Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda Kristján Már Unnarsson skrifar 20. apríl 2023 09:29 Airbus A321XLR á flugvellinum í Iqaluit í Nunavut-fylki í Kanada. Airbus/Sylvain Ramadier Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður. Tvö tilraunaeintök voru notuð og var annað innréttað með farþegasætum. Fyrri vélin var reynd í byrjun marsmánaðar en sú seinni undir lok mánaðarins og stóðu prófanir yfir í fjóra daga í hvort skipti. Hér má sjá myndband Airbus: Þar sem farþegaflugvélar fljúga jafnan í miklu frosti í háloftunum snerust prófanirnar í Kanada meðal annars um hvernig vökva- og rafkerfi, sem og búnaður í farþegarými, reynist í miklu frosti á jörðu niðri. Þannig var vélin látin standa með dyrnar opnar yfir heila nótt til að tryggja að allir innviðir hennar kólnuðu niður í að minnsta kosti -15 stig. Þar sem flugvélin er hönnuð til langflugs þarf hún að mæta þörfum farþega í jafnvel tólf klukkustunda flugi. Það kallar á stærri neysluvatnsgeyma sem og stærri skólpgeyma, sem þurfti að prófa í frosti. Einnig innbyggð afþíðingar- og upphitunarkerfi sem og einangrun vélarinnar. Airbus-þotan í Iqaluit. Flugáhugamenn sem þekkja til alþjóðlegra skammstafana flugvalla taka eftir merkingu Reykjavíkurflugvallar, BIRK. Þangað eru sagðar 1.207 sjómílur.Airbus/Sylvain Ramadier A321XLR er að flestu leyti eins og forverar hennar í A320-línu Airbus og mætti því ætla að hún þyrfti ekki eins viðamiklar flugprófanir og ef um væri að ræða nýja hönnun frá grunni. Engu að síður eru nokkrar nýjungar sem þarf að reyna áður en flugvélin fær vottun. Þannig verður hámarksflugtaksþyngd A321XLR fjórum tonnum meiri en forvera hennar, A321LR, eða 101 tonn á móti 97 tonnum. Þetta kallar á öflugri lendingarbúnað, sem þolir meira álag, og var hann einnig reyndur í frosthörkunum í Kanada. Flugvélin reynd í lendingu.Airbus XLR-vélin er einnig með breyttum væng. Þannig er búið að bæta við einum flapsa, eða vængbarði, á hvorn vænginn til að auka lyftigetuna. Það þýðir að flugvélin þarf ekki kraftmeiri hreyfla. Og það sem er grundvallaratriði fyrir flugþolið: Flugvélin er með nýjan eldsneytisgeymi undir miðju farþegarýminu, sem einnig þarf að þrautreyna við hinar ólíkustu aðstæður. Airbus A321XLR teiknuð í litum Icelandair.Airbus Á heimasíðu Airbus er haft eftir Tuan Do, yfirmanni flugprófana, að helstu áskoranir í rekstri flugvéla í miklum kulda feli í sér að helstu kerfi frjósi ekki, ekki aðeins vatnslagnir, olíu- og vökvakerfi, heldur einnig rafkerfið, sérstaklega rafhlöður. „Rafhlöður halda ekki eins mikilli hleðslu eða veita eins mikið afl þegar þær eru við lágt hitastig. Á sama tíma verða olía og vökvabúnaður mjög seigfljótandi við mjög lágt hitastig sem gerir það erfiðara að hreyfa stjórnfleti og knýja dælur og þess háttar. Svo þú þarft að hita flugvélina upp og leiðslur hennar til að geta stjórnað flugvélinni,“ útskýrir Tuan. Airbus stefnir að því A321XLR hefji farþegaflug á öðrum fjórðungi næsta árs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrr í vikunni um ný tækifæri sem skapast hjá Icelandair með flugvélinni: Airbus Fréttir af flugi Icelandair Tækni Vísindi Kanada Tengdar fréttir Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50 Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 „Við erum að ná vopnum okkar aftur“ Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma. 7. apríl 2023 21:08 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Tvö tilraunaeintök voru notuð og var annað innréttað með farþegasætum. Fyrri vélin var reynd í byrjun marsmánaðar en sú seinni undir lok mánaðarins og stóðu prófanir yfir í fjóra daga í hvort skipti. Hér má sjá myndband Airbus: Þar sem farþegaflugvélar fljúga jafnan í miklu frosti í háloftunum snerust prófanirnar í Kanada meðal annars um hvernig vökva- og rafkerfi, sem og búnaður í farþegarými, reynist í miklu frosti á jörðu niðri. Þannig var vélin látin standa með dyrnar opnar yfir heila nótt til að tryggja að allir innviðir hennar kólnuðu niður í að minnsta kosti -15 stig. Þar sem flugvélin er hönnuð til langflugs þarf hún að mæta þörfum farþega í jafnvel tólf klukkustunda flugi. Það kallar á stærri neysluvatnsgeyma sem og stærri skólpgeyma, sem þurfti að prófa í frosti. Einnig innbyggð afþíðingar- og upphitunarkerfi sem og einangrun vélarinnar. Airbus-þotan í Iqaluit. Flugáhugamenn sem þekkja til alþjóðlegra skammstafana flugvalla taka eftir merkingu Reykjavíkurflugvallar, BIRK. Þangað eru sagðar 1.207 sjómílur.Airbus/Sylvain Ramadier A321XLR er að flestu leyti eins og forverar hennar í A320-línu Airbus og mætti því ætla að hún þyrfti ekki eins viðamiklar flugprófanir og ef um væri að ræða nýja hönnun frá grunni. Engu að síður eru nokkrar nýjungar sem þarf að reyna áður en flugvélin fær vottun. Þannig verður hámarksflugtaksþyngd A321XLR fjórum tonnum meiri en forvera hennar, A321LR, eða 101 tonn á móti 97 tonnum. Þetta kallar á öflugri lendingarbúnað, sem þolir meira álag, og var hann einnig reyndur í frosthörkunum í Kanada. Flugvélin reynd í lendingu.Airbus XLR-vélin er einnig með breyttum væng. Þannig er búið að bæta við einum flapsa, eða vængbarði, á hvorn vænginn til að auka lyftigetuna. Það þýðir að flugvélin þarf ekki kraftmeiri hreyfla. Og það sem er grundvallaratriði fyrir flugþolið: Flugvélin er með nýjan eldsneytisgeymi undir miðju farþegarýminu, sem einnig þarf að þrautreyna við hinar ólíkustu aðstæður. Airbus A321XLR teiknuð í litum Icelandair.Airbus Á heimasíðu Airbus er haft eftir Tuan Do, yfirmanni flugprófana, að helstu áskoranir í rekstri flugvéla í miklum kulda feli í sér að helstu kerfi frjósi ekki, ekki aðeins vatnslagnir, olíu- og vökvakerfi, heldur einnig rafkerfið, sérstaklega rafhlöður. „Rafhlöður halda ekki eins mikilli hleðslu eða veita eins mikið afl þegar þær eru við lágt hitastig. Á sama tíma verða olía og vökvabúnaður mjög seigfljótandi við mjög lágt hitastig sem gerir það erfiðara að hreyfa stjórnfleti og knýja dælur og þess háttar. Svo þú þarft að hita flugvélina upp og leiðslur hennar til að geta stjórnað flugvélinni,“ útskýrir Tuan. Airbus stefnir að því A321XLR hefji farþegaflug á öðrum fjórðungi næsta árs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrr í vikunni um ný tækifæri sem skapast hjá Icelandair með flugvélinni:
Airbus Fréttir af flugi Icelandair Tækni Vísindi Kanada Tengdar fréttir Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50 Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 „Við erum að ná vopnum okkar aftur“ Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma. 7. apríl 2023 21:08 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50
Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12
„Við erum að ná vopnum okkar aftur“ Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma. 7. apríl 2023 21:08