Miðvarðasveit Man City möguleg lausn á vandræðum í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 13:00 Pep Guardiola er ávallt að breyta einhverju í leikstíl sínum. Vísir/Getty Enn eitt vorið virðist sem Pep Guardiola hafi fundið hina fullkomnu blöndu þegar kemur að því hvað þarf að gera til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er þangað til eitthvað klikkar. Manchester City er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Bayern München í fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester. Líkt og svo oft áður er Guardiola að gera nýstárlega hluti þegar kemur að uppspili en nú, líkt og áður, veltir margur fyrir sér hvort þetta sé það sem mun skila fyrsta Meistaradeildartitli félagsins. Guardiola er sífellt að breyta til en á síðustu leiktíð fór João Cancelo úr bakverðinum upp í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns þegar Man City var með boltann. Eitthvað kom upp á milli þeirra Pep og Cancelo en leikmaðurinn var sendur á lán til Bayern í janúar. Þar hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Thomas Tuchel. The Athletic fór ítarlega yfir þær breytingar sem hafa orðið á leikstíl Pep frá því hann stýrði Barcelona fyrst. Þar á meðal er fjallað um hvernig Pep nýtir bakverði sína á annan hátt í dag en þá. Liðnir eru dagarnir þar sem Dani Alves óð endalína á milli hjá Barcelona. Í dag snýst allt um að hafa stjórn á leiknum, bæði með boltann og þegar hann tapast. Það er svo sem ekkert nýtt þegar kemur að því hvernig Pep vill spila en það sem hefur vakið athygli í vetur er sú staðreynd að hann er í raun með fjóra miðverði í öftustu línu. Kyle Walker, bakvörður að upplagi, hefur vissulega fengið sínar mínútur en í fyrri leiknum gegn Bayern mynduðu þeir Manuel Akanji, John Stones, Rúben Dias og Nathan Aké fjögurra manna varnarlínu. Það sem hefur þó komið hvað mest á óvart í undanförnum leikjum er hvernig Stones stígur upp úr miðverðinum og stillir sér upp við hlið Rodri á miðri miðjunni þegar City-liðið sækir. „Á næsta ári ætla ég að spila þér á miðjunni,“ gæti Pep verið að segja hér.Michael Regan/Getty Images Virðist Pep hafa fundið hið fullkomna leikkerfi, sem stendur, en lærisveinar hans hafa nú unnið 10 leiki í röð í öllum keppnum. Hvort það dugi til að sigra Meistaradeild Evrópu verður að koma í ljós en það þarf fyrst að klára einvígið gegn Bayern. Leikur Bayern og Man City hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Manchester City er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Bayern München í fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester. Líkt og svo oft áður er Guardiola að gera nýstárlega hluti þegar kemur að uppspili en nú, líkt og áður, veltir margur fyrir sér hvort þetta sé það sem mun skila fyrsta Meistaradeildartitli félagsins. Guardiola er sífellt að breyta til en á síðustu leiktíð fór João Cancelo úr bakverðinum upp í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns þegar Man City var með boltann. Eitthvað kom upp á milli þeirra Pep og Cancelo en leikmaðurinn var sendur á lán til Bayern í janúar. Þar hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Thomas Tuchel. The Athletic fór ítarlega yfir þær breytingar sem hafa orðið á leikstíl Pep frá því hann stýrði Barcelona fyrst. Þar á meðal er fjallað um hvernig Pep nýtir bakverði sína á annan hátt í dag en þá. Liðnir eru dagarnir þar sem Dani Alves óð endalína á milli hjá Barcelona. Í dag snýst allt um að hafa stjórn á leiknum, bæði með boltann og þegar hann tapast. Það er svo sem ekkert nýtt þegar kemur að því hvernig Pep vill spila en það sem hefur vakið athygli í vetur er sú staðreynd að hann er í raun með fjóra miðverði í öftustu línu. Kyle Walker, bakvörður að upplagi, hefur vissulega fengið sínar mínútur en í fyrri leiknum gegn Bayern mynduðu þeir Manuel Akanji, John Stones, Rúben Dias og Nathan Aké fjögurra manna varnarlínu. Það sem hefur þó komið hvað mest á óvart í undanförnum leikjum er hvernig Stones stígur upp úr miðverðinum og stillir sér upp við hlið Rodri á miðri miðjunni þegar City-liðið sækir. „Á næsta ári ætla ég að spila þér á miðjunni,“ gæti Pep verið að segja hér.Michael Regan/Getty Images Virðist Pep hafa fundið hið fullkomna leikkerfi, sem stendur, en lærisveinar hans hafa nú unnið 10 leiki í röð í öllum keppnum. Hvort það dugi til að sigra Meistaradeild Evrópu verður að koma í ljós en það þarf fyrst að klára einvígið gegn Bayern. Leikur Bayern og Man City hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32