðreynd að ef öll álver í heiminum framleiddu ál með sama hætti og Norðurál gerir myndi losun CO2 á heimsvísu minnka um 550 milljón tonn á ári. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands 4,5 milljónum tonna á ári. Við erum því ansi stolt af álinu okkar, fyrirtækinu og fólkinu. Upplýsingar um orkunýtni Norsk Hydro. Höfundur er framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið fjallaði nýverið um meinta orkusóun í íslenskum áliðnaði, en sú frétt virðist eingöngu unnin upp úr gögnum sem Landvernd hefur aflað. Í fréttinni var haft eftir framkvæmdastjóra Landverndar að íslensk álver væru miklir eftirbátar álvera Norsk Hydro hvað varðar raforkunotkun á hvert framleitt tonn af áli. Þetta er einfaldlega rangt. Meðalnotkun orku í álverum Norsk Hydro er 13,8 MWst/t (megawattstundir á hvert framleitt tonn af áli). Orkunotkun við framleiðslu í álveri Norðuráls á Grundartanga síðustu þrjú ár er nákvæmlega sú sama, 13,8 MWst/t. Það sem af er þessu ári er talan á Grundartanga reyndar nokkuð lægri eða 13,5 MWst/t. Í frétt Fréttablaðsins var sérstaklega bent á orkunotkun í Karmöy álverinu í Noregi, sem er 12,3 MWst/t. Álverið í Karmöy er spennandi tilraunaverkefni hjá Hydro sem naut fjárstuðnings norskra stjórnvalda sem jafngilti um 26 milljörðum íslenskra króna árið 2015. Árangurinn þar er markverður og vonandi verður hægt að nýta niðurstöður tilraunanna til að minnka orkunotkun í álverum framtíðarinnar. Það er þó enn á huldu. Norðurál greiddi tæpa 40 milljarða króna fyrir raforku á Íslandi árið 2022, en raforkukostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í okkar rekstri. Við höfum því mikinn efnahagslegan hvata til að nýta raforkuna eins vel og unnt er og höfum lagt í verulegar fjárfestingar til að svo sé. Álframleiðsla er flókið og tæknivætt ferli. Það er ekki auðvelt að ná að viðhalda slíkum árangri, heldur er það aðeins gert með verulegri vinnu og tilkostnaði. Vonandi tekst okkur að halda áfram á þeirri vegferð. Til glöggvunar er rétt að nefna það sem fylgir næst á eftir þegar ál er framleitt í kerskála. Næsta skref fer fram í steypuskálum þar sem heitt álið er sett í mót eða vélar og steypt í hleifa, málmblöndur eða sívalninga, allt eftir óskum viðskiptavina. Í því ferli er hefðbundið að nota gasbrennara til að stýra hita málmsins. Norðurál hætti því fyrir margt löngu og notar rafknúna ofna í stað gass. Það á einnig við í nýjum steypuskála sem nú er í byggingu, en þannig er dregið úr losun á CO2 um tugi þúsunda tonna á hverju ári. Það er ánægjulegt að forsvarsfólk Landverndar sýni orkunýtingu og orkuskiptum þann áhuga sem fréttin ber vitni um. Betri orkunýting mun skipta miklu máli í baráttunni við loftslagsvána og því stóra verkefni að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvænni kosti. Íslenskt ál mun leika lykilhlutverk í þeirri vegferð. Við hjá Norðuráli framleiðum ál með góðri orkunýtni og einu lægsta kolefnisspori í heimi, enda er álið okkar eftirsótt, m.a. hjá kröfuhörðustu bílaframleiðendum Evrópu. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrgri nýtingu orku og hráefna. Það er áhugaverð staðreynd að ef öll álver í heiminum framleiddu ál með sama hætti og Norðurál gerir myndi losun CO2 á heimsvísu minnka um 550 milljón tonn á ári. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands 4,5 milljónum tonna á ári. Við erum því ansi stolt af álinu okkar, fyrirtækinu og fólkinu. Upplýsingar um orkunýtni Norsk Hydro. Höfundur er framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar