Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2023 22:00 Fyrirhuguð Ölfusárbrú. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af brúnni, sem verður eitt tignarlegasta mannvirki landsins, með brúarstöpli sem slagar upp í hæð Hallgrímskirkju. Í dag rann út frestur til að óska eftir þátttöku í alútboði um smíðina og reyndust umsækjendur fimm talsins: Hochtief, Þýskalandi; IHI, Japan; Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet, Reykjavík; Puentes y Calzadas, Spáni; og ÞG verktakar ehf., Reykjavík. Verktakahóparnir fimm sem sóttu um að taka þátt í útboðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Verkefnisstjóra Vegagerðarinnar líst ljómandi vel á keppnishópinn. „Við fengum þarna fimm aðila, bæði erlenda og innlenda, sem við erum bara spennt að sjá. Við erum ekki búin að skoða nákvæmlega hvað er á bak við hvert og eitt fyrirtæki. En erum bara spenntir að skoða það. Og þetta lítur út fyrir að vera góðir aðilar,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Ölfusárbrúar. Guðmundur Valur Guðmundsson hjá Vegagerðinni er verkefnisstjóri Ölfusárbrúar. Egill Aðalsteinsson Alþjóðlegur áhugi á brúarsmíðinni vekur athygli. „Þetta verkefni er þannig. Brúin er alveg á þann mælikvarða. Við líka óskuðum eftir þekkingu og reynslu af svona sambærilegum mannvirkjum. Þannig að það er eðlilegt að menn leyti sér samstarfs líka erlendis við slíkar framkvæmdir.“ Brúargólf verður nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið.Vegagerðin Framundan er að meta hæfi umsækjenda og er stefnt að því að bjóða verkið út í sumar. „Og í framhaldi af tilboði og samningaviðræðum, sem tekur einhverja mánuði, þá væntum við þess að við séum komin með verksamning fyrir lok árs,“ segir Guðmundur Valur. Þar sem þetta er alútboð er verktaka ætlað að fullhanna brúna áður en smíðin getur hafist en honum er einnig ætlað að leggja vegi að brúnni, gatnamót og undirgöng. Áætlað að er að verkið taki tvö og hálft til þrjú ár. Brúin verður 330 metra löng stagbrú með sextíu metra háum turni á Efri Laugardælaeyju.Vegagerðin En hvenær verður brúin tilbúin? „Það er 2026, 2027. Það er svona það sem við erum að vinna með,“ svarar verkefnisstjóri Ölfusárbrúar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ný Ölfusárbrú Árborg Ölfus Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Vegtollar Tengdar fréttir Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. 30. desember 2022 06:00 Of hátt veggjald vinni gegn tilgangi nýrrar Ölfusárbrúar Áhyggjur eru af því að hátt veggjald yfir nýja Ölfusárbrú muni komi í veg fyrir að hún dragi úr umferð þeirra inn á Selfoss sem eiga ekki erindi þangað. Forseti bæjarstjórnar bindur vonir við að veggjaldið verði ekki hærra en 200 krónur. 14. september 2021 18:40 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af brúnni, sem verður eitt tignarlegasta mannvirki landsins, með brúarstöpli sem slagar upp í hæð Hallgrímskirkju. Í dag rann út frestur til að óska eftir þátttöku í alútboði um smíðina og reyndust umsækjendur fimm talsins: Hochtief, Þýskalandi; IHI, Japan; Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet, Reykjavík; Puentes y Calzadas, Spáni; og ÞG verktakar ehf., Reykjavík. Verktakahóparnir fimm sem sóttu um að taka þátt í útboðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Verkefnisstjóra Vegagerðarinnar líst ljómandi vel á keppnishópinn. „Við fengum þarna fimm aðila, bæði erlenda og innlenda, sem við erum bara spennt að sjá. Við erum ekki búin að skoða nákvæmlega hvað er á bak við hvert og eitt fyrirtæki. En erum bara spenntir að skoða það. Og þetta lítur út fyrir að vera góðir aðilar,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Ölfusárbrúar. Guðmundur Valur Guðmundsson hjá Vegagerðinni er verkefnisstjóri Ölfusárbrúar. Egill Aðalsteinsson Alþjóðlegur áhugi á brúarsmíðinni vekur athygli. „Þetta verkefni er þannig. Brúin er alveg á þann mælikvarða. Við líka óskuðum eftir þekkingu og reynslu af svona sambærilegum mannvirkjum. Þannig að það er eðlilegt að menn leyti sér samstarfs líka erlendis við slíkar framkvæmdir.“ Brúargólf verður nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið.Vegagerðin Framundan er að meta hæfi umsækjenda og er stefnt að því að bjóða verkið út í sumar. „Og í framhaldi af tilboði og samningaviðræðum, sem tekur einhverja mánuði, þá væntum við þess að við séum komin með verksamning fyrir lok árs,“ segir Guðmundur Valur. Þar sem þetta er alútboð er verktaka ætlað að fullhanna brúna áður en smíðin getur hafist en honum er einnig ætlað að leggja vegi að brúnni, gatnamót og undirgöng. Áætlað að er að verkið taki tvö og hálft til þrjú ár. Brúin verður 330 metra löng stagbrú með sextíu metra háum turni á Efri Laugardælaeyju.Vegagerðin En hvenær verður brúin tilbúin? „Það er 2026, 2027. Það er svona það sem við erum að vinna með,“ svarar verkefnisstjóri Ölfusárbrúar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ný Ölfusárbrú Árborg Ölfus Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Vegtollar Tengdar fréttir Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. 30. desember 2022 06:00 Of hátt veggjald vinni gegn tilgangi nýrrar Ölfusárbrúar Áhyggjur eru af því að hátt veggjald yfir nýja Ölfusárbrú muni komi í veg fyrir að hún dragi úr umferð þeirra inn á Selfoss sem eiga ekki erindi þangað. Forseti bæjarstjórnar bindur vonir við að veggjaldið verði ekki hærra en 200 krónur. 14. september 2021 18:40 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. 30. desember 2022 06:00
Of hátt veggjald vinni gegn tilgangi nýrrar Ölfusárbrúar Áhyggjur eru af því að hátt veggjald yfir nýja Ölfusárbrú muni komi í veg fyrir að hún dragi úr umferð þeirra inn á Selfoss sem eiga ekki erindi þangað. Forseti bæjarstjórnar bindur vonir við að veggjaldið verði ekki hærra en 200 krónur. 14. september 2021 18:40
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18