Segir Mourinho að troða bikarsafninu þar sem sólin skín ekki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2023 12:31 Antonio Cassano er ekki hrifinn af José Mourinho og aðferðum hans. Vísir Það verður seint sagt að José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma á Ítalíu, og Antonio Cassano, fyrrverandi leikmanni Roma sem og ítalska landsliðsins, sé vel til vina. Þeir hafa skotið á hvorn annan í gegnum fjölmiðla að undanförnu og nú hefur Cassano sagt Mourinho að hann viti hvert hann geti troðið öllum þeim verðlaunagripum sem hann hefur unnið á ferlinum. Þannig er mál með vexti að Cassano hóf leiðindin þegar hann gagnrýndi Mourinho opinberlega. Sagði hann að portúgalski þjálfarinn væri latur og að honum væri „alveg sama um fótbolta.“ Jose Mourinho hits back at Antonio Cassano after the former striker claimed he 'doesn't give a s*** about football' https://t.co/8EJgJjyCcd— MailOnline Sport (@MailSport) April 9, 2023 Mourinho verður seint þekktur fyrir að taka gagnrýni vel og svaraði um hæl. Hann gagnrýndi feril Cassano og sagði hann vera „miðlungs.“ Cassano hóf feril sinn hjá Bari en spilaði með Roma frá 2001 til 2006. Þaðan fór hann til Real Madríd en náði aldrei að festa sig í sessi. Spilaði framherjinn með Sampdoria, AC Milan, Inter Milan, Parma og Verona eftir það. Þá spilaði Cassano 39 A-landsleiki og skoraði 10 mörk. Mourinho passaði sig einnig að nefna þá titla sem hann hefur unnið í gegnum tíðina. Cassano svaraði því svo í síðasta þætti sápuóperu þeirra félaga. „Ég hef aldrei talað illa um persónuna Mourinho. Ég þekki hann ekki og get ekki dæmt persónu hans. Ég mun halda áfram að gagnrýna hann hvað fótbolta varðar. Hann veit hvert hann getur troðið verðlaununum sem hann hefur unnið.“ „Mourinho vann Sambandsdeild Evrópu með Roma en hann hagaði sér skammarlega, var til vandræða og móðgaði leikmenn. Ég þurfti ekki að vinna neitt, ég spilaði til að skemmta áhorfendum. Mér var alveg sama um titla og bikara. Mourinho vinnur með því að spila ógeðfelldan fótbolta, hann verður að skilja að hann er slakur þjálfari,“ sagði Cassano. Mourinho eftir sigur í Sambandsdeildinni.Silvia Lore/Getty Images Mourinho og lærisveinar hans heimsækja Feyenoord í Hollandi í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. Um er að ræða liðin sem mættust í úrslitum Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá hafði Roma betur 1-0. Leikurinn hefst klukkan 16.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira
Þeir hafa skotið á hvorn annan í gegnum fjölmiðla að undanförnu og nú hefur Cassano sagt Mourinho að hann viti hvert hann geti troðið öllum þeim verðlaunagripum sem hann hefur unnið á ferlinum. Þannig er mál með vexti að Cassano hóf leiðindin þegar hann gagnrýndi Mourinho opinberlega. Sagði hann að portúgalski þjálfarinn væri latur og að honum væri „alveg sama um fótbolta.“ Jose Mourinho hits back at Antonio Cassano after the former striker claimed he 'doesn't give a s*** about football' https://t.co/8EJgJjyCcd— MailOnline Sport (@MailSport) April 9, 2023 Mourinho verður seint þekktur fyrir að taka gagnrýni vel og svaraði um hæl. Hann gagnrýndi feril Cassano og sagði hann vera „miðlungs.“ Cassano hóf feril sinn hjá Bari en spilaði með Roma frá 2001 til 2006. Þaðan fór hann til Real Madríd en náði aldrei að festa sig í sessi. Spilaði framherjinn með Sampdoria, AC Milan, Inter Milan, Parma og Verona eftir það. Þá spilaði Cassano 39 A-landsleiki og skoraði 10 mörk. Mourinho passaði sig einnig að nefna þá titla sem hann hefur unnið í gegnum tíðina. Cassano svaraði því svo í síðasta þætti sápuóperu þeirra félaga. „Ég hef aldrei talað illa um persónuna Mourinho. Ég þekki hann ekki og get ekki dæmt persónu hans. Ég mun halda áfram að gagnrýna hann hvað fótbolta varðar. Hann veit hvert hann getur troðið verðlaununum sem hann hefur unnið.“ „Mourinho vann Sambandsdeild Evrópu með Roma en hann hagaði sér skammarlega, var til vandræða og móðgaði leikmenn. Ég þurfti ekki að vinna neitt, ég spilaði til að skemmta áhorfendum. Mér var alveg sama um titla og bikara. Mourinho vinnur með því að spila ógeðfelldan fótbolta, hann verður að skilja að hann er slakur þjálfari,“ sagði Cassano. Mourinho eftir sigur í Sambandsdeildinni.Silvia Lore/Getty Images Mourinho og lærisveinar hans heimsækja Feyenoord í Hollandi í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. Um er að ræða liðin sem mættust í úrslitum Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá hafði Roma betur 1-0. Leikurinn hefst klukkan 16.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira