Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 13:40 Clarence Thomas (t.v.) með John Roberts, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Thomas er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn. Vísir/Getty Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. Rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica upplýstu nýlega að Thomas og fjölskylda hans hefði selt Harlan Crow, milljarðamæringi frá Texas og bakhjarli repúblikana, lóðir og hús móður Thomas árið 2014. Thomas hefði ekki gert grein fyrir viðskiptunum í hagsmunaskráningu sinni þrátt fyrir að lög kvæðu á um það. Móðir Thomas býr enn í húsinu sem Crow endurnýjaði mikið eftir kaupin. Nú hefur CNN-fréttastöðin eftir heimildarmönnum sínum að Thomas ætli að breyta skráningu sinni og geta viðskiptanna. Í því virðist felast viðurkenning að dómarinn hefði átt að skrá viðskiptin strax í upphafi. Það hafi verið yfirsjón að geta þeirra ekki jafnvel þó að Thomas telji sjálfur að honum hafi ekki verið skylt að gera það á þeim forsendum að hann hafi tapað á viðskiptunum. Reglurnar gera engu að síður ráð fyrir að öll viðskipti sér skráð, óháð því hvort þau hafi verið arðbær. Kynntust þegar Crow bauð Thomas far með einkaþotu sinni Náin hagsmunatengsl Thomas og Crow hafa verið til mikill umfjöllunar síðustu vikur. Áður en Pro Publica upplýsti um fasteignaviðskiptin hafði miðillinn greint frá því að Thomas hefði þegið nær árlegar lúxusferðir af Crow án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Thomas heldur því fram að honum hafi ekki verið skylt að gera grein fyrir ferðunum vegna þess að hann hafi aðeins þegið „gestrini“ vinar síns. Kostnaðurinn við ferðirnar hljóp í sumum tilfellum á fleiri tugum milljóna króna. Crow varði vinskap sinn við Thomas í viðtali við The Dallas Morning News um helgina. Þeir væru fórnarlamb pólitískrar árásar. Sagði hann að þeir Thomas hefðu kynnst fyrir tilviljun fyrir 27 árum. Þá var Thomas aðeins búinn að vera hæstaréttardómari í fimm ár. Mál Thomas hefur vakið margar spurningar um hagsmunaskráningu hæstaréttardómara og mögulega hagsmunaárekstra þeirra.Vísir/Getty Crow hafi verið staddur í Washington-borg að funda með stjórnendum íhaldssamrar hugveitu þegar hann frétti af því að Thomas væri á leiðinni til Dallas til að halda erindi. Hann hafi því boðið Thomas far með einkaþotu sinni því hann hafi verið á leiðinni heim til Texas. Á leiðinni hafi þeir myndað tengsl sem þróuðust út í áratugalangan vinskap fjölskyldna þeirra. „Margt fólk sem hefur skoðun á þessu virðist telja að það sé eitthvað bogið við þessa vináttu. Þið vitið að það er mögulegt að fólk sé bara vinir í raun og veru. Mér finnst það ótrúlegt að fólki geri ráð fyrir því að vegna þess að við Clarence Thomas erum vinir, þá hljóti eitthvað að vaka fyrir þessum vinum,“ sagði Crow í viðtalinu. Skráir tekjur af félagi sem hefur ekki verið til í sautján ár Þá greindi Washington Post frá því um helgina að hagsmunaskráning Thomas virtist að ýmsi leyti úrelt. Þannig skráði hann enn tugmilljóna króna tekjur af fasteignafélagi sem var afskráð árið 2006. Það ár voru eignir félagins færðar yfir í annað eignarhaldsfélag. Nýja félagsins hefur aldrei verið getið í hagsmunaskráningu dómarans. Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa krafist þess að John Roberts, forseti hæstaréttar, rannsaki mögulega hagsmunaárekstrar Thomas. Roberts og Thomas eru báðir hluti af íhaldssömum meirihluta í réttinum og voru báðir skipaðir af forsetum úr Repúblikanaflokknum. Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica upplýstu nýlega að Thomas og fjölskylda hans hefði selt Harlan Crow, milljarðamæringi frá Texas og bakhjarli repúblikana, lóðir og hús móður Thomas árið 2014. Thomas hefði ekki gert grein fyrir viðskiptunum í hagsmunaskráningu sinni þrátt fyrir að lög kvæðu á um það. Móðir Thomas býr enn í húsinu sem Crow endurnýjaði mikið eftir kaupin. Nú hefur CNN-fréttastöðin eftir heimildarmönnum sínum að Thomas ætli að breyta skráningu sinni og geta viðskiptanna. Í því virðist felast viðurkenning að dómarinn hefði átt að skrá viðskiptin strax í upphafi. Það hafi verið yfirsjón að geta þeirra ekki jafnvel þó að Thomas telji sjálfur að honum hafi ekki verið skylt að gera það á þeim forsendum að hann hafi tapað á viðskiptunum. Reglurnar gera engu að síður ráð fyrir að öll viðskipti sér skráð, óháð því hvort þau hafi verið arðbær. Kynntust þegar Crow bauð Thomas far með einkaþotu sinni Náin hagsmunatengsl Thomas og Crow hafa verið til mikill umfjöllunar síðustu vikur. Áður en Pro Publica upplýsti um fasteignaviðskiptin hafði miðillinn greint frá því að Thomas hefði þegið nær árlegar lúxusferðir af Crow án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Thomas heldur því fram að honum hafi ekki verið skylt að gera grein fyrir ferðunum vegna þess að hann hafi aðeins þegið „gestrini“ vinar síns. Kostnaðurinn við ferðirnar hljóp í sumum tilfellum á fleiri tugum milljóna króna. Crow varði vinskap sinn við Thomas í viðtali við The Dallas Morning News um helgina. Þeir væru fórnarlamb pólitískrar árásar. Sagði hann að þeir Thomas hefðu kynnst fyrir tilviljun fyrir 27 árum. Þá var Thomas aðeins búinn að vera hæstaréttardómari í fimm ár. Mál Thomas hefur vakið margar spurningar um hagsmunaskráningu hæstaréttardómara og mögulega hagsmunaárekstra þeirra.Vísir/Getty Crow hafi verið staddur í Washington-borg að funda með stjórnendum íhaldssamrar hugveitu þegar hann frétti af því að Thomas væri á leiðinni til Dallas til að halda erindi. Hann hafi því boðið Thomas far með einkaþotu sinni því hann hafi verið á leiðinni heim til Texas. Á leiðinni hafi þeir myndað tengsl sem þróuðust út í áratugalangan vinskap fjölskyldna þeirra. „Margt fólk sem hefur skoðun á þessu virðist telja að það sé eitthvað bogið við þessa vináttu. Þið vitið að það er mögulegt að fólk sé bara vinir í raun og veru. Mér finnst það ótrúlegt að fólki geri ráð fyrir því að vegna þess að við Clarence Thomas erum vinir, þá hljóti eitthvað að vaka fyrir þessum vinum,“ sagði Crow í viðtalinu. Skráir tekjur af félagi sem hefur ekki verið til í sautján ár Þá greindi Washington Post frá því um helgina að hagsmunaskráning Thomas virtist að ýmsi leyti úrelt. Þannig skráði hann enn tugmilljóna króna tekjur af fasteignafélagi sem var afskráð árið 2006. Það ár voru eignir félagins færðar yfir í annað eignarhaldsfélag. Nýja félagsins hefur aldrei verið getið í hagsmunaskráningu dómarans. Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa krafist þess að John Roberts, forseti hæstaréttar, rannsaki mögulega hagsmunaárekstrar Thomas. Roberts og Thomas eru báðir hluti af íhaldssömum meirihluta í réttinum og voru báðir skipaðir af forsetum úr Repúblikanaflokknum.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04
Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10