Tíu í fangelsi vegna farþegaþotunnar sem var skotin niður Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 15:19 Farþegaþotan sem var skotin niður nærri Teheran árið 2020 var á vegum Ukraine International Airlines. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Dómstóll í Íran dæmdi tíu lágt setta liðsmenn byltingarvarðarins í fangelsi vegna úkraínskrar farþegaþotu sem var skotin niður í janúar árið 2020. Aðstandendur fórnarlambanna segja málalyktirnar óviðunandi. Loftvarnasveit íranska byltingarvarðarins skaut tveimur flugskeytum á farþegaþotu Ukraine International Airlines skömmu eftir að hún tók á loft frá Teheran fyrir rúmum þremur árum. Hundrað sjötíu og sex manns sem voru um borð í vélinni fórust. Yfirmaður loftvarnasveitarinnar var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir aðild að manndrápum og fyrir að óhlýðnast skipunum. Níu aðrir hlutu eins til þriggja ára fangelsisdóma, þar á meðal tveir liðsmenn sveitarinnar sem stýrði flugskeytakerfinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjölskyldur fórnarlambanna sögðu dómana yfir mönnunum þýðingarlausa og óásættanlega. Írönsk yfirvöld hefðu ekki sótt þá sem bæru aðalábyrgðina til saka. Írönsk stjórnvöld neituðu því í þrjá daga eftir að flugvélin fórst að þau hefðu haft nokkuð með það að gera. Þess í stað sögðu þau að tæknileg bilun hlyti að hafa orðið í vélinni. Á endanum viðurkenndi byltingarvörðurinn þó að loftvarnasveitin hefði talið að flugvélin væri bandarískt flugskeyti. Íranir höfðu mikinn viðbúnað á þessum tíma þar sem þeir höfðu skotið flugskeytum á tvær herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn voru til þess að hefna fyrir dráp Bandaríkjamanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja byltingarvarðarins, nokkrum dögum áður en þotan var skotin niður. Flestir farþegarnir voru frá Úkraínu, Kanada, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld þar saka Írani um að hafa skotið þotuna vísvitandi niður. Írönsk flugmálayfirvöld kenndu mannlegum mistökum um að þotan var skotin niður. Íran Úkraína Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27 Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Loftvarnasveit íranska byltingarvarðarins skaut tveimur flugskeytum á farþegaþotu Ukraine International Airlines skömmu eftir að hún tók á loft frá Teheran fyrir rúmum þremur árum. Hundrað sjötíu og sex manns sem voru um borð í vélinni fórust. Yfirmaður loftvarnasveitarinnar var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir aðild að manndrápum og fyrir að óhlýðnast skipunum. Níu aðrir hlutu eins til þriggja ára fangelsisdóma, þar á meðal tveir liðsmenn sveitarinnar sem stýrði flugskeytakerfinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjölskyldur fórnarlambanna sögðu dómana yfir mönnunum þýðingarlausa og óásættanlega. Írönsk yfirvöld hefðu ekki sótt þá sem bæru aðalábyrgðina til saka. Írönsk stjórnvöld neituðu því í þrjá daga eftir að flugvélin fórst að þau hefðu haft nokkuð með það að gera. Þess í stað sögðu þau að tæknileg bilun hlyti að hafa orðið í vélinni. Á endanum viðurkenndi byltingarvörðurinn þó að loftvarnasveitin hefði talið að flugvélin væri bandarískt flugskeyti. Íranir höfðu mikinn viðbúnað á þessum tíma þar sem þeir höfðu skotið flugskeytum á tvær herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn voru til þess að hefna fyrir dráp Bandaríkjamanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja byltingarvarðarins, nokkrum dögum áður en þotan var skotin niður. Flestir farþegarnir voru frá Úkraínu, Kanada, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld þar saka Írani um að hafa skotið þotuna vísvitandi niður. Írönsk flugmálayfirvöld kenndu mannlegum mistökum um að þotan var skotin niður.
Íran Úkraína Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27 Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27
Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52