„Það er helvítis samheldni í okkur núna“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Kári Mímisson skrifa 12. apríl 2023 23:00 Maté Dalmay í leik kvöldsins. Vísir/Diego „Ég er ekkert eðlilega kátur og stoltur,“ sagði afar ánægður Maté Dalmay eftir glæsilegan sigur Hauka á Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í Ólafssal í kvöld. Liðið var án tveggja mikilvægra pósta í þeim Norbertas Giga og Darwin Davis Jr. Sigurinn þýðir að Haukar eru komnir 2-1 yfir í einvíginu. „Það eru sumir þarna sem þurftu að sjá einn detta eins og Daníel Ágúst. Hann þurfti bara að sjá einn detta með stúkuna syngjandi að hann geti ekki rassgat. Hann er átján ára og þarf svona móment til að fá sjálfstraust og hann mun koma áfram svona inn í þetta. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum.“ „Þegar hann var í fyrra í spútniklið Fjölnis að spila á móti mér með atvinnumannalið og Hetti sem var líka með atvinnumannalið. Hann var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar og átti að vera leikmaður ársins. Ég sagði við hann í fyrra; þetta er ekkert öðruvísi hér, þetta eru bara sömu gæjar nema aðeins dýrari.“ Orri Gunnarsson var magnaður í dag.Vísir/Diego „Við þurfum það þegar vantar tvö stór púsl sóknarlega hjá okkur. Þá þurftum við að menn eins og Orri bæti aðeins við meðaltalið sitt. Það var engin með hetjuleik í kvöld eins og hefur verið hjá Hilmari heldur voru allir að bæta aðeins við sig og svo er Orri maðurinn í dag.“ Haukar áttu hvert sóknarfrákastið af fætur öðru í kvöld. Liðið endaði með þrefalt fleiri sóknarfráköst en Þór en samt er lið Hauka lægra. „Það er helvítis samheldni í okkur núna. Það er oft þannig þegar menn detta út í meiðslum þá þjappar liðið sér saman. Þetta er ömurleg klisja en það gerist samt. Við þurftum einn svona leik í Þorlákshöfn þar sem við vorum litlir. Við mætum svo heim og byrjum þetta vel sem var mikilvægt svo að menn verði ekki skítstressaðir frjósi.“ Maté fer yfir málin.Vísir/Diego „Sóknarfráköst er frábær mælikvarði á baráttu og elju hjá liðum og það var alveg til staðar hjá okkur í dag,“ sagði Maté að endingu. Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Sjá meira
„Það eru sumir þarna sem þurftu að sjá einn detta eins og Daníel Ágúst. Hann þurfti bara að sjá einn detta með stúkuna syngjandi að hann geti ekki rassgat. Hann er átján ára og þarf svona móment til að fá sjálfstraust og hann mun koma áfram svona inn í þetta. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum.“ „Þegar hann var í fyrra í spútniklið Fjölnis að spila á móti mér með atvinnumannalið og Hetti sem var líka með atvinnumannalið. Hann var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar og átti að vera leikmaður ársins. Ég sagði við hann í fyrra; þetta er ekkert öðruvísi hér, þetta eru bara sömu gæjar nema aðeins dýrari.“ Orri Gunnarsson var magnaður í dag.Vísir/Diego „Við þurfum það þegar vantar tvö stór púsl sóknarlega hjá okkur. Þá þurftum við að menn eins og Orri bæti aðeins við meðaltalið sitt. Það var engin með hetjuleik í kvöld eins og hefur verið hjá Hilmari heldur voru allir að bæta aðeins við sig og svo er Orri maðurinn í dag.“ Haukar áttu hvert sóknarfrákastið af fætur öðru í kvöld. Liðið endaði með þrefalt fleiri sóknarfráköst en Þór en samt er lið Hauka lægra. „Það er helvítis samheldni í okkur núna. Það er oft þannig þegar menn detta út í meiðslum þá þjappar liðið sér saman. Þetta er ömurleg klisja en það gerist samt. Við þurftum einn svona leik í Þorlákshöfn þar sem við vorum litlir. Við mætum svo heim og byrjum þetta vel sem var mikilvægt svo að menn verði ekki skítstressaðir frjósi.“ Maté fer yfir málin.Vísir/Diego „Sóknarfráköst er frábær mælikvarði á baráttu og elju hjá liðum og það var alveg til staðar hjá okkur í dag,“ sagði Maté að endingu.
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Sjá meira