Umfjöllun og viðtöl: Valur – Haukar 70-80 | Oddaleikur um sæti í úrslitum framundan Jón Már Ferro skrifar 13. apríl 2023 22:00 Keira Robinson var frábær í liði Hauka í kvöld. Vísir/Diego Eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu hafa Haukar jafnað metin í 2-2 og tryggðu sér í kvöld oddaleik sem fram fer í Ólafssal á sunnudag. Reikna má með brjáluðum látum þar sem sigurvegarinn þar mætir Keflavík í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en fljótlega voru gestirnir komnir með yfirhöndina. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 20-22 gestunum í vil. Aðeins nokkrum mínútum síðar var staðan orðin 20-33 fyrir Hauka. Sóknarleikur Vals var alls ekki góður á meðan meira gekk upp hjá Haukum. Ekki batnaði útlitið fyrir heimakonur þegar 16 mínútur voru búnar af leiknum því munurinn var orðinn 18 stig. Elísabeth Ýr skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf tvær stoðsendingar í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Valur náði að minnka muninn niður í 15 stig áður en gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Valur sýndi það í fyrsta leiknum að liðið getur snúið við slæmri stöðu. Fyrstu körfu seinni hálfleiks skoraði Keira Breeanne Robinson, þær voru þó ekki margar körfurnar sem fóru niður í upphafi seinni hálfleiks því báðum liðum gekk brösulega að skora. Þegar um 27 mínútur voru búnar af leiknum minnkaði Valur muninn niður í 7 stig eftir vaska framgöngu Kiana Johnson. Haukar fóru ekki á taugum við þetta og juku muninn aftur í meira en 10 stig. Þegar þriðji leikhluti kláraðist var munurinn 13 stig og Haukar sterkari á öllum sviðum. Þegar minna en 5 mínútur voru eftir af leiknum voru Haukar enn með góða forystu. Það var ljóst að þær höfðu lært af misstökum fyrsta leiksins og ætluðu ekki að láta það endurtaka sig. Að lokum var sigurinn sanngjarn og sannfærandi. Af hverju unnu Haukar? Það sást að það var meira undir fyrir Hauka því þær voru ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Varnarlega voru gestirnir mjög aggressívir og sóknarlega var ekkert hik. Í varnarleiknum lokuðu Haukar teignum vel og gerðu Val erfitt fyrir að keyra á körfuna. Síðast en ekki síst var skotnýting Hauka frábær og var mögulega stærsta ástæðan fyrir sigrinum. Hverjar stóðu upp úr? Í Valsliðinu voru ekki nógu margir leikmenn sem stóðu fyrir sínu. Það gerði Kiana Johnson hinsvegar og var best heimakvenna og ekkert við hana að sakast. Hún skoraði 19 stig, tók 9 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Kiana Johnson spilaði vel í kvöld þrátt fyrir tap.Vísir/Diego Hinsvegar voru tvær í Haukaliðinu sem áttu frábæran leik. Þær Keira Breeanne Robinson og Sólrún Inga Gísladóttir. Keira skoraði 23 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hvað eftir annað steig hún upp þegar á reyndi. Keira Robinson átti góða leik.Vísir/Hulda Margrét Það sama má segja um Sólrúnu. Hún skoraði 21 stig, tók 4 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Hvað gekk illa? Val gekk illa að skora á mikilvægum tímapunktum í leiknum. Nokkrum sinnum í leiknum komust heimakonur nálægt gestunum en gerðu því miður ekki nóg. Ef Valur skoraði tveggja stiga körfu þá svöruðu Haukar með þriggja stiga. Ef Haukakonur hittu ekki þá náðu þær frákastinu. Hvað gerist næst? Liðin spila oddaleik á Ásvöllum næsta sunnudag klukkan 19:15. Sigurvegarinn úr þeim leik spilar við Keflavík í úrslitum. Bjarni Magnússon: Við hættum að hreyfa boltann vel í þriðja leikhluta. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Vísir/Bára Dröfn „Þær komust aldrei óþægilega nálægt en annar leikhluti skóp náttúrulega góðan mun og við fegnum gott tempó í því sem við vorum að gera. Þannig að þrátt fyrir smá áhlaup hjá Val í seinni hálfleik að þá var ég aldrei orðinn yfirmáta stressaður,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka. Hann hafði ekki áhyggjur af því að Valur myndi koma til baka þrátt fyrir að munurinn hafi minnkað niður í 7 stig í þriðja leikhluta. „Ég var kannski ekki að hafa áhyggjur af því hvort þær væru komnar niður fyrir 10 stigin eða ekki. Ég var meira að fókusa á hvað við værum að gera sóknarlega og reyna að finna lausnir á því. Við hættum að hreyfa boltann vel í þriðja leikhluta og vera árásagjarnar.“ Það var líkt og það væri engin efi í huga Haukastelpna í kvöld. Þær voru mjög ákveðnar í öllum sínum aðgerðum. „Já eins og við töluðum um fyrir leikinn að það skóp okkur sigur í leik þrjú. Að við vorum ákafar og aggressívar varnarlega og vorum að sækja á þær sóknarlega. Sérstaklega í fyrr hálfleik.“ Ólafur Jónas: Það fór mikið úrskeiðis varnarlega Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals.Vísir/Vilhelm „Það fór mikið úrskeiðis varnarlega. Við byrjum leikinn sterkt, vorum grimmar og erum að gera hlutina nokkuð rétt varnarlega. Svo einhvernveginn brotnum við og förum að rótera vitlaust í vörn,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals. „Ég veit að þær eru allar að gefa allt sitt í þetta en við erum að telja vitlaust varnarlega og við þurfum að hafa meira sjálfstraust í skotunum okkar. Það er ekki nóg að það sé bara ein eða tvær. Það þurfa allar að hafa trú á að verkefninu.“ „Við vorum einhvernveginn bara fyrir hvor annarri og grunndvallaratriði sem við vorum að gera vitlaust sem við erum búin að vera gera vel í allan vetur eiginilega." Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir „Vera óhrædd og taka þessi opnu skot“ „Við ætluðum okkur ekki í sumarfrí,“ sagði Sólrún Inga Gísladóttir, leikmaður Hauka, eftir 70-80 sigur á móti Val í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar kvenna. 13. apríl 2023 22:36
Eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu hafa Haukar jafnað metin í 2-2 og tryggðu sér í kvöld oddaleik sem fram fer í Ólafssal á sunnudag. Reikna má með brjáluðum látum þar sem sigurvegarinn þar mætir Keflavík í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en fljótlega voru gestirnir komnir með yfirhöndina. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 20-22 gestunum í vil. Aðeins nokkrum mínútum síðar var staðan orðin 20-33 fyrir Hauka. Sóknarleikur Vals var alls ekki góður á meðan meira gekk upp hjá Haukum. Ekki batnaði útlitið fyrir heimakonur þegar 16 mínútur voru búnar af leiknum því munurinn var orðinn 18 stig. Elísabeth Ýr skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf tvær stoðsendingar í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Valur náði að minnka muninn niður í 15 stig áður en gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Valur sýndi það í fyrsta leiknum að liðið getur snúið við slæmri stöðu. Fyrstu körfu seinni hálfleiks skoraði Keira Breeanne Robinson, þær voru þó ekki margar körfurnar sem fóru niður í upphafi seinni hálfleiks því báðum liðum gekk brösulega að skora. Þegar um 27 mínútur voru búnar af leiknum minnkaði Valur muninn niður í 7 stig eftir vaska framgöngu Kiana Johnson. Haukar fóru ekki á taugum við þetta og juku muninn aftur í meira en 10 stig. Þegar þriðji leikhluti kláraðist var munurinn 13 stig og Haukar sterkari á öllum sviðum. Þegar minna en 5 mínútur voru eftir af leiknum voru Haukar enn með góða forystu. Það var ljóst að þær höfðu lært af misstökum fyrsta leiksins og ætluðu ekki að láta það endurtaka sig. Að lokum var sigurinn sanngjarn og sannfærandi. Af hverju unnu Haukar? Það sást að það var meira undir fyrir Hauka því þær voru ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Varnarlega voru gestirnir mjög aggressívir og sóknarlega var ekkert hik. Í varnarleiknum lokuðu Haukar teignum vel og gerðu Val erfitt fyrir að keyra á körfuna. Síðast en ekki síst var skotnýting Hauka frábær og var mögulega stærsta ástæðan fyrir sigrinum. Hverjar stóðu upp úr? Í Valsliðinu voru ekki nógu margir leikmenn sem stóðu fyrir sínu. Það gerði Kiana Johnson hinsvegar og var best heimakvenna og ekkert við hana að sakast. Hún skoraði 19 stig, tók 9 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Kiana Johnson spilaði vel í kvöld þrátt fyrir tap.Vísir/Diego Hinsvegar voru tvær í Haukaliðinu sem áttu frábæran leik. Þær Keira Breeanne Robinson og Sólrún Inga Gísladóttir. Keira skoraði 23 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hvað eftir annað steig hún upp þegar á reyndi. Keira Robinson átti góða leik.Vísir/Hulda Margrét Það sama má segja um Sólrúnu. Hún skoraði 21 stig, tók 4 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Hvað gekk illa? Val gekk illa að skora á mikilvægum tímapunktum í leiknum. Nokkrum sinnum í leiknum komust heimakonur nálægt gestunum en gerðu því miður ekki nóg. Ef Valur skoraði tveggja stiga körfu þá svöruðu Haukar með þriggja stiga. Ef Haukakonur hittu ekki þá náðu þær frákastinu. Hvað gerist næst? Liðin spila oddaleik á Ásvöllum næsta sunnudag klukkan 19:15. Sigurvegarinn úr þeim leik spilar við Keflavík í úrslitum. Bjarni Magnússon: Við hættum að hreyfa boltann vel í þriðja leikhluta. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Vísir/Bára Dröfn „Þær komust aldrei óþægilega nálægt en annar leikhluti skóp náttúrulega góðan mun og við fegnum gott tempó í því sem við vorum að gera. Þannig að þrátt fyrir smá áhlaup hjá Val í seinni hálfleik að þá var ég aldrei orðinn yfirmáta stressaður,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka. Hann hafði ekki áhyggjur af því að Valur myndi koma til baka þrátt fyrir að munurinn hafi minnkað niður í 7 stig í þriðja leikhluta. „Ég var kannski ekki að hafa áhyggjur af því hvort þær væru komnar niður fyrir 10 stigin eða ekki. Ég var meira að fókusa á hvað við værum að gera sóknarlega og reyna að finna lausnir á því. Við hættum að hreyfa boltann vel í þriðja leikhluta og vera árásagjarnar.“ Það var líkt og það væri engin efi í huga Haukastelpna í kvöld. Þær voru mjög ákveðnar í öllum sínum aðgerðum. „Já eins og við töluðum um fyrir leikinn að það skóp okkur sigur í leik þrjú. Að við vorum ákafar og aggressívar varnarlega og vorum að sækja á þær sóknarlega. Sérstaklega í fyrr hálfleik.“ Ólafur Jónas: Það fór mikið úrskeiðis varnarlega Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals.Vísir/Vilhelm „Það fór mikið úrskeiðis varnarlega. Við byrjum leikinn sterkt, vorum grimmar og erum að gera hlutina nokkuð rétt varnarlega. Svo einhvernveginn brotnum við og förum að rótera vitlaust í vörn,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals. „Ég veit að þær eru allar að gefa allt sitt í þetta en við erum að telja vitlaust varnarlega og við þurfum að hafa meira sjálfstraust í skotunum okkar. Það er ekki nóg að það sé bara ein eða tvær. Það þurfa allar að hafa trú á að verkefninu.“ „Við vorum einhvernveginn bara fyrir hvor annarri og grunndvallaratriði sem við vorum að gera vitlaust sem við erum búin að vera gera vel í allan vetur eiginilega."
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir „Vera óhrædd og taka þessi opnu skot“ „Við ætluðum okkur ekki í sumarfrí,“ sagði Sólrún Inga Gísladóttir, leikmaður Hauka, eftir 70-80 sigur á móti Val í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar kvenna. 13. apríl 2023 22:36
„Vera óhrædd og taka þessi opnu skot“ „Við ætluðum okkur ekki í sumarfrí,“ sagði Sólrún Inga Gísladóttir, leikmaður Hauka, eftir 70-80 sigur á móti Val í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar kvenna. 13. apríl 2023 22:36
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum