„Ég hugsa um það á hverjum degi“ Jón Már Ferro skrifar 12. apríl 2023 17:01 Rúnar Kárason, er besta hægri skytta Olís deildarinnar að mati sérfræðinga Handkastsins. Vísir/Diego „Ég er klökkur,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV, eftir að hafa verið valin besta hægri skyttan í Olís deild karla í handbolta. Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals og Einar Rafn Eiðsson, leikmaður KA, voru einnig tilnefndir. „Ég vissi að það væri hörku áskorun að koma heim og standa sig vel. Maður hefur séð marga koma heim og eiga í erfiðleikum þannig ég vissi að ég þyrfti að halda vel á spöðunum. Þyrfti að gefa í ef eitthvað er. Mér finnst ég hafa staðið undir því.“ Rúnar segir að Olís deildin sé mjög sterk en eigi töluvert í land miðað við Danmörku þar sem hann spilaði síðast. Eftir yfirstandandi tímabil gengur Rúnar til liðs við Fram. Hann var einnig orðaður við Gróttu og Val en valdi á endanum uppeldisfélag sitt. „Ég var opinn fyrir flestu. Ég var nú ekkert í sambandi við Gróttu nema rétt um mánuð eftir að þú komst með slúðrið. Þá fóru þeir að tékka á mér. Ég var búin að vera í samtali við Snorra í smá tíma. Það er líka vegna þess að Snorri og Robbi eru góðir vinir mínir úr landsliðinu. Svo var maður í samtali við Einar,“ sagði Rúnar. Fyrir áramót fjallaði Handkastið um að Rúnar væri mögulega á leið í Gróttu. Hann ræddi við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals og Róbert Gunnarson, þjálfari Gróttu. Einar Jónsson, þjálfari karla og kvenna liðs Fram.Vísir/Hulda Margrét „Þegar uppi var staðið fannst mér Fram ótrúlega spennandi og smá rómantík í því að koma heim. Mér þykir vænt um Fram, er mikill Framari og alltaf verið. Mér finnst mjög spennandi hlutir að gerast þar.“ Rúnari myndi þykja ótrúlega vænt um að geta endað á Íslandsmeistaratitli með ÍBV. Hann segir liðið vera á réttri leið og mikinn stíganda hafa verið í spilamennsku liðsins undanfarið. „Ég hugsa um það á hverjum degi. Ég er búinn að eiga algjörlega frábæran tíma í Vestmannaeyjum. Ég hef aldrei komið á stað þar sem jafn vel er tekið á móti manni. Það er algjörlega frábært samfélag í Vestmannaeyjum. Ótrúlega gott fólk í kringum handboltann. Ég hef tekið algjöru ástfóstri við Eyjuna.“ Rúnar Kárason er frábær skytta.Vísir/Vilhelm Þyngd Rúnars hefur verið til umræðu og að hann sé léttari á fæti en áður. „Ég var alltaf um 106 kíló í Þýskalandi, ég var 103 kíló í Danmörku. Ég hef léttastur verið á Íslandi 101 kíló. Það var eiginlega farið að vera til vandræða. Ég er aftur kominn í 103, Danmerkur kílóin,“ segir Rúnar sem segir Erling Richardsson hafa hjálpað sér í vetur. „Erlingur er frábær í líkamlega þættinum. Hann lætur okkur hlaupa mikið inni á handboltavelli og þétt lyftingarprógram hjá okkur. Ég hef í raun aldrei lyft jafn mikið og ég er að gera núna.“ Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
„Ég vissi að það væri hörku áskorun að koma heim og standa sig vel. Maður hefur séð marga koma heim og eiga í erfiðleikum þannig ég vissi að ég þyrfti að halda vel á spöðunum. Þyrfti að gefa í ef eitthvað er. Mér finnst ég hafa staðið undir því.“ Rúnar segir að Olís deildin sé mjög sterk en eigi töluvert í land miðað við Danmörku þar sem hann spilaði síðast. Eftir yfirstandandi tímabil gengur Rúnar til liðs við Fram. Hann var einnig orðaður við Gróttu og Val en valdi á endanum uppeldisfélag sitt. „Ég var opinn fyrir flestu. Ég var nú ekkert í sambandi við Gróttu nema rétt um mánuð eftir að þú komst með slúðrið. Þá fóru þeir að tékka á mér. Ég var búin að vera í samtali við Snorra í smá tíma. Það er líka vegna þess að Snorri og Robbi eru góðir vinir mínir úr landsliðinu. Svo var maður í samtali við Einar,“ sagði Rúnar. Fyrir áramót fjallaði Handkastið um að Rúnar væri mögulega á leið í Gróttu. Hann ræddi við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals og Róbert Gunnarson, þjálfari Gróttu. Einar Jónsson, þjálfari karla og kvenna liðs Fram.Vísir/Hulda Margrét „Þegar uppi var staðið fannst mér Fram ótrúlega spennandi og smá rómantík í því að koma heim. Mér þykir vænt um Fram, er mikill Framari og alltaf verið. Mér finnst mjög spennandi hlutir að gerast þar.“ Rúnari myndi þykja ótrúlega vænt um að geta endað á Íslandsmeistaratitli með ÍBV. Hann segir liðið vera á réttri leið og mikinn stíganda hafa verið í spilamennsku liðsins undanfarið. „Ég hugsa um það á hverjum degi. Ég er búinn að eiga algjörlega frábæran tíma í Vestmannaeyjum. Ég hef aldrei komið á stað þar sem jafn vel er tekið á móti manni. Það er algjörlega frábært samfélag í Vestmannaeyjum. Ótrúlega gott fólk í kringum handboltann. Ég hef tekið algjöru ástfóstri við Eyjuna.“ Rúnar Kárason er frábær skytta.Vísir/Vilhelm Þyngd Rúnars hefur verið til umræðu og að hann sé léttari á fæti en áður. „Ég var alltaf um 106 kíló í Þýskalandi, ég var 103 kíló í Danmörku. Ég hef léttastur verið á Íslandi 101 kíló. Það var eiginlega farið að vera til vandræða. Ég er aftur kominn í 103, Danmerkur kílóin,“ segir Rúnar sem segir Erling Richardsson hafa hjálpað sér í vetur. „Erlingur er frábær í líkamlega þættinum. Hann lætur okkur hlaupa mikið inni á handboltavelli og þétt lyftingarprógram hjá okkur. Ég hef í raun aldrei lyft jafn mikið og ég er að gera núna.“
Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira