Vilja loftslagsskatta á skip til að koma á orkuskiptum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. apríl 2023 14:54 Belgískt skip á veiðum í Ermasundi. EPA Samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Stokkhólmi er hægt að skattleggja fiskiskipaflota Evrópusambandslanda og nota féð til að breyta greininni. Skip eru í dag undanþegin olíusköttum og rannsóknir á orkuskiptum eru skammt á veg komnar. Breska blaðið The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið hafi ekki brugðist við hugmyndum vísindamannana, sem gerðu greininguna fyrir fjögur umhverfisverndarsamtök. Þar á meðal samtökin Client Earth og Our Fish, sem berjast gegn ofveiði. Samkvæmt greiningunni hafa flotar Evrópusambandsríkja fengið 15,7 milljarða evra skattaafslætti af olíusköttum á tíu ára tímabili, frá árinu 2010 til 2020. En það eru rúmir 2.300 milljarðar íslenskra króna. Fáránlega lágar tillögur ESB Í dag eru olíuskattar á hvern líter af bensíni í Evrópu 67 evrusent, eða 100 íslenskar krónur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að lagðir verði á skattar á skip, en þó aðeins 3,6 evrusent á hvern líter, eða rúmar 4 krónur. „Þrátt fyrir að tillagan hljóði upp á fáránlega lága upphæð, hafa sum aðildarríki með stóra fiskiskipaútgerðir mótmælt henni og leggja til að skip þurfi áfram ekki að greiða neina olíuskatta,“ segir í greiningunni sem unnin var af Maartje Oostdijk, doktor við Háskóla Íslands, og Lauru G. Elsler, doktor við Stokkhólmsháskóla. Sé miðað við að skattlagningin sé 33 evrusent á lítrinn, eða 50 krónur, sé hægt að fjármagna ýmis umhverfis og öryggisverkefni á sjó og hægt að styðja við rannsóknir á orkuskiptum skipa. „Þessi skattlagning væri nóg til þess að greiða 20 þúsund sjómönnum laun í heilt ár og styðja við 6 þúsund orkuskiptaverkefni,“ segir í greiningunni. Fiskiþjóðir mótmæla Spánverjar eru með langstærsta fiskiskipaflota Evrópusambandsins, og telja rúmlega 21 prósent af heildarflotanum. Þar á eftir koma Frakkar með 11 prósent, Ítalir með 9, Hollendingar 8 og Danir og Portúgalar með 5 prósent. Spánverjar, Frakkar og Kýpverjar hafa mótmælt áætlunum Evrópusambandsins um 3,6 evrusenta skatt. Eins og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið setja á græna skatta á flug. Hefst gjaldtakan á næsta ári og mun stighækka á komandi árum. Íslendingar hafa beðið um undanþágu frá skattlagningunni, verði hún tekin upp í EES samninginn, í ljósi sérstöðu landsins. Það er að Ísland sé háðara flugsamgöngum en ríki meginlandsins þar sem til dæmis lestarferðir eru fýsilegur kostur. Algerlega óvíst er hins vegar hvort að Ísland fái undanþáguna og Íslendingar hafa hótað að beita neitunarvaldi í sameiginlegu EES nefndinni. Loftslagsmál Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Breska blaðið The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið hafi ekki brugðist við hugmyndum vísindamannana, sem gerðu greininguna fyrir fjögur umhverfisverndarsamtök. Þar á meðal samtökin Client Earth og Our Fish, sem berjast gegn ofveiði. Samkvæmt greiningunni hafa flotar Evrópusambandsríkja fengið 15,7 milljarða evra skattaafslætti af olíusköttum á tíu ára tímabili, frá árinu 2010 til 2020. En það eru rúmir 2.300 milljarðar íslenskra króna. Fáránlega lágar tillögur ESB Í dag eru olíuskattar á hvern líter af bensíni í Evrópu 67 evrusent, eða 100 íslenskar krónur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að lagðir verði á skattar á skip, en þó aðeins 3,6 evrusent á hvern líter, eða rúmar 4 krónur. „Þrátt fyrir að tillagan hljóði upp á fáránlega lága upphæð, hafa sum aðildarríki með stóra fiskiskipaútgerðir mótmælt henni og leggja til að skip þurfi áfram ekki að greiða neina olíuskatta,“ segir í greiningunni sem unnin var af Maartje Oostdijk, doktor við Háskóla Íslands, og Lauru G. Elsler, doktor við Stokkhólmsháskóla. Sé miðað við að skattlagningin sé 33 evrusent á lítrinn, eða 50 krónur, sé hægt að fjármagna ýmis umhverfis og öryggisverkefni á sjó og hægt að styðja við rannsóknir á orkuskiptum skipa. „Þessi skattlagning væri nóg til þess að greiða 20 þúsund sjómönnum laun í heilt ár og styðja við 6 þúsund orkuskiptaverkefni,“ segir í greiningunni. Fiskiþjóðir mótmæla Spánverjar eru með langstærsta fiskiskipaflota Evrópusambandsins, og telja rúmlega 21 prósent af heildarflotanum. Þar á eftir koma Frakkar með 11 prósent, Ítalir með 9, Hollendingar 8 og Danir og Portúgalar með 5 prósent. Spánverjar, Frakkar og Kýpverjar hafa mótmælt áætlunum Evrópusambandsins um 3,6 evrusenta skatt. Eins og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið setja á græna skatta á flug. Hefst gjaldtakan á næsta ári og mun stighækka á komandi árum. Íslendingar hafa beðið um undanþágu frá skattlagningunni, verði hún tekin upp í EES samninginn, í ljósi sérstöðu landsins. Það er að Ísland sé háðara flugsamgöngum en ríki meginlandsins þar sem til dæmis lestarferðir eru fýsilegur kostur. Algerlega óvíst er hins vegar hvort að Ísland fái undanþáguna og Íslendingar hafa hótað að beita neitunarvaldi í sameiginlegu EES nefndinni.
Loftslagsmál Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira