Þjóðverjar deila um lokun síðustu kjarnorkuveranna Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2023 20:00 Lengi hefur staðið til að loka kjarnorkuverum Þýskalands en margir eru ósammála því. AP/Lars Klemmer Þjóðverjar slökktu í gær á þremur síðustu kjarnorkuverunum í landinu. Lokun orkuveranna hafði verið frestað um nokkra mánuði vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem leiddi til þess að Þjóðverjar hættu að kaupa jarðeldsneyti frá Rússlandi og að orkuverð hækkaði töluvert í landinu, eins og víða annarsstaðar í Evrópu. Þýska þjóðin skiptist í fylkingar um það hvað hvort ákvörðunin hafi verið röng eða ekki. Umhverfissinnar og vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa margir fagnað því að orkuverunum hafi lokað en íhaldssamir stjórnmálamenn og forkólfar atvinnulífsins hafa samkvæmt frétt DW verið gagnrýnir á ákvörðunina og segja hana ógna orkuöryggi Þýskalands. Sérfræðingar segja líklegt að Þjóðverjar muni þurfa að fylla upp í holuna sem lokun orkuveranna skilur á orkukerfi landsins með því að brenna kol, gas og olíu. Orkuverin höfðu verið starfrækt í sex áratugi. Yfirvöld í Þýskalandi segja að það myndi kosta gífurlega fjárfestingu að halda kjarnorkuverunum þremur áfram í gangi, þar sem þau séu orðin mjög gömul. Betra sé að nota þá peninga í fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, samkvæmt frétt BBC. Christian Lindner, fjármálaráðherra og leiðtogi FDP, sagði í gær að endurnýjanlegir orkugjafar væru framtíðin, en ef hann hefði haft eitthvað um málið að segja hefði rekstri kjarnorkuveranna verið haldið áfram um tíma, til vonar og vara. Óttast er að orkuverð muni hækka á nýjan leik. Þjóðverjar fá um 44 prósent allrar orku í landinu frá endurnýjanlegum orkulindum og bindur ríkisstjórnin vonir við að það hlutfall geti verið komið upp í áttatíu prósent fyrir árið 2030. Lög hafa verið sett sem gera auðveldara að byggja sólar- og vindorkuver. Áhugasamir geta séð ítarlega sjónvarpsfrétt DW á ensku um kjarnorkuverin frá því í gær. Þar er meðal annars rætt við almenning í Þýskalandi og farið yfir hvað hvor hliðin hefur um málið að segja. Óttast slys Í frétt DW segir að að hluta til megi rekja lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi til slyssins í Fukushima í Japan árið 2011 og slyssins í Tsjernobyl árið 1986. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hafi á sínum tíma samþykkt að loka orkuverunum í Þýskalandi. Í öðrum ríkjum eins og í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína og Frakklandi eru vonir bundnar við að kjarnorkuver geti leyst jarðeldsneyti af hólmi. Í Japan hafi til að mynda verið ákveðið í fyrra að hætta við að loka kjarnorkuverunum þar. Stærsta kjarnorkuver Evrópu tekið í notkun Þá tóku Finnar í dag í notkun stærsta kjarnorkuver Evrópu. Eftir átján mánaða smíði, sem stóð mun lengur yfir en átti að gera upprunalega, var kveikt á einum af þremur kjarnakljúfum í orkuverinu í Olkilutoto í dag. Samkvæmt frétt finnska ríkisútvarpsins YLE, átti framkvæmdum upprunalega að ljúka árið 2009. YLE segir að fyrsti kjarnakljúfurinn sjái Finnum fyrir um fjórtán prósentum af raforkuframleiðslu þeirra. Þegar hinir tveir kjarnakljúfar orkuversins verða einnig teknir í notkun mun orkuverið framleiða um þrjátíu prósent af orku Finnlands. Samkvæmt áætlunum á að starfrækja orkuverið í minnst sextíu ár og er mögulegt að fjórða kjarnakljúfnum verði bætt við. Þýskaland Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Finnland Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Þýska þjóðin skiptist í fylkingar um það hvað hvort ákvörðunin hafi verið röng eða ekki. Umhverfissinnar og vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa margir fagnað því að orkuverunum hafi lokað en íhaldssamir stjórnmálamenn og forkólfar atvinnulífsins hafa samkvæmt frétt DW verið gagnrýnir á ákvörðunina og segja hana ógna orkuöryggi Þýskalands. Sérfræðingar segja líklegt að Þjóðverjar muni þurfa að fylla upp í holuna sem lokun orkuveranna skilur á orkukerfi landsins með því að brenna kol, gas og olíu. Orkuverin höfðu verið starfrækt í sex áratugi. Yfirvöld í Þýskalandi segja að það myndi kosta gífurlega fjárfestingu að halda kjarnorkuverunum þremur áfram í gangi, þar sem þau séu orðin mjög gömul. Betra sé að nota þá peninga í fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, samkvæmt frétt BBC. Christian Lindner, fjármálaráðherra og leiðtogi FDP, sagði í gær að endurnýjanlegir orkugjafar væru framtíðin, en ef hann hefði haft eitthvað um málið að segja hefði rekstri kjarnorkuveranna verið haldið áfram um tíma, til vonar og vara. Óttast er að orkuverð muni hækka á nýjan leik. Þjóðverjar fá um 44 prósent allrar orku í landinu frá endurnýjanlegum orkulindum og bindur ríkisstjórnin vonir við að það hlutfall geti verið komið upp í áttatíu prósent fyrir árið 2030. Lög hafa verið sett sem gera auðveldara að byggja sólar- og vindorkuver. Áhugasamir geta séð ítarlega sjónvarpsfrétt DW á ensku um kjarnorkuverin frá því í gær. Þar er meðal annars rætt við almenning í Þýskalandi og farið yfir hvað hvor hliðin hefur um málið að segja. Óttast slys Í frétt DW segir að að hluta til megi rekja lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi til slyssins í Fukushima í Japan árið 2011 og slyssins í Tsjernobyl árið 1986. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hafi á sínum tíma samþykkt að loka orkuverunum í Þýskalandi. Í öðrum ríkjum eins og í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína og Frakklandi eru vonir bundnar við að kjarnorkuver geti leyst jarðeldsneyti af hólmi. Í Japan hafi til að mynda verið ákveðið í fyrra að hætta við að loka kjarnorkuverunum þar. Stærsta kjarnorkuver Evrópu tekið í notkun Þá tóku Finnar í dag í notkun stærsta kjarnorkuver Evrópu. Eftir átján mánaða smíði, sem stóð mun lengur yfir en átti að gera upprunalega, var kveikt á einum af þremur kjarnakljúfum í orkuverinu í Olkilutoto í dag. Samkvæmt frétt finnska ríkisútvarpsins YLE, átti framkvæmdum upprunalega að ljúka árið 2009. YLE segir að fyrsti kjarnakljúfurinn sjái Finnum fyrir um fjórtán prósentum af raforkuframleiðslu þeirra. Þegar hinir tveir kjarnakljúfar orkuversins verða einnig teknir í notkun mun orkuverið framleiða um þrjátíu prósent af orku Finnlands. Samkvæmt áætlunum á að starfrækja orkuverið í minnst sextíu ár og er mögulegt að fjórða kjarnakljúfnum verði bætt við.
Þýskaland Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Finnland Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira