„Þetta er rosalega KR-legt“ Jón Már Ferro skrifar 17. apríl 2023 13:00 Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR. vísir/bára KR-ingar byggja sóknarleik sinn mikið á spili upp kantana. Það skilaði sér í báðum mörkum þeirra í 0-2 sigri KR gegn Keflavík á laugardag á gervigrasinu fyrir utan Nettó-höllina í Bestu deildinni. Mikið var um meiðsli KR-inga í fyrra, nokkrir lykilmenn duttu út og það reyndist þeim dýrt. Leikmenn eins og Kristján Flóki og Kristinn Jónsson tóku lítinn þátt og forföll í vörninni reyndust þeim erfið. Nú er ekki jafn mikið um meiðsli og KR hefur byrjað mótið vel. Í fyrsta leik náðu Vesturbæingar jafntefli á Akureyri við KA og á laugardag vann liðið Keflavík sannfærandi 0-2. Kristján Flóki fótbrotnaði fyrir síðasta tímabil og tók lítinn þátt. Nú er hann að komast í sitt besta stand.Vísir/Bára Dröfn „Lykilmenn í þeirra leik eins og Kristinn Jóns, Theodór Elmar, við erum að sjá Kristján Flóka, reyndar koma inn á, hann er að skila mörkum og við erum að sjá þessa samvinnu Kidda og Theodórs Elmars. Þetta er rosalega KR-legt og höfum séð lengi, góða samvinnu bakvarðar og kantara,“sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar í gærkvöldi. Baldur benti á frábært kantspil KR-inga á báðum köntunum. Theodór Elmar hefur byrjaði mótið á vinstri kantinum og er klókur í að draga sig inn á völlinn og hleypa Kristni Jónssyni, hinum mjög svo sókndjarfa vinstri bakverði upp kantinn. Kennie Chopart hefur verið frábær í hægri bakverðinum undanfarin ár.VÍSIR/BÁRA Kennie Chopart er í hægri bakverði en hann er að upplagi kantmaður. Á hægri kantinum er besti leikmaður KR í fyrra, Atli Sigurjónsson. „KR getur gert þetta báðu megin, Atli og Kennie ná mjög vel saman og Theodór Elmar og Kiddi eru að ná vel saman. Þetta er mjög góð klippa sem sýnir á rólegan hátt hvernig færslurnar þeirra eru. Ægir fer inn í svæðið, þeir þurfa að passa hann, Theodór fer inn og Kiddi er þá kominn upp,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan: Kantspil KR-inga Færslan skapar yfirtölu á kantinum sem gerir andstæðingnum erfitt fyrir ef varnarfærslan er ekki góð. „Það er ofboðslega erfitt fyrir lið að verjast þessu þegar þú ert með klókann spilara eins og Theodór Elmar sem er eiginlega alltaf sá sem að gefur lykilsendinguna af því hlaupin koma alltaf í kringum hann. Kiddi kemur upp kantinn, framherjinn tekur hlaup inn fyrir eða Ægir,“ sagði Baldur. Theodór Elmar Bjarnason er frábær í stöðu vinstri kantmanns.Vísir/Hulda Margrét Í fyrra markinu skoraði Kristinn Jónsson með fallegu skoti vinstra megin utarlega í teignum. „Svo sáum við hérna að þetta er ekki jafn eðlilegt spil. Kannski meiri heppni að Kiddi fékk hann þarna og hann chippaði honum þarna í fjær. Það má segja að KR hafi unnið sig upp í þessa stöðu sem endaði svo með marki Kidda. Þeir voru búnir að gera þetta allan leikinn mjög vel,“ sagði Baldur. Keflavík reyndi að bregðast við spili KR-inga eftir því sem á leið. „Þeir reyndar brugðust aðeins við þessu. Þeir voru að koma með Dag Inga neðar, Frans og Sindra. Voru að reyna hjálpa þeim en KR-ingarnir gera þetta vel,“ sagði Baldur. KR Keflavík ÍF Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Mikið var um meiðsli KR-inga í fyrra, nokkrir lykilmenn duttu út og það reyndist þeim dýrt. Leikmenn eins og Kristján Flóki og Kristinn Jónsson tóku lítinn þátt og forföll í vörninni reyndust þeim erfið. Nú er ekki jafn mikið um meiðsli og KR hefur byrjað mótið vel. Í fyrsta leik náðu Vesturbæingar jafntefli á Akureyri við KA og á laugardag vann liðið Keflavík sannfærandi 0-2. Kristján Flóki fótbrotnaði fyrir síðasta tímabil og tók lítinn þátt. Nú er hann að komast í sitt besta stand.Vísir/Bára Dröfn „Lykilmenn í þeirra leik eins og Kristinn Jóns, Theodór Elmar, við erum að sjá Kristján Flóka, reyndar koma inn á, hann er að skila mörkum og við erum að sjá þessa samvinnu Kidda og Theodórs Elmars. Þetta er rosalega KR-legt og höfum séð lengi, góða samvinnu bakvarðar og kantara,“sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar í gærkvöldi. Baldur benti á frábært kantspil KR-inga á báðum köntunum. Theodór Elmar hefur byrjaði mótið á vinstri kantinum og er klókur í að draga sig inn á völlinn og hleypa Kristni Jónssyni, hinum mjög svo sókndjarfa vinstri bakverði upp kantinn. Kennie Chopart hefur verið frábær í hægri bakverðinum undanfarin ár.VÍSIR/BÁRA Kennie Chopart er í hægri bakverði en hann er að upplagi kantmaður. Á hægri kantinum er besti leikmaður KR í fyrra, Atli Sigurjónsson. „KR getur gert þetta báðu megin, Atli og Kennie ná mjög vel saman og Theodór Elmar og Kiddi eru að ná vel saman. Þetta er mjög góð klippa sem sýnir á rólegan hátt hvernig færslurnar þeirra eru. Ægir fer inn í svæðið, þeir þurfa að passa hann, Theodór fer inn og Kiddi er þá kominn upp,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan: Kantspil KR-inga Færslan skapar yfirtölu á kantinum sem gerir andstæðingnum erfitt fyrir ef varnarfærslan er ekki góð. „Það er ofboðslega erfitt fyrir lið að verjast þessu þegar þú ert með klókann spilara eins og Theodór Elmar sem er eiginlega alltaf sá sem að gefur lykilsendinguna af því hlaupin koma alltaf í kringum hann. Kiddi kemur upp kantinn, framherjinn tekur hlaup inn fyrir eða Ægir,“ sagði Baldur. Theodór Elmar Bjarnason er frábær í stöðu vinstri kantmanns.Vísir/Hulda Margrét Í fyrra markinu skoraði Kristinn Jónsson með fallegu skoti vinstra megin utarlega í teignum. „Svo sáum við hérna að þetta er ekki jafn eðlilegt spil. Kannski meiri heppni að Kiddi fékk hann þarna og hann chippaði honum þarna í fjær. Það má segja að KR hafi unnið sig upp í þessa stöðu sem endaði svo með marki Kidda. Þeir voru búnir að gera þetta allan leikinn mjög vel,“ sagði Baldur. Keflavík reyndi að bregðast við spili KR-inga eftir því sem á leið. „Þeir reyndar brugðust aðeins við þessu. Þeir voru að koma með Dag Inga neðar, Frans og Sindra. Voru að reyna hjálpa þeim en KR-ingarnir gera þetta vel,“ sagði Baldur.
KR Keflavík ÍF Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn