Hagstæðustu lán sem völ er á? María Sól Antonsdóttir og Nanna Hermannsdóttir skrifa 13. apríl 2023 23:30 Manst þú þegar námslán voru hagstæðustu lánin sem völ var á? Það gerum við líka, enda er ekki ýkja langt síðan svo var. Sú er sko aldeilis ekki raunin lengur. Vaxtakjör á námslánum hafa stórversnað í kjölfar þess að lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi. Lán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) eru verðtryggð og báru 1% fasta vexti, þar til nýverið, þegar þeir voru lækkaðir niður í 0,4% samhliða innleiðingu nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Vextir á þeim lánum eru breytilegir og geta orðið allt að 4% fyrir verðtryggð lán og 9% fyrir óverðtryggð lán. Nú, í apríl 2023, hafa vextir óverðtryggðra námslána hjá sjóðnum náð hámarki. Sé litið til vaxtakjara húsnæðislána til samanburðar, er staðan sú að í dag er hægt er að taka húsnæðislán með hagstæðari vaxtakjörum en bjóðast á námslánum, samanber mynd hér að neðan[1]. Of hátt vaxtaþak Ötul barátta Stúdentaráðs skilaði því að vaxtaþak var sett á lán frá Menntasjóði námsmanna og því má þakka baráttu stúdenta fyrir að vextir námslána séu ekki hærri en raun ber vitni. En betur má ef duga skal, því þrátt fyrir þennan varnarsigur stúdenta þá hefur efnahagsástandið í dag sýnt að ef vaxtaþakið á raunverulega að vernda greiðendur þá þarf það að lækka. Þessu vaxtafyrirkomulagi fylgir mikil óvissa fyrir stúdenta um kjör námslána enda getur vaxtastigið flökt um tugi punkta dag frá degi. Áður fyrr fylgdi námslánum ekki slík óvissa, en með þeim breytingum sem gerðar voru 2020 var allri áhættu velt yfir á stúdenta. Það er engum blöðum um það að fletta að vaxtaþak sem sett er of hátt veitir lántökum ekki raunverulega vernd og þjónar því ekki tilgangi sínum. Þrátt fyrir sögulega slæmt efnahagsástand hafa vextir á verðtryggðum námslánum ekki enn náð hámarki sínu og það var ekki fyrr en nýlega að óverðtryggð námslán náðu hámarki. Áhættunni er enn frekar velt yfir á greiðendur með föstu vaxtaálagi sem sett er til þess að verja sjóðinn fyrir afföllum. Samviskusamir greiðendur bera því kostnaðinn vegna vangreiðslu annarra lántaka. Slæmt efnahagsástand bitnar þannig á greiðendum námslána. Við upphaf náms er ómögulegt að sjá fyrir hvernig vaxtaumhverfið verður á greiðslutímabilinu. Með því að lækka vaxtaþakið væri hægt að draga umtalsvert úr óvissu um lánakjör og greiða um leið aðgengi að menntun. Slíkt væri í samræmi við markmið laga um Menntasjóð námsmanna: að veita aðgengi að námi óháð efnahag eða stöðu að öðru leyti. Fjárfesting í menntun Það er ljóst að þau sem af einhverjum ástæðum ljúka ekki námi á réttum tíma og fá því ekki 30% niðurfellingu höfuðstól láns síns, sjá fram á umtalsvert verri lánakjör en ef þau hefðu tekið lán frá LÍN. Stúdentar hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að litið sé til samsetningar þess hóps sem fær ekki niðurfellinguna. Hverjir eru það sem eiga erfiðara með að ljúka námi á réttum tíma? Jú, það eru til dæmis þau sem búa við fátækt, þau sem glíma við veikindi, foreldrar og aðrir viðkvæmir hópar. Ef ríkið styrkir þennan hóp ekki til náms í gegnum Menntasjóð námsmanna, er hann þá raunverulega að þjóna hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður? Hvað er til ráða? Endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna stendur nú yfir og skulu niðurstöður hennar kynntar á haustþingi 2023. Endurskoðunin veitir gullið tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á námslánakerfinu í þágu jafnrétti allra til náms. Stúdentar krefjast þess að vaxtaþak fyrir bæði verðtryggð og óverðtryggð námslán verði lækkað þannig að það veiti lántökum raunverulega vernd. Þá krefjast stúdentar þess að álag vegna affalla verði afnumið þannig að lántakar gjaldi ekki fyrir vangreiðslur annarra í formi hærri vaxtagreiðslna. Kröfur stúdenta í heild sinni vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna má nálgast hér. Höfundar eru lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) [1] Myndirnar byggja á ávöxtunarkröfu RIKB24 og RIKS26 að viðbættu 0,8% vaxtaálagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nanna Hermannsdóttir Námslán Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Manst þú þegar námslán voru hagstæðustu lánin sem völ var á? Það gerum við líka, enda er ekki ýkja langt síðan svo var. Sú er sko aldeilis ekki raunin lengur. Vaxtakjör á námslánum hafa stórversnað í kjölfar þess að lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi. Lán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) eru verðtryggð og báru 1% fasta vexti, þar til nýverið, þegar þeir voru lækkaðir niður í 0,4% samhliða innleiðingu nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Vextir á þeim lánum eru breytilegir og geta orðið allt að 4% fyrir verðtryggð lán og 9% fyrir óverðtryggð lán. Nú, í apríl 2023, hafa vextir óverðtryggðra námslána hjá sjóðnum náð hámarki. Sé litið til vaxtakjara húsnæðislána til samanburðar, er staðan sú að í dag er hægt er að taka húsnæðislán með hagstæðari vaxtakjörum en bjóðast á námslánum, samanber mynd hér að neðan[1]. Of hátt vaxtaþak Ötul barátta Stúdentaráðs skilaði því að vaxtaþak var sett á lán frá Menntasjóði námsmanna og því má þakka baráttu stúdenta fyrir að vextir námslána séu ekki hærri en raun ber vitni. En betur má ef duga skal, því þrátt fyrir þennan varnarsigur stúdenta þá hefur efnahagsástandið í dag sýnt að ef vaxtaþakið á raunverulega að vernda greiðendur þá þarf það að lækka. Þessu vaxtafyrirkomulagi fylgir mikil óvissa fyrir stúdenta um kjör námslána enda getur vaxtastigið flökt um tugi punkta dag frá degi. Áður fyrr fylgdi námslánum ekki slík óvissa, en með þeim breytingum sem gerðar voru 2020 var allri áhættu velt yfir á stúdenta. Það er engum blöðum um það að fletta að vaxtaþak sem sett er of hátt veitir lántökum ekki raunverulega vernd og þjónar því ekki tilgangi sínum. Þrátt fyrir sögulega slæmt efnahagsástand hafa vextir á verðtryggðum námslánum ekki enn náð hámarki sínu og það var ekki fyrr en nýlega að óverðtryggð námslán náðu hámarki. Áhættunni er enn frekar velt yfir á greiðendur með föstu vaxtaálagi sem sett er til þess að verja sjóðinn fyrir afföllum. Samviskusamir greiðendur bera því kostnaðinn vegna vangreiðslu annarra lántaka. Slæmt efnahagsástand bitnar þannig á greiðendum námslána. Við upphaf náms er ómögulegt að sjá fyrir hvernig vaxtaumhverfið verður á greiðslutímabilinu. Með því að lækka vaxtaþakið væri hægt að draga umtalsvert úr óvissu um lánakjör og greiða um leið aðgengi að menntun. Slíkt væri í samræmi við markmið laga um Menntasjóð námsmanna: að veita aðgengi að námi óháð efnahag eða stöðu að öðru leyti. Fjárfesting í menntun Það er ljóst að þau sem af einhverjum ástæðum ljúka ekki námi á réttum tíma og fá því ekki 30% niðurfellingu höfuðstól láns síns, sjá fram á umtalsvert verri lánakjör en ef þau hefðu tekið lán frá LÍN. Stúdentar hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að litið sé til samsetningar þess hóps sem fær ekki niðurfellinguna. Hverjir eru það sem eiga erfiðara með að ljúka námi á réttum tíma? Jú, það eru til dæmis þau sem búa við fátækt, þau sem glíma við veikindi, foreldrar og aðrir viðkvæmir hópar. Ef ríkið styrkir þennan hóp ekki til náms í gegnum Menntasjóð námsmanna, er hann þá raunverulega að þjóna hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður? Hvað er til ráða? Endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna stendur nú yfir og skulu niðurstöður hennar kynntar á haustþingi 2023. Endurskoðunin veitir gullið tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á námslánakerfinu í þágu jafnrétti allra til náms. Stúdentar krefjast þess að vaxtaþak fyrir bæði verðtryggð og óverðtryggð námslán verði lækkað þannig að það veiti lántökum raunverulega vernd. Þá krefjast stúdentar þess að álag vegna affalla verði afnumið þannig að lántakar gjaldi ekki fyrir vangreiðslur annarra í formi hærri vaxtagreiðslna. Kröfur stúdenta í heild sinni vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna má nálgast hér. Höfundar eru lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) [1] Myndirnar byggja á ávöxtunarkröfu RIKB24 og RIKS26 að viðbættu 0,8% vaxtaálagi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun