Kaupa allan búnað N4 og veðja á dagskrárgerð á Húsavík Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 21:55 Hjónin Örlygur Hnefill Örlygsson og Jóhanna Ásdís Baldursdóttir, forstjóri Film Húsavík. Sirrý Arnardóttir Framleiðslufyrirtækið Film Húsavík hefur fest kaup á öllum tækjabúnaði þrotabús norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4. Einn forvarsmanna fyrirtækisins segir það ætla að veðja á innlenda dagskrárgerð á Húsavík en ekki standi til að endurvekja sjónvarpsstöðina. Sjónvarpsstöðin N4 óskaði eftir að vera tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar eftir fimmtán ára rekstur. Film Húsavík keypti allan tækjabúnað stöðvarinnar út úr þrotabúinu á dögunum, þar á meðal tökuvélar, ljósa- og hljóðbúnað og útsendingarbúnað. Vikublaðið á Akureyri sagði frá kaupunum í gær. Örlygur Hnefill Örlygsson, framleiðandi og meðstofnandi Film Húsavík, segir í samtali við Vísi að margir hafi sýnt tækjakosti N4 áhuga en honum hafi fundist vond tilhugsun að hann dreifðist út um allt. Það hafi verið spennandi kostur að halda búnaðinum saman. Ætlun Film Húsavík sé ekki að taka upp þráðinn þar sem N4 skildi hann eftir með sjónvarpsútsendingum eða línulegri dagskrá. Þess í stað ætli fyrirtækið að veðja á innlenda dagskrárframleiðslu á Húsavík fyrir vef eða innlendar eða erlendar efnisveitur. Reynt verði að selja útsendingabúnaðinn sem fylgdi með í kaupunum. Fyrirtækið vinnur nú að því að koma upp myndveri fyrir framleiðsluna á Húsavík en það hefur meðal annars framleitt heimildarmyndir og selt örðum framleiðslufyrirtækjum þjónustu sína. Örlygur segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika og að fjöldi fólks hafi sýnt verkefninu áhuga, meðal annars fólk sem starfaði fyrir N4. Þjónusta erlend framleiðslufyrirtæki Film Húsavík tók þátt í herferð til þess að fá lagið „Húsavík“ úr Júróvisjónmynd leikarans Wills Ferrell tilnefnt til Óskarsverðlauna árið 2021. Örlygur segir að það verkefni hafi skapað ýmsar tengingar sem kunni að bjóða upp á möguleika. Fyrirtækið hafi einnig fengið styrk til að kynna svæðið sem tökustað fyrir erlendum framleiðslufyrirtækjum enda sé þar mikið landslag og fjölbreytt. Film Húsavík hafi meðal annars þjónustað framleiðslu á breskum ferðaþáttum nýlega. Norðurþing Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Sjónvarpsstöðin N4 óskaði eftir að vera tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar eftir fimmtán ára rekstur. Film Húsavík keypti allan tækjabúnað stöðvarinnar út úr þrotabúinu á dögunum, þar á meðal tökuvélar, ljósa- og hljóðbúnað og útsendingarbúnað. Vikublaðið á Akureyri sagði frá kaupunum í gær. Örlygur Hnefill Örlygsson, framleiðandi og meðstofnandi Film Húsavík, segir í samtali við Vísi að margir hafi sýnt tækjakosti N4 áhuga en honum hafi fundist vond tilhugsun að hann dreifðist út um allt. Það hafi verið spennandi kostur að halda búnaðinum saman. Ætlun Film Húsavík sé ekki að taka upp þráðinn þar sem N4 skildi hann eftir með sjónvarpsútsendingum eða línulegri dagskrá. Þess í stað ætli fyrirtækið að veðja á innlenda dagskrárframleiðslu á Húsavík fyrir vef eða innlendar eða erlendar efnisveitur. Reynt verði að selja útsendingabúnaðinn sem fylgdi með í kaupunum. Fyrirtækið vinnur nú að því að koma upp myndveri fyrir framleiðsluna á Húsavík en það hefur meðal annars framleitt heimildarmyndir og selt örðum framleiðslufyrirtækjum þjónustu sína. Örlygur segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika og að fjöldi fólks hafi sýnt verkefninu áhuga, meðal annars fólk sem starfaði fyrir N4. Þjónusta erlend framleiðslufyrirtæki Film Húsavík tók þátt í herferð til þess að fá lagið „Húsavík“ úr Júróvisjónmynd leikarans Wills Ferrell tilnefnt til Óskarsverðlauna árið 2021. Örlygur segir að það verkefni hafi skapað ýmsar tengingar sem kunni að bjóða upp á möguleika. Fyrirtækið hafi einnig fengið styrk til að kynna svæðið sem tökustað fyrir erlendum framleiðslufyrirtækjum enda sé þar mikið landslag og fjölbreytt. Film Húsavík hafi meðal annars þjónustað framleiðslu á breskum ferðaþáttum nýlega.
Norðurþing Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira