Breytum vörn í sókn! Trausti Hjálmarsson skrifar 13. apríl 2023 07:01 Riða (e. scrapie) í sauðfé er talin hafa borist hingað til lands árið 1878. Útbreiðsla hennar jókst hægt og bítandi og á árabilinu 1968-1978 var hún komin í mörg af helstu sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Frá árinu 1982 hefur allt fé á bæjum þar sem riða hefur greinst verið skorið niður og eftir atvikum hefur fé í nálægð við viðkomandi bæi verið skorið niður til að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Sú aðferð að útrýma riðu með niðurskurði er gríðarlega íþyngjandi fyrir þá sem fyrir verða. Hún var þó byggð á bestu vísindalegu þekkingu og reynslan hefur sýnt að dregið hefur verulega úr riðutilfellum. Það ber jafnframt að hafa í huga að um kvalafullan og langvinnan sjúkdóm er að ræða sem alltaf endar með dauða og smitleiðir ekki að fullu þekktar. Baráttan hefur verið hörð og víða hefur hún skilið eftir sig sár í sveitum landsins. Fyrir rúmu ári urðu þó straumhvörf í baráttu gegn riðu á Íslandi. Hin svokallaða ARR arfgerð fannst í níu kindum á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Hennar hafði áður verið leitað í íslensku fé en ekki fundist. ARR er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð sem notuð hefur verið í rúm 20 ár erlendis til að útrýma riðu með góðum árangri. Það fé sem ber arfgerðina veikist ekki. Fundur hennar veitir okkur möguleika á að byggja upp riðuþolinn sauðfjárstofn hérlendis og þar með breyta um aðferðafræði í baráttunni, ljósið í myrkrinu! Bændur hafa ekki látið sitt eftir liggja og sýnt innleiðingu ARR arfgerðarinnar mikinn áhuga. Sl. haust voru þrír hrútar teknir til notkunar á Sauðfjársæðingarstöðvunum sem bera hana. Það má áætla að í vor fæðist í kringum 2.900 lömb undan þeim og skv. grunnreglum Mendelskar erfðafræði muni helmingur þeirra bera ARR. Það er því mikilvægt að lömbin verði arfgerðargreind í vor svo að hægt sé að skera úr hver þeirra beri ARR. Á árunum 2018 -2021 fóru 851 milljónir króna í varnir gegn dýrasjúkdómum eða að jafnaði rúmar 212 milljónir á ári. Langstærstur hluti þessara fjármuna eru útgjöld vegna niðurskurðar gegn riðu. Skilvirkast leiðin til hefta útbreiðslu riðu er að koma í veg fyrir að hún berist á hrein svæði og þar gegna sauðfjárveikivarnargirðingar mikilvægu hlutverki. Á þessu ári er gert ráð fyrir 35 milljónum í viðhald og endurnýjun sauðfjárveikivarnagirðinga og er það sambærileg upphæð og undanfarin ár. Betur má ef duga skal! Þær fregnir bárust rétt fyrir páska að riða hefði greinst í Miðfjarðarhólfi sem fram að því hafði verið hreint hólf. Það er mikið reiðarslag. Ég ætla ekki að reyna að setja mig í spor þeirra sem lenda í slíku áfalli að missa ævistarfið í einum vettvangi og geta ekkert gert annað en að reyna að sætta sig við orðinn hlut. Auk þess bíða aðrir bændur milli vonar og ótta því enginn veit ennþá hver útbreiðsla riðu er í hólfinu og vonandi er hún ekki meiri. Ég votta öllum sem hlut eiga að máli samúð mína. Það er kominn tími til að við breytum vörn í sókn í baráttu okkar við riðu í sauðfé á Íslandi! Við eigum að setja fjármuni í arfgerðargreiningar, líkt og fordæmi eru fyrir erlendis, til að flýta fyrir ræktun á riðuþolnum sauðfjárstofni því þá getur þessi vágestur heyrt sögunni til eftir 15-20 ár. Á meðan á því átaki stendur er mikilvægt að viðhalda sauðfjárveikivarnargirðingum til að hefta útbreiðslu riðu. Þessar aðgerðir munu í framtíðinni spara mikla fjármuni og koma í veg fyrir atburði af því tagi sem nú eiga sér stað í Miðfjarðarhólfi. Bændur eru byrjaðir að gera sitt og nú þarf hið opinbera að leggjast á árarnar með okkur svo við náum landi fyrr! Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Trausti Hjálmarsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Riða (e. scrapie) í sauðfé er talin hafa borist hingað til lands árið 1878. Útbreiðsla hennar jókst hægt og bítandi og á árabilinu 1968-1978 var hún komin í mörg af helstu sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Frá árinu 1982 hefur allt fé á bæjum þar sem riða hefur greinst verið skorið niður og eftir atvikum hefur fé í nálægð við viðkomandi bæi verið skorið niður til að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Sú aðferð að útrýma riðu með niðurskurði er gríðarlega íþyngjandi fyrir þá sem fyrir verða. Hún var þó byggð á bestu vísindalegu þekkingu og reynslan hefur sýnt að dregið hefur verulega úr riðutilfellum. Það ber jafnframt að hafa í huga að um kvalafullan og langvinnan sjúkdóm er að ræða sem alltaf endar með dauða og smitleiðir ekki að fullu þekktar. Baráttan hefur verið hörð og víða hefur hún skilið eftir sig sár í sveitum landsins. Fyrir rúmu ári urðu þó straumhvörf í baráttu gegn riðu á Íslandi. Hin svokallaða ARR arfgerð fannst í níu kindum á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Hennar hafði áður verið leitað í íslensku fé en ekki fundist. ARR er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð sem notuð hefur verið í rúm 20 ár erlendis til að útrýma riðu með góðum árangri. Það fé sem ber arfgerðina veikist ekki. Fundur hennar veitir okkur möguleika á að byggja upp riðuþolinn sauðfjárstofn hérlendis og þar með breyta um aðferðafræði í baráttunni, ljósið í myrkrinu! Bændur hafa ekki látið sitt eftir liggja og sýnt innleiðingu ARR arfgerðarinnar mikinn áhuga. Sl. haust voru þrír hrútar teknir til notkunar á Sauðfjársæðingarstöðvunum sem bera hana. Það má áætla að í vor fæðist í kringum 2.900 lömb undan þeim og skv. grunnreglum Mendelskar erfðafræði muni helmingur þeirra bera ARR. Það er því mikilvægt að lömbin verði arfgerðargreind í vor svo að hægt sé að skera úr hver þeirra beri ARR. Á árunum 2018 -2021 fóru 851 milljónir króna í varnir gegn dýrasjúkdómum eða að jafnaði rúmar 212 milljónir á ári. Langstærstur hluti þessara fjármuna eru útgjöld vegna niðurskurðar gegn riðu. Skilvirkast leiðin til hefta útbreiðslu riðu er að koma í veg fyrir að hún berist á hrein svæði og þar gegna sauðfjárveikivarnargirðingar mikilvægu hlutverki. Á þessu ári er gert ráð fyrir 35 milljónum í viðhald og endurnýjun sauðfjárveikivarnagirðinga og er það sambærileg upphæð og undanfarin ár. Betur má ef duga skal! Þær fregnir bárust rétt fyrir páska að riða hefði greinst í Miðfjarðarhólfi sem fram að því hafði verið hreint hólf. Það er mikið reiðarslag. Ég ætla ekki að reyna að setja mig í spor þeirra sem lenda í slíku áfalli að missa ævistarfið í einum vettvangi og geta ekkert gert annað en að reyna að sætta sig við orðinn hlut. Auk þess bíða aðrir bændur milli vonar og ótta því enginn veit ennþá hver útbreiðsla riðu er í hólfinu og vonandi er hún ekki meiri. Ég votta öllum sem hlut eiga að máli samúð mína. Það er kominn tími til að við breytum vörn í sókn í baráttu okkar við riðu í sauðfé á Íslandi! Við eigum að setja fjármuni í arfgerðargreiningar, líkt og fordæmi eru fyrir erlendis, til að flýta fyrir ræktun á riðuþolnum sauðfjárstofni því þá getur þessi vágestur heyrt sögunni til eftir 15-20 ár. Á meðan á því átaki stendur er mikilvægt að viðhalda sauðfjárveikivarnargirðingum til að hefta útbreiðslu riðu. Þessar aðgerðir munu í framtíðinni spara mikla fjármuni og koma í veg fyrir atburði af því tagi sem nú eiga sér stað í Miðfjarðarhólfi. Bændur eru byrjaðir að gera sitt og nú þarf hið opinbera að leggjast á árarnar með okkur svo við náum landi fyrr! Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun