Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 23:04 Clarence Thomas og milljarðamæringurinn Harlan Crow eru gamlir vinir. Dómarinn hefur þegið nær árlegar lúxusferðir frá vini sínum sem hann hefur aldrei gert grein fyrir. AP/J. Scott Applewhite Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. Rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica greindu nýlega frá fjölda lúxusferða sem Clarence Thomas, íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefur þegið frá Harlan Crow, milljarðamæringi frá Texas sem hefur styrkt Repúblikanaflokkinn um árabil. Thomas og Crow eru vinir og skráði dómarinn ferðirnar, sem Crow greiddi fyrir, ekki í hagsmunaskráningu sína. Bar hann því við að hann hafi aðeins notið „gestrisni“ vinar síns og honum hafi ekki borið að skrá það. Thomas og eiginkona hans hafa þegið ferðir frá Crow á næstum hverju ári undanfarna tvo áratugi. Nú greinir sami miðill frá því að Crow hafi keypt tvær auðar lóðir og hús móður Thomas í Georgíu af dómaranum. Thomas gat viðskiptanna heldur ekki hagsmunaskráningu sinni. Pro Publica segir þetta fyrsta staðfesta dæmið um að Thomas hafi tekið beint við fé frá Crow. Lét strax gera upp hús móður dómarans Opinber gögn sýna að félag í eigu Crow greiddi Thomas, móður hans og fjölskyldu látins bróður dómarans rúmlega 133.000 dollara, jafnvirði rúmlega átján milljóna íslenskra króna, árið 2014. Skömmu eftir viðskiptin lét Crow gera upp hús móður Thomas fyrir tugi þúsunda dollara, milljónir íslenskra króna. Samkvæmt lögum bar Thomas að gera grein fyrir viðskiptunum en það gerði hann aldrei. Sérfræðingar sem Pro Publica ræddi við telja að Thomas hafi þannig brotið lög. Thomas svaraði ekki spurningum miðilsins vegna umfjöllunarinnar. Crow svaraði heldur ekki spurningum miðilsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist meðal annars ætla að breyta húsi móður Thomas í safn til að segja sögu dómarans. NEW: Billionaire Harlan Crow bought property from Clarence Thomas in undisclosed real estate deal.Crow netted two vacant lots and the house where Thomas elderly mother was living. It s unclear if he paid fair market value.https://t.co/j9byPGpUnIw/ @js_kaplan @Amierjeski— Justin Elliott (@JustinElliott) April 13, 2023 Öldungadeildarþingmenn demókrata hafa hvatt John Roberts, forseta hæstaréttar, til þesss að rannsaka boðsferðir Thomas með Crow. Samkvæmt umfjöllun Pro Publica hefði ein ferða Thomas með Crow til Indónesíu getað kostað hann um hálfa milljón dollara, hátt í 68 milljónir króna, ef hann hefði þurft að greiða sjálfur fyrir leiguflugvél og snekkju. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira
Rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica greindu nýlega frá fjölda lúxusferða sem Clarence Thomas, íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefur þegið frá Harlan Crow, milljarðamæringi frá Texas sem hefur styrkt Repúblikanaflokkinn um árabil. Thomas og Crow eru vinir og skráði dómarinn ferðirnar, sem Crow greiddi fyrir, ekki í hagsmunaskráningu sína. Bar hann því við að hann hafi aðeins notið „gestrisni“ vinar síns og honum hafi ekki borið að skrá það. Thomas og eiginkona hans hafa þegið ferðir frá Crow á næstum hverju ári undanfarna tvo áratugi. Nú greinir sami miðill frá því að Crow hafi keypt tvær auðar lóðir og hús móður Thomas í Georgíu af dómaranum. Thomas gat viðskiptanna heldur ekki hagsmunaskráningu sinni. Pro Publica segir þetta fyrsta staðfesta dæmið um að Thomas hafi tekið beint við fé frá Crow. Lét strax gera upp hús móður dómarans Opinber gögn sýna að félag í eigu Crow greiddi Thomas, móður hans og fjölskyldu látins bróður dómarans rúmlega 133.000 dollara, jafnvirði rúmlega átján milljóna íslenskra króna, árið 2014. Skömmu eftir viðskiptin lét Crow gera upp hús móður Thomas fyrir tugi þúsunda dollara, milljónir íslenskra króna. Samkvæmt lögum bar Thomas að gera grein fyrir viðskiptunum en það gerði hann aldrei. Sérfræðingar sem Pro Publica ræddi við telja að Thomas hafi þannig brotið lög. Thomas svaraði ekki spurningum miðilsins vegna umfjöllunarinnar. Crow svaraði heldur ekki spurningum miðilsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist meðal annars ætla að breyta húsi móður Thomas í safn til að segja sögu dómarans. NEW: Billionaire Harlan Crow bought property from Clarence Thomas in undisclosed real estate deal.Crow netted two vacant lots and the house where Thomas elderly mother was living. It s unclear if he paid fair market value.https://t.co/j9byPGpUnIw/ @js_kaplan @Amierjeski— Justin Elliott (@JustinElliott) April 13, 2023 Öldungadeildarþingmenn demókrata hafa hvatt John Roberts, forseta hæstaréttar, til þesss að rannsaka boðsferðir Thomas með Crow. Samkvæmt umfjöllun Pro Publica hefði ein ferða Thomas með Crow til Indónesíu getað kostað hann um hálfa milljón dollara, hátt í 68 milljónir króna, ef hann hefði þurft að greiða sjálfur fyrir leiguflugvél og snekkju.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira