Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2023 11:14 Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. Málið á rætur að rekja til þess að Samgöngustofa synjaði erindi Seatrips um að skráningu á skipinu Amelía Rose yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. Væri skipið skráð gamalt mætti flytja fleiri en tólf farþega um borð í því. Forsvarsmenn fyrirtækisins voru ekki ánægðir með ákvörðun stofnunarinnar, sem var samþykkt af innviðaráðherra, kærðu hana og sökuð stofnunina um einelti. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Seatrips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Seatrips þann 13. apríl í fyrra. Samgöngustofa var sýknuð af öllum kröfum félagsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að lögð hafi verið fram gögn við rekstur málsins sem sanni að hafist hafi verið handa við smíði skipsins árið 2003, því sé ljóst að kjölur skipsins hafi ekki verið lagður fyrir 2001. Til þess að flokkast sem gamalt skip þarf kjölur að vera lagður fyrir árið 2001. Snúið við í Landsrétti Félagið áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar, sem sneri dóminum við félaginu í hag. Í dómi Landsréttar vísaði hann til þess að í dómaframkvæmd hefði verið litið svo á að ekki væri þörf á því að krefjast ógildingar á ákvörðun lægra setts stjórnvalds þegar æðra stjórnvald hefði kveðið upp úrskurð í viðkomandi stjórnsýslumáli. Því til samræmis var litið til þess hvort efni væri til þess að ógilda úrskurð ráðherra. Þá vísaði Landsréttur einnig til þess að óvíst væri við hvaða áfanga við smíðina skráð smíðaár væri miðað í haffærnisskírteini og öðrum gögnum frá siglingamálayfirvöldum í Mexíkó, þar sem skipið var smíðað. Svör þeirra við fyrirspurnum Samgöngustofu yrðu enn fremur að teljast óljós og misvísandi. Landsréttur lagði til grundvallar að enn væri ekki að fullu upplýst hvenær kjölur skipsins hefði verið lagður, þrátt fyrir framburð framkvæmdastjóra skipasmíðastöðvarinnar fyrir dómi Því væri ekki unnt að fallast á kröfu Seatrips um að stofnunin breytti skráningu skipsins. Hins vegar var á það fallist með félaginu að rannsókn Samgöngustofu og innviðaráðuneytisins hefði verið ófullnægjandi. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Telur niðurstöðuna bersýnilega ranga Samgöngustofa undi ekki niðurstöðu Landsréttar og sendi málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Í beiðninni segir að stofnunin telji að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi fyrir stjórnsýsluframkvæmd, rannsóknarreglu og sönnunarreglur í stjórnsýslurétti. Hún telji að með dómi Landsréttar séu gerðar ríkari kröfur til hennar um rannsókn máls við endurskoðun ákvörðunar um skráningu en áður hafi þekkst. Lagt sé á hana að afsanna fullyrðingar Seatrips sem séu í ósamræmi við fyrri opinbera skráningu í Mexíkó og hjá Samgöngustofu. Að auki sé ekki tekið tillit til málshraðareglunnar og hversu lengi málið eigi að vera til rannsóknar þegar fyrir liggi ákvörðun og ekkert komið fram sem staðfesti að sú ákvörðun hafi verið röng. Loks geti það haft mikil áhrif á starfsemi Samgöngustofu og annarra ef ekki er unnt að reiða sig á staðhæfingar erlendra stjórnvalda við ákvarðanatöku Þá telji stofnunin að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um atriði sem leyfisbeiðnin er reist á en jafnframt að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar, hvað varðar aðild málsins og kröfugerð, þannig að rétt sé að samþykkja beiðni um áfrýjun,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðnina. Dómsmál Reykjavík Samgöngur Stjórnsýsla Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sea trips áfrýjar dómi í deilunni við Samgöngustofu Sea trips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum fyrirtækisins, til Landsréttar. 14. júlí 2022 16:26 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00 „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Málið á rætur að rekja til þess að Samgöngustofa synjaði erindi Seatrips um að skráningu á skipinu Amelía Rose yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. Væri skipið skráð gamalt mætti flytja fleiri en tólf farþega um borð í því. Forsvarsmenn fyrirtækisins voru ekki ánægðir með ákvörðun stofnunarinnar, sem var samþykkt af innviðaráðherra, kærðu hana og sökuð stofnunina um einelti. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Seatrips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Seatrips þann 13. apríl í fyrra. Samgöngustofa var sýknuð af öllum kröfum félagsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að lögð hafi verið fram gögn við rekstur málsins sem sanni að hafist hafi verið handa við smíði skipsins árið 2003, því sé ljóst að kjölur skipsins hafi ekki verið lagður fyrir 2001. Til þess að flokkast sem gamalt skip þarf kjölur að vera lagður fyrir árið 2001. Snúið við í Landsrétti Félagið áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar, sem sneri dóminum við félaginu í hag. Í dómi Landsréttar vísaði hann til þess að í dómaframkvæmd hefði verið litið svo á að ekki væri þörf á því að krefjast ógildingar á ákvörðun lægra setts stjórnvalds þegar æðra stjórnvald hefði kveðið upp úrskurð í viðkomandi stjórnsýslumáli. Því til samræmis var litið til þess hvort efni væri til þess að ógilda úrskurð ráðherra. Þá vísaði Landsréttur einnig til þess að óvíst væri við hvaða áfanga við smíðina skráð smíðaár væri miðað í haffærnisskírteini og öðrum gögnum frá siglingamálayfirvöldum í Mexíkó, þar sem skipið var smíðað. Svör þeirra við fyrirspurnum Samgöngustofu yrðu enn fremur að teljast óljós og misvísandi. Landsréttur lagði til grundvallar að enn væri ekki að fullu upplýst hvenær kjölur skipsins hefði verið lagður, þrátt fyrir framburð framkvæmdastjóra skipasmíðastöðvarinnar fyrir dómi Því væri ekki unnt að fallast á kröfu Seatrips um að stofnunin breytti skráningu skipsins. Hins vegar var á það fallist með félaginu að rannsókn Samgöngustofu og innviðaráðuneytisins hefði verið ófullnægjandi. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Telur niðurstöðuna bersýnilega ranga Samgöngustofa undi ekki niðurstöðu Landsréttar og sendi málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Í beiðninni segir að stofnunin telji að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi fyrir stjórnsýsluframkvæmd, rannsóknarreglu og sönnunarreglur í stjórnsýslurétti. Hún telji að með dómi Landsréttar séu gerðar ríkari kröfur til hennar um rannsókn máls við endurskoðun ákvörðunar um skráningu en áður hafi þekkst. Lagt sé á hana að afsanna fullyrðingar Seatrips sem séu í ósamræmi við fyrri opinbera skráningu í Mexíkó og hjá Samgöngustofu. Að auki sé ekki tekið tillit til málshraðareglunnar og hversu lengi málið eigi að vera til rannsóknar þegar fyrir liggi ákvörðun og ekkert komið fram sem staðfesti að sú ákvörðun hafi verið röng. Loks geti það haft mikil áhrif á starfsemi Samgöngustofu og annarra ef ekki er unnt að reiða sig á staðhæfingar erlendra stjórnvalda við ákvarðanatöku Þá telji stofnunin að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um atriði sem leyfisbeiðnin er reist á en jafnframt að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar, hvað varðar aðild málsins og kröfugerð, þannig að rétt sé að samþykkja beiðni um áfrýjun,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðnina.
Dómsmál Reykjavík Samgöngur Stjórnsýsla Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sea trips áfrýjar dómi í deilunni við Samgöngustofu Sea trips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum fyrirtækisins, til Landsréttar. 14. júlí 2022 16:26 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00 „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sea trips áfrýjar dómi í deilunni við Samgöngustofu Sea trips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum fyrirtækisins, til Landsréttar. 14. júlí 2022 16:26
Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00
„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17