Rashford fór með til Andalúsíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2023 08:00 Marcus Rashford hefur verið hættulegasti leikmaður Manchester United á leiktíðinni. EPA-EFE/Adam Vaughan Marcus Rashford ferðaðist með Manchester United til Andalúsíu þar sem liðið mætir Sevilla í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Einvígið er í járnum eftir 2-2 jafntefli á Old Trafford. Man United henti frá sér 2-0 forystu í fyrri leiknum en þar var Marcus Rashford hvergi sjáanlegur. Hann hafði nefnilega meiðst á nára í 2-0 sigrinum á Everton nokkrum dögum áður. Lagði Rashford þar upp annað mark liðsins sem Anthony Martial skoraði á 71. mínútu en tíu mínútum síðar var Rashford tekinn af velli. Í fyrri leiknum gegn Sevilla undu ósköpin yfir þar sem miðvörðurinn Lisandro Martínez braut bein í rist og verður frá keppni út tímabilið. Þá meiddist hinn miðvörður liðsins, Raphaël Varane, einnig í leiknum og gæti farið svo að hann sé einnig frá keppni. Í 2-0 sigrinum gegn Nottingham Forest um liðna helgi vantaði miðverðina tvo, Rashford, Luke Shaw, Tyrell Malacia, Marcel Sabitzer – sem skoraði bæði mörkin í fyrri leiknum gegn Sevilla – og Alejandro Garnacho. Manchester United hoped Marcus Rashford would be fit for Sevilla second leg but sight of him training today still a big lift for game tomorrow.Shaw, Malacia, Sabitzer all out at Carrington too. McTominay absent.#MUFC https://t.co/pC0n2XH5tJ— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 19, 2023 Erik Ten Hag hefur því verið ánægður með að Shaw, Malacia, Sabitzer og Rashford æfðu allir með Man United í gær, miðvikudag. Hvort Ten Hag taki sénsinn á að spila Rashford annað kvöld á eftir að koma í ljós en liðið mætir Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar strax á sunnudag. Eitt er þó víst, Bruno Fernandes verður ekki með Man United í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Hann ætti því að vera ferskur þegar Man United mætir Brighton á Wembley á sunnudag. Leikur Sevilla og Man United hefst klukkan 19.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sömu sögu er svo að segja af leiknum gegn Brighton á sunnudag. Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Man United henti frá sér 2-0 forystu í fyrri leiknum en þar var Marcus Rashford hvergi sjáanlegur. Hann hafði nefnilega meiðst á nára í 2-0 sigrinum á Everton nokkrum dögum áður. Lagði Rashford þar upp annað mark liðsins sem Anthony Martial skoraði á 71. mínútu en tíu mínútum síðar var Rashford tekinn af velli. Í fyrri leiknum gegn Sevilla undu ósköpin yfir þar sem miðvörðurinn Lisandro Martínez braut bein í rist og verður frá keppni út tímabilið. Þá meiddist hinn miðvörður liðsins, Raphaël Varane, einnig í leiknum og gæti farið svo að hann sé einnig frá keppni. Í 2-0 sigrinum gegn Nottingham Forest um liðna helgi vantaði miðverðina tvo, Rashford, Luke Shaw, Tyrell Malacia, Marcel Sabitzer – sem skoraði bæði mörkin í fyrri leiknum gegn Sevilla – og Alejandro Garnacho. Manchester United hoped Marcus Rashford would be fit for Sevilla second leg but sight of him training today still a big lift for game tomorrow.Shaw, Malacia, Sabitzer all out at Carrington too. McTominay absent.#MUFC https://t.co/pC0n2XH5tJ— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 19, 2023 Erik Ten Hag hefur því verið ánægður með að Shaw, Malacia, Sabitzer og Rashford æfðu allir með Man United í gær, miðvikudag. Hvort Ten Hag taki sénsinn á að spila Rashford annað kvöld á eftir að koma í ljós en liðið mætir Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar strax á sunnudag. Eitt er þó víst, Bruno Fernandes verður ekki með Man United í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Hann ætti því að vera ferskur þegar Man United mætir Brighton á Wembley á sunnudag. Leikur Sevilla og Man United hefst klukkan 19.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sömu sögu er svo að segja af leiknum gegn Brighton á sunnudag.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira