Lykilinn að lyfjum við blóðtappa að finna í blóði skógarbjarna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 07:01 Blóðsýni eru tekin tvisvar á ári úr björnunum, þegar þeir eru í dvala og þegar þeir eru virkir. Högskolen in innlandet Samkvæmt nýrri rannsókn getur blóð skógarbjarna gegnt lykilhlutverki við lyfjaþróun við blóðtappa. Birnirnir dvelja mánuðum saman í hýði án mikillar hreyfingar en hreyfingarleysi eykur á hættuna á blóðtappa hjá fólki. Rannsóknin, sem hófst árið 2010 og er enn yfirstandandi, er unnin af vísindamönnum við norska, sænska, danska og þýska háskóla. Hefur rannsóknin fengið heitið Skandinavíska bjarnarverkefnið. Helstu niðurstöðurnar sem liggja fyrir núna eru birtar í tímaritinu Science. Hefur það reynst vísindamönnum ráðgáta hvers vegna skógarbirnir geta legið mánuðum saman í hýði, án þess að fá blóðtappa. Lykilinn var að finna í blóðinu. Birnirnir svæfðir og tekið blóð Fylgst hefur verið náið með sjötíu skógarbjörnum í Noregi og Svíþjóð og ferðir þeirra raktar með GPS merkjum. Á haustin, í október eða nóvember, fara birnirnir í vetrardvala og vakna ekki aftur fyrr en í apríl eða maí. Tekið er úr þeim blóð bæði í vetrardvalanum og á sumrin þegar þeir eru vakandi. Nauðsynlegt er að nota svæfilyf áður en sýnin eru tekin. Birnirnir vita þó ekki af þessu og rannsóknin hefur verið samþykkt af dýraverndunarsamtökum. Helsti munurinn á vetrar og sumarblóði bjarndýranna er magn próteins sem kallast HSP47. Nóg er af því í blóðinu á sumrin en það nánast hverfur á veturna. Próteinið hjálpar til við storknun blóðsins. Sjálfboðaliðar rúmfastir í mánuð Þetta prótein finnst ekki aðeins í bjarndýrum, heldur ýmsum öðrum spendýrategundum, þar á meðal í mönnum. Vísindamennirnir hjá Skandinavíska bjarnarverkefninu hafa rannsakað próteinið í mönnum og meðal annars komist að því að mun minna er af því í blóði fólks sem hefur lamast vegna mænuskaða. Ætla megi því að líkaminn minnki framleiðslu próteinsins samfara minnkun hreyfingar og það reyndist rétt. Tíu heilbrigðir sjálfboðaliðar voru samfleytt rúmliggjandi í 27 daga. Á þessum tíma minnkaði magn HSP47 í blóði þeirra. Á því það sama við um HSP47 í blóði manna og skógarbjarna. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu NRK, er talið er að rannsóknin geti skipt miklu máli varðandi lyfjaþróun á lyfjum gegn blóðtappa á komandi árum. Frekari rannsókna og fjármögnunar sé þó þörf. Noregur Svíþjóð Vísindi Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Rannsóknin, sem hófst árið 2010 og er enn yfirstandandi, er unnin af vísindamönnum við norska, sænska, danska og þýska háskóla. Hefur rannsóknin fengið heitið Skandinavíska bjarnarverkefnið. Helstu niðurstöðurnar sem liggja fyrir núna eru birtar í tímaritinu Science. Hefur það reynst vísindamönnum ráðgáta hvers vegna skógarbirnir geta legið mánuðum saman í hýði, án þess að fá blóðtappa. Lykilinn var að finna í blóðinu. Birnirnir svæfðir og tekið blóð Fylgst hefur verið náið með sjötíu skógarbjörnum í Noregi og Svíþjóð og ferðir þeirra raktar með GPS merkjum. Á haustin, í október eða nóvember, fara birnirnir í vetrardvala og vakna ekki aftur fyrr en í apríl eða maí. Tekið er úr þeim blóð bæði í vetrardvalanum og á sumrin þegar þeir eru vakandi. Nauðsynlegt er að nota svæfilyf áður en sýnin eru tekin. Birnirnir vita þó ekki af þessu og rannsóknin hefur verið samþykkt af dýraverndunarsamtökum. Helsti munurinn á vetrar og sumarblóði bjarndýranna er magn próteins sem kallast HSP47. Nóg er af því í blóðinu á sumrin en það nánast hverfur á veturna. Próteinið hjálpar til við storknun blóðsins. Sjálfboðaliðar rúmfastir í mánuð Þetta prótein finnst ekki aðeins í bjarndýrum, heldur ýmsum öðrum spendýrategundum, þar á meðal í mönnum. Vísindamennirnir hjá Skandinavíska bjarnarverkefninu hafa rannsakað próteinið í mönnum og meðal annars komist að því að mun minna er af því í blóði fólks sem hefur lamast vegna mænuskaða. Ætla megi því að líkaminn minnki framleiðslu próteinsins samfara minnkun hreyfingar og það reyndist rétt. Tíu heilbrigðir sjálfboðaliðar voru samfleytt rúmliggjandi í 27 daga. Á þessum tíma minnkaði magn HSP47 í blóði þeirra. Á því það sama við um HSP47 í blóði manna og skógarbjarna. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu NRK, er talið er að rannsóknin geti skipt miklu máli varðandi lyfjaþróun á lyfjum gegn blóðtappa á komandi árum. Frekari rannsókna og fjármögnunar sé þó þörf.
Noregur Svíþjóð Vísindi Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira