Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 19. apríl 2023 12:24 Forsætisráðherra segir að sjónarmið Íslands í málinu hljóti að mæta skilningi. Vísir/Arnar Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi. Þessar nýju reglur ná til Íslands á grundvelli EES samningsins. Reglurnar eru sagðar skaða hagsmuni íslenskra flugfélaga og veikja samkeppnisstöðu þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt því harðlega að þurfa að taka upp tilskipunina án breytinga sem taka tillit til landfræðilegrar legu Íslands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afstaða ríkisstjórnarinnar sé algjörlega óbreytt eftir að löggjöfin var samþykkt. „Við sem búum hér á Íslandi höfum í raun og veru enga valkosti við það að fljúga til og frá landinu því héðan getur fólk ekki tekið lestir eða aðra samgöngumáta sem losa minna en hefðbundið flug. Við ætlumst til þess að það verði tekið tillit til þess þegar um er að ræða gjaldtöku.“ Klippa: Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Mikið gerst síðan bréfið barst Katrín segir þá að heilmikið vatn hafi runnið til sjávar síðan henni barst svar frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi sínu um málið síðasta sumar. Mjög mörg samtöl hafi átt sér stað síðan þá. „Utanríkisráðuneytið hefur verið þar í fararbroddi en aðrir ráðherrar hafa ljáð þessum málstað lið, ég þar að sjálfsögðu en líka menningar- og viðskiptaráðherra, innviðaráðherra og fleiri ráðherrar sem koma málinu við,“ segir Katrín. „Þannig ég held í raun og veru að þau gögn sem við höfum lagt fram sýni fram á þessi hlutfallslega miklu áhrif hér á Íslandi, bara einfaldlega vegna landfræðilegrar legu. Ég held að það hljóti að koma að því að þau sjónarmið mæti skilningi.“ Skipti máli að sanngirni sé gætt Varðandi hvað geti gerst ef Ísland neita að innleiða þessar reglur segir Katrín að það hafi ekki mikið upp á sig að ræða málið í viðtengingarhætti. „Við höfum bara verið algjörlega skýr með það,“ segir hún og bætir við að ekki séu komnar fram þær lausnir sem þarf til að skipta öllu flugi yfir á grænt eldsneyti. „Það hefur nú ekki skort upp á viljann hjá Íslendingum í þeim mæli. Ég minni á að hér hefur verið unnið mjög mikið starf í að þróa til dæmis að færa flug yfir á rafmagn, eins og kunnugt er, og við getum verið að sjá mjög hraðar breytingar í því á næstu árum.“ Að lokum segist Katrín halda að þessi skýra afstaða hljóti að skila sér. „Af því það skiptir máli í þessum málum að sanngirni sé gætt,“ segir hún. „Ég trúi því að það finnist einhver raunhæf lausn á þessu.“ Evrópusambandið Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira
Þessar nýju reglur ná til Íslands á grundvelli EES samningsins. Reglurnar eru sagðar skaða hagsmuni íslenskra flugfélaga og veikja samkeppnisstöðu þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt því harðlega að þurfa að taka upp tilskipunina án breytinga sem taka tillit til landfræðilegrar legu Íslands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afstaða ríkisstjórnarinnar sé algjörlega óbreytt eftir að löggjöfin var samþykkt. „Við sem búum hér á Íslandi höfum í raun og veru enga valkosti við það að fljúga til og frá landinu því héðan getur fólk ekki tekið lestir eða aðra samgöngumáta sem losa minna en hefðbundið flug. Við ætlumst til þess að það verði tekið tillit til þess þegar um er að ræða gjaldtöku.“ Klippa: Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Mikið gerst síðan bréfið barst Katrín segir þá að heilmikið vatn hafi runnið til sjávar síðan henni barst svar frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi sínu um málið síðasta sumar. Mjög mörg samtöl hafi átt sér stað síðan þá. „Utanríkisráðuneytið hefur verið þar í fararbroddi en aðrir ráðherrar hafa ljáð þessum málstað lið, ég þar að sjálfsögðu en líka menningar- og viðskiptaráðherra, innviðaráðherra og fleiri ráðherrar sem koma málinu við,“ segir Katrín. „Þannig ég held í raun og veru að þau gögn sem við höfum lagt fram sýni fram á þessi hlutfallslega miklu áhrif hér á Íslandi, bara einfaldlega vegna landfræðilegrar legu. Ég held að það hljóti að koma að því að þau sjónarmið mæti skilningi.“ Skipti máli að sanngirni sé gætt Varðandi hvað geti gerst ef Ísland neita að innleiða þessar reglur segir Katrín að það hafi ekki mikið upp á sig að ræða málið í viðtengingarhætti. „Við höfum bara verið algjörlega skýr með það,“ segir hún og bætir við að ekki séu komnar fram þær lausnir sem þarf til að skipta öllu flugi yfir á grænt eldsneyti. „Það hefur nú ekki skort upp á viljann hjá Íslendingum í þeim mæli. Ég minni á að hér hefur verið unnið mjög mikið starf í að þróa til dæmis að færa flug yfir á rafmagn, eins og kunnugt er, og við getum verið að sjá mjög hraðar breytingar í því á næstu árum.“ Að lokum segist Katrín halda að þessi skýra afstaða hljóti að skila sér. „Af því það skiptir máli í þessum málum að sanngirni sé gætt,“ segir hún. „Ég trúi því að það finnist einhver raunhæf lausn á þessu.“
Evrópusambandið Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira