Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2023 16:19 Þegar Ásmundur Einar flutti að vestan og í Borgarnesið keypti hann húsið sem nú er komið á sölu. Eftir því sem Vísir kemst næst gæti hann fengið 70 milljónir fyrir slotið. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. Um er að ræða 180 fermetra hús sem stendur við Helgugötu 11, 310 Borgarnesi, á besta stað með góðum garði. Húsið stendur í grennd við grunnskólann á Borgarnesi og ef menn eru áhugasamir um boltann þá má halla sér aftur í klappstól á stórum pallinum og fylgjast með því sem fram fer á fótboltavelli Skallagríms. „Stór sólpallur er með stórbrotnu útsýni yfir Skallagrímsvöll, út á Faxaflóa og vestur á Snæfellsnes,“ segir í lýsingu. Ásmundur Einar hefur verið með húsið í útleigu að undanförnu en Heimildin greindi frá því að Ásmundi hafi láðst að tilgreina það í hagsmunaskráningu þingmanna. Húsið hefur hann leigt út fyrir 400 þúsund krónur á mánuði. Þórarinn Halldór Óðinsson fasteignasali, sem annast söluna á húsinu segir að enn séu ekki komin nein formleg tilboð í húsið en hann segir ekki gáfulegt af sinni hálfu að gefa upp hvers ráðherrann getur vænst fyrir húsið. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að miðað við stöðuna á markaði, staðsetningu og ástand hússins megi gera ráð fyrir því að kaupandi þurfi að gefa fyrir húsið 65-70 milljónir. Brunabótamat er 71.760.000 krónur en fasteignamat 49.750.000 krónur. Húsið er járnklætt steinhús, byggt á þremur pöllum og fylgir bílskúr. Framkvæmdir eru hafnar við að breyta honum í leiguhúsnæði. Spurður hvort það sé nokkuð óvarlegt að kalla húsið höll segir Þórarinn fasteignasali þar teflt á tæpasta vað, kominn sé tími á viðhald en húsið geti vissulega orðið höll í réttum höndum. Fasteignamarkaður Alþingi Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Um er að ræða 180 fermetra hús sem stendur við Helgugötu 11, 310 Borgarnesi, á besta stað með góðum garði. Húsið stendur í grennd við grunnskólann á Borgarnesi og ef menn eru áhugasamir um boltann þá má halla sér aftur í klappstól á stórum pallinum og fylgjast með því sem fram fer á fótboltavelli Skallagríms. „Stór sólpallur er með stórbrotnu útsýni yfir Skallagrímsvöll, út á Faxaflóa og vestur á Snæfellsnes,“ segir í lýsingu. Ásmundur Einar hefur verið með húsið í útleigu að undanförnu en Heimildin greindi frá því að Ásmundi hafi láðst að tilgreina það í hagsmunaskráningu þingmanna. Húsið hefur hann leigt út fyrir 400 þúsund krónur á mánuði. Þórarinn Halldór Óðinsson fasteignasali, sem annast söluna á húsinu segir að enn séu ekki komin nein formleg tilboð í húsið en hann segir ekki gáfulegt af sinni hálfu að gefa upp hvers ráðherrann getur vænst fyrir húsið. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að miðað við stöðuna á markaði, staðsetningu og ástand hússins megi gera ráð fyrir því að kaupandi þurfi að gefa fyrir húsið 65-70 milljónir. Brunabótamat er 71.760.000 krónur en fasteignamat 49.750.000 krónur. Húsið er járnklætt steinhús, byggt á þremur pöllum og fylgir bílskúr. Framkvæmdir eru hafnar við að breyta honum í leiguhúsnæði. Spurður hvort það sé nokkuð óvarlegt að kalla húsið höll segir Þórarinn fasteignasali þar teflt á tæpasta vað, kominn sé tími á viðhald en húsið geti vissulega orðið höll í réttum höndum.
Fasteignamarkaður Alþingi Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira